Freyr - 01.05.2006, Blaðsíða 17
BÚNAÐARÞING
þessu fé renna til bænda sem á sínum tíma
greiddu til Hótel Sögu. Ari taldi að ef ákveð-
ið yrði að draga úr áhrifum lífeyrisgreiðslna
á tekjutryggingu mætti gera ráð fyrir að
tekjutryggingin í heild myndi lækka sem
kæmi sér illa fyrir marga tekjulága einstak-
linga.
4JÓHANNES RlKARÐSSON gerði grein
fyrir helstu þáttum í starfi Félags vist-
foreldra I sveitum. Ýmsu hefur miðað
áfram, s.s. skólamálum, en þar hefur tekið
til starfa úrskurðarnefnd. Bændasamtök fs-
lands hafa verið sterkur bakhjarl í starfi
samtakanna.
Hann greindi einnig frá starfi sínu í
skólanefnd Hólaskóla en starfið þar hefur
tekið miklum breytingum á undanförnum
árum. Stefnt er á að taka inn erlenda nem-
endur á sumrin sem greiða að fullu fyrir
sig. Hins vegar þyrftu samskipti milli Hóla-
skóla og LBHÍ að vera meiri og betri.
Hann ræddi einnig nauðsynlega eflingu
Lífeyrissjóðs bænda og tvöfalda búsetu,
sbr. mál nr. 5 sem liggur fyrir þinginu. Þá
nefndi hann GSM-símasamband og rétt-
indi til aksturs dráttvéla á þjóðvegum og
fleiri mál sem liggja fyrir þinginu. Að lok-
um ræddi hann málefni hótelanna og taldi
að ályktun stjórnar frá síðasta stjórnar-
fundi hefði átt að liggja fyrir þinginu sem
mál.
SIGURÐUR JÓNSSON þakkaði setn-
ingarathöfn og lýsti ánægju með að
landbúnaðarverðlaunin féllu nú skógar-
bændum í skaut. Fyrir þinginu liggur nú
„Frumvarp til laga um landshlutaverkefni í
skógrækt" en með þeim er verið að sam-
eina þrenn eldri lög. Hátt í 800 skógar-
bændur eru nú komnir í þessi verkefni.
Hann ræddi einnig vinnslu og markaðssetn-
ingu skógarafurða. Hann lýsti vonbrigðum
með framsetningu og afgreiðslu málefna
hótelanna á nýliðnu Aukabúnaðarþingi.
6GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR þakkaði
góða setningarathöfn og sérstaklega
góða ræðu Magnúsar B. Jónssonar. Hún
fagnaði þeim áformum sem formaður
kynnti frá síðasta stjórnarfundi um að gera
úttekt á því að taka þriðju hæðina undir
hótelrekstur og að greina húsnæðisþörf
samtakanna til framtíðar. Hún lýsti einnig
óánægju með framsetningu sölumálanna
á Aukabúnaðarþingi.
Hún ræddi síðan störf bænda I verkefn-
inu „Bændur græða landið". Þar hafa
bændur lyft grettistaki og leitun er að
verkefni sem skilar jafnmiklu fyrir aðeins
35 milljónir. Til samanburðar nefndi hún
að 490 milljónir króna fara til skógar-
bænda. Landbótasjóður er í fjársvelti og
verður ræddur síðar á þinginu. Hún beindi
þeirri spurningu enn fremur til forseta
hvers vegna ekki væru komin til þingfull-
trúa gögn um mál nr. 19 um Nautastöðina.
7ÞÓRÓLFUR SVEINSSON ræddi störf
starfshóps um undirbúning byggingar
Nautastöðvar en sá starfshópur hefur ekki
verið kallaður saman. Fyrir nefnd um sam-
þjöppun eignarhalds á greiðslumarki liggur
ágæt samantekt, unnin af Ernu Bjarnadótt-
ur, en nefndin hefur ekki fundað síðan sú
greinargerð lá fyrir. Hann ræddi einnig mál
nr. 10 og taldi eins koma til greina að leita
faglegrar ráðgjafar um hvernig best væri
hægt að vera undirbúinn fjölmiðlaumræðu
á hverjum tíma. Hann óskaði einnig eftir að
lögfræðilegar álitsgerðir lögmanns BÍ væru
aðgengilegar.
8JÓN GÍSLASON hóf mál sitt á að ræða
afstöðu sína til sölu Hótel Sögu. Hann
sagði nei við sölunni og lagði þar til grund-
vallar þær staðreyndir sem lágu fyrir um hve
mikið fé væri hægt að taka út úr rekstrinum
án þess að selja sem og að reksturinn nú
gæti gefið álíka af sér og fá mætti við sölu
og ávöxtun eftir öðrum leiðum. Rétt sé að
huga að því að Hótel Saga kaupi þriðju
hæðina. Einnig sé rétt að skoða hugmyndir
Ferðaþjónustu bænda að tengjast þessum
rekstri frekar ef það má vera til að styrkja
þessa starfsemi á landsbyggðinni.
Hann ræddi síðan nautgripasæðingar.
20 milljónir króna koma úr búnaðarlaga-
samningi og 106 milljónir króna úr mjólk-
ursamningi á árinu 2006. Hann kvað það
sína skoðun að allir kúabændur eigi að
eiga aðgang að þessari þjónustu á sama
verði og að þessa starfsemi eigi því að reka
af einum aðila á landsvísu en síðan megi
leysa þessa þjónustu með mismunandi að-
ferðum. Kynbótastarf er nærtækt verkefni
til að auka grænar greiðslur og mæta
þannig kröfum alþjóðasamninga. Þetta
gæti einnig skapað betri stöðu í samning-
um við frjótækna.
Hann lagöi síðan fram svohljóðandi tillögu
til þingsins:
í Ijósi þróunar alþjóðasamninga um við-
skipti með búvörur og nauðsyn þess að
formbreyta í auknum mæli stuðningi við
mjólkurframleiðslu og færa hann frá fram-
leiðslutengdum greiðslum yfir I svokallaðar
grænar greiðslur, telur Búnaðarþing rétt að
hugað sé enn frekar að stuðningi við kyn-
bótastarfið með það að markmiði að jafna
kostnað allra mjólkur- og nautakjötsfram-
leiðenda vegna kúasæðinga, hvar sem þeir
búa á landinu.
Sigurgeir Þorgeirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, blaðar í þingskjölum. Við hlið hans situr Baldvin Kr. Baldvinsson
FREYR 05 2006
17