Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2006, Síða 18

Freyr - 01.05.2006, Síða 18
BÚNAÐARÞING Greinargerð: Kostnaður bænda við kúasæðingar er nú mjög misjafn vegna breytilegra aðstæðna við framkvæmd þeirra, þar sem til kemur mjög mismunandi stærð búa og landfræði- leg lega þeirra eftir svæðum. Það er mikið hagsmunamál fyrir allt kyn- bótastarfið í landinu að allir bændur sitji við sama borð varðandi kostnað við kúa- sæðingar. Því telur Búnaðarþing skynsam- legt að nota aukið fjármagn úr mjólkur- samningi til að jafna þennan útgjaldaþátt bænda. Til að svo megi vel til takast er nauðsynlegt að setja rekstur allra kúasæð- inga ( landinu undir eina stjórn, þó svo búnaðarsamböndum og leiðbeininga- stöðvum sé falin framkvæmd þeirra á hverju svæði eins og verið hefur á þann hátt sem hagkvæmast þykir á hverju svæði. 9JÓHANNES SIGFÚSSON ræddi mál- efni sauðfjárbænda. Vinna við gerð nýs sauðfjársamnings hefur ekki enn farið af stað, þar sem landbúnaðarráðuneytið hefur ekki þar til nú nýverið skipað sína samninganefnd. Sala á kjöti hefur verið góð en gæruverð og gærumarkaðir hafa gjörsamlega hrunið. Ullarvinnsla hefur hins vegar gengið vel og rekstur ístex framar vonum. Hann ræddi einnig óróa meðal bænda vegna kjötmats á sl. hausti en stefnt er að auknu samræmi á því á komandi hausti. Hann ræddi einnig fram- lög til landbóta og sagði forgangsmál að bændur sem unnið hafa áætlanir til að mæta kröfum gæðastýringar, fái til þess fjármagn. Ýmis vandamál skapast þegar tvö ráðuneyti koma að sama málaflokki. Hann nefndi einnig olíugjald og vanefndir ( því máli sem taka þarf hart á. Hann gagnrýndi einnig ráðstöfun á andvirði fasteigna Lánasjóðsins þar sem svo virðist sem lögmálið 'fyrstur kemur fyrstur fær' gildi. SIGURÐUR LOFTSSON þakkaði fyr- ir skemmtilega setningarhátíð. Hann ræddi síðan skipulag og framtíð félagskerf- is bænda og gerði að umtalsefni innlegg formanns um þau mál á bændafundum sl. haust, m.a. hvernig ætti að ná til nýrra (búa sveitanna. Hann velti því hins vegar fyrir sér hvort landbúnaðarvæðing samfélagsins á þann veg að nánast allir gætu orðir aðilar að Bl gæti snúist upp í það að hinar gömlu og grónu greinar finndu sér ekki farveg inn- an samtakanna á eftir. Hann taldi rétt að nota það tækifæri sem nú er við kosningu til nýs Búnaðarþings að leita eftir sjónarmið- um um framtíðarstaðsetningu og skipulag B( þannig að þjónustan og tengsl við aðra samstarfsaðila verði sem best. Hann kvað það sína skoðun að samtökin eigi að finna sér annan samastað. Hann tók undir gagn- rýni Guðrúnar á að mál um málefni nauta- stöðvarinnar væri ekki fram komið. Hann gerði tillögu Jóns Gíslasonar einnig að um- talsefni, sem varðaði að hans mati aðeins hluta þingfulltrúa. Hann mælti eindregið með að þessi tillaga verði ekki tekin inn á þingið, heldur komi á aðalfund LK. JÓHANN MÁR JÓHANNSSON hóf mál sitt á að ræða um matvælaverð- sumræðuna og mál nr. 10 um ráðningu upplýsinga- og kynningarfulltrúa. Hann rifj- aði upp störf slíkra fulltrúa fyrr á árum. Hann sagði það hafa pirrað sig hve langur tími leið þar til við náðum vopnum okkar í matvælaverðsumræðunni. Hann ræddi einnig fræðslumál vítt og breitt m.a. í Ijósi stefnu sauðfjárbænda um aukna fram- leiðslutengingu stuðnings og taldi hana vera róður á móti straumnum. BJARNI STEFÁNSSON beindi því til stjórnar og þingfulltrúa hvort til greina komi að hafa þingið á öðrum tíma. Hann ræddi stöðu loðdýraræktarinnar og er verð á skinnum nú með hæsta móti og eft- — ^fÍ JJH f Einar Ófeigur Björnsson, Jóhann Ragnarsson og Sveinn Ingvarsson á fyrsta degi Búnaðarþings irspurn mikil. (slenskir bændur eru að ná auknum árangri en gengið er á móti óhag- stætt. Samkeppnishæfi greinarinnar er því ekki sem skyldi. Hann vék síðan að af- greiðslu tillögu um loðdýraræktina frá síð- asta Búnaðarþingi og saknaði samráðs við greinina um vinnslu hennar. Hann ræddi orð formanns í setningarræðu um þekking- arlandbúnað. I því sambandi eru þekkingar- öflun, þekking og færni sterkustu vopnin. Hann minntist þess ekki að Búnaðarþing hafi fjallað um menntun bænda síðustu tvö kjörtímabil. Endurnýjun I stéttinni er u.þ.b.. 100 bændur á ári en aðeins 10 til 20 bú- fræðingar útskrifast á ári. Hann taldi stefn- una á Hvanneyri hafa hallað frá landbúnað- inum, dregið hafi saman í búfræði og búvís- indum. GUNNAR SÆMUNDSSON þakkaði ágætar ræður við setningarathöfn. Hann ræddi breytingar á lögum um olíu- gjald nú fyrir jól og skráningu ökutækja. Einnig að allir vagnar sem dráttarvélar draga og eru 5 tonn eða meira skuli skrán- ingarskyldir og greiða eigi af þeim þunga- skatt. Þessi lög þýða það einfaldlega að ef hann er með slíkan vagn á þjóðvegi geti hann verið tekinn. Hann beindi því til við- komandi nefndar að skoða þetta. 4 | EGILL SIGURÐSSON lýsti stuðningi r við að gerð verði greining á hús- næðisþörf B(. Hann ræddi einnig búnaðar- lagasamning þar sem lífeyrisskuldbinding- um var jafnað út á búnaðarsamböndin og undraði sig á að ekkert samstarf hafi verið haft við búnaðarsamböndin um þetta mál, ekki einu sinni til umsagnar. Hér er t.d. um umtalsverðan útgjaldaauka fyrir Búnaðar- samband Suðurlands að ræða. Hann ræddi síðan Lífeyrissjóð bænda og tók undir með Aðalsteini Jónssyni að hvað varðaði ímynd- ina væri eitt stærsta málið nú að bæta kjör eldri bænda. Hann tók undir hugmyndir Ágúst Rúnarsson Vestra-Fíflholti sat á Bún- aðarþingi sem varamaður Jóhannesar Sveinbjörnssonar á Heiðarbæ sem fulltrúi Búnaðarsambands Suðurlands 18 FREYR 05 2006

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.