Freyr

Årgang

Freyr - 01.05.2006, Side 32

Freyr - 01.05.2006, Side 32
BÚNAÐARÞING Langflestir setningarhátíðargesta fylgdust með ræðu Magnúsar af áhuga en aðrir nýttu tímann til annars eflingu lifandi íslenskrar tungu né hvika frá þeirri meginskyldu okkar sem þjóðar að umgangast móðurmálið eins og heilög vé. Hvers vegna skyldi ég velja að fjalla um þetta málefni hér á hátíðisdegi í upphafi Búnaðarþings? Á þessi umfjöllun nokkuð sérstakt erindi við þennan hóp? Sé gripið niður í boðskap alþjóðavæðing- armanna þá hafa þeir margir hverjir sérstakt dálæti á því að úthúða íslenskum landbún- aði og því rekstrarumhverfi sem hann býr við. Ungir menn á uppleið og gjarnan í vari mustera menntunar fjalla I stórkarlalegum tón um hið arfavitlausa landbúnaðarkerfi, pikkfast á klafa hafta, sem svipti neytendur raunverulegri samkeppni og flæki bændur I fúið net þess. Þetta kerfi sé andsnúið öllu raunverulegu frelsi og því boðberi gærdags- ins. Hin makalausa og oft rakalausa um- ræða um íslenskan landbúnað sem dunið hefur yfir á undanförnum misserum hefur að sjálfsögðu áhrif. Hagræðingarkrafan hefur mótað umræðuna, knúin áfram á for- sendum einsleitninnar. Viðbrögð landbún- aðarins hafa verið mikil tæknileg framþróun á undanförnum árum og alls ekki slðri en I öðrum atvinnuvegum hérlendis. Islenskir bændur hafa verið fljótir að til- einka sér nýja tækni og nýja þekkingu og eru þar engir eftirbátar starfsbræðra sinna I nágranna- og samanburðarlöndum. Islensk- ur landbúnaður er því tæknilega vel í stakk búinn til þess að mæta framtíðinni, hvorki bundinn á klafa hafta né flæktur I fúin kerf- isnet. Það hefur hins vegar mátt greina sömu óþreyju í umræðum um framtíð land- búnaðar hér og á vettvangi þjóðfélagsum- ræðunnar almennt. I þeirri óþreyju getur falist sú hætta að ekki sé nægilega skyggnst um bekki og gætt að því hvaða nýju tæki- færi og möguleikar til áhrifa felast í samfé- lagi framtíðarinnar fyrir íslenskan landbún- að í víðasta skilningi þess hugtaks. FJÖLÞÆTT HLUTVERK LANDBÚNAÐARINS Landbúnaður gegnir nefnilega í hverju sam- félagi mun fjölþættara og mikilvægara hlut- verki en virðist við fyrstu sýn. Þó að undir- staða landbúnaðar hafi verið og verði mat- vælaframleiðsla þá er hlutur hans marg- þættur í þjóðfélaginu, samofinn menningu og arfleifð kynslóðanna og skapar þannig og í stauknum mæli margs konar velferðar- aukandi verðmæti sem eru samfélaginu því meira virði sem það leggur harðar að sér í uppfyllingu efnislegra gæða samtímans. Mótun framtíðarstefnu landbúnaðarins verður því að taka mið af því fjölþætta hlut- verki sem hann hefur og getur gegnt I þjóð- félagi framtíðarinnar. Það felur í sér að auk þeirrar skyldu að bjóða þjóðinni matvæli af bestu gæðum og hollustu þá verði með markvissum hætti tekið á því hlutverki að bjóða upp á almannagæði sem þátt I upp- byggingu velferðarsamfélags framtíðarinn- ar. Þessi markmið eiga og geta farið saman ef við mótun framtíðarstefnunnar er gætt jafnvægis milli hinna alþjóðlegu samfélags- trauma og hinnar þjóðlegu arfleifðar sem skapar íslenska sérstöðu. Taki framtíðarþróun landbúnaðarins mið af þessu þá mun það skapa sóknarfæri og fjölþætt ný tækifæri sem fært geta sveitum landsins sterkari stöðu og þjóðinni allri margvíslegan ávinning. Landbúnaðurinn stendur öllum atvinnuvegum betur að vígi að skila því verkefni að tengja saman land- ið og þjóðina. Bændur, sem helstu vörslu- menn landsins, og þekking þeirra á samspili nýtingar og varðveislu landsgæða, geta flestum öðrum fremur skapað brú milli ólíkra samfélagshópa. Valið um framtíðina er okkar eigið. Ber- um því gæfu til þess að móta framtíð land- búnaðarins í anda víðsýni og fjölbreytni í stað þess að hrekjast á leið einsleitni og þeirrar blindu markaðshyggju sem er svo upptekin af sjálfri sér að hún lætur sér fátt um finnast hvort komandi kynslóðir fái not- ið þeirra efnisgæða sem hún býr sjálf við. Þannig munum við skapa landbúnaði fram- tíðarinnar ný sóknarfæri í nánu sambýli annars atvinnurekstrar sveitanna og dreif- býlisins. Hvort sem um ræðir samfélagið í heild eða einstaka hluta þess er það grundvallar- atriði til þess að hafa áhrif og eiga virðingu viðmælendanna að eiga sér land, þjóð og tungu. Allt þetta eigum við. Umgöngumst landið sem fóstrar okkur af virðingu og ást- úð, eflum og auðgum vitund okkar sem þjóðar og varðveitum lifandi móðurmál og nærum það nýjum áhrifum og straumum. Þessir eru skilmélarnir, samkomulagið sem við verðum að gera hvert við annað. Að þeim uppfylltum getum við óhikað tek- ið með raunverulegum og virkum hætti þátt í samfélagi þjóðanna og þá mun á mál okkar hlýtt og rödd okkar heyrast. Skáldið Snorri Hjartarson orðar heitstrenging sína þannig í lok Ijóðsins sem ég vitnaði til í upp- hafi máls míns: „ísland, í lyftum heitum höndum ver ég heiður þinn og tíf gegn tryiitri öld." Megi þjóð mín gera orð skáldsins að sín- um. 32 FREYR 05 2006

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.