Freyr - 01.05.2006, Side 25
BÚNAÐARÞING
GSM-símasamband og nettengingar
Búnaðarþing 2006 leggur ríka áherslu á
að stjórnvöld beiti sér af fullum þunga við
uppbyggingu á háhraðatengingum og
GSM-símasambandi um allt land og vlsar í
fyrri ályktanir Búnaðarþings um þessi mál.
Búnaðarþing 2006 fagnar stefnumörkun
núverandi ríkisstjórnar um upplýsinga-
samfélagið þar sem m.a. er kveðið á um
að unnið skuli að því að allir landsmenn
eigi kost á háhraðatengingum. Búnaðar-
þing felur stjórn Bændasamtaka fslands
að vinna að því að sú stefna komist að
fullu í framkvæmd og hinn nýstofnaði
fjarskiptasjóður verði nýttur í þessum til-
gangi. Núverandi aðgangur sem fólk hef-
ur að upplýsingasamfélaginu á strjálbýlli
stöðum er með öllu óviðunandi og verður
að færa til betri vegar eigi síðar en í árslok
2007.
Greinargerð:
Búnaðarþing 2006 fagnar stofnun fjar-
skiptasjóðs og ákvæðum í lögum um há-
hraðatengingar fyrir alla landsmenn. Mik-
ilvægt er að fjármunir hins nýja fjarskipta-
sjóðs nýtist vel til að tryggja öllum lands-
mönnum háhraðatengingu eigi síðar en
fyrir árslok 2007. Það mikla ójafnræði sem
fólk á strjálbýlli svæðum landsins býr við í
dag í nettengingum, bæði hvað varðar
gæði og verð, verður að hverfa hið allra
fyrsta. í þessu sambandi fagnar Búnaðar-
þing 2006 loforðum samgönguráðherra
um „ísland altengt" sem hann hefur
kynnt fyrir landsbyggðarfólki að undan-
förnu og leggur áherslu á að unnið verði
hratt og örugglega að þessum málum.
Þannig batnar samkeppnishæfni strjál-
býlli svæða.
Samþykkt samhljóða.
FAGRÁÐA- OG BÚFJÁRRÆKTARNEFND
fyrir bændur, líkt og tíðkast við skráningu
ullarmats og skattframtala.
Samræma þarf aðkomu stofnana land-
búnaðar-, umhverfis- og dómsmélaráðu-
neytis að búfjáreftirliti þannig að ekki
komi til skörunar og tvöfalds (margfalds)
eftirlits með búskap á lögbýlum eins og
dæmi eru um í flestum búgreinum.
Samþykkt með 29 atkvæðum gegn 5.
Sauðfjárveikivarnir
Búnaðarþing 2006 skorar á landbúnaðar-
ráðuneyti og Landbúnaðarstofnun að
hraða vinnu við að einfalda og skýra regl-
ur um sauðfjárveikivarnir. Þingið hvetur
nefnd þá sem vinnur að þessum málum á
vegum landbúnaðarráðuneytisins til náins
samstarfs við bændur og eftirlitsaðila.
Tryggt verði nægilegt fjármagn til endur-
gerðar og viðhalds á nauðsynlegum varn-
arlínum.
Greinargerð:
Núverandi skipan sauðfjárveikivarna og
varnarhólfa er að stofni til mjög gömul.
Girðingar milli þeirra eru víða lélegar, jafnvel
ónýtar. Farga þarf öllu fé sem fer yfir varn-
arlínur. Óviðunandi er því að nauðsynlegar
varnargirðingar og línur séu ófullnægjandi.
Ljóst er að fjármagn hefur skort til viðhalds
og getur reynst nauðsynlegt að forgangsr-
aða verkefnum, jafnvel að athuga samein-
ingu varnarhólfa.
Með síaukinni verktöku í landbúnaði,
breyttri tækni o.fl. er nauðsynlegt að endur-
skoða reglur um flutning landbúnaðartækja
milli svæða og áhættuflokka þau eftir notk-
unarsviðum.
Huga þarf að flutningi búfjár, sérstaklega
sláturdýra, einnig að flutningstækjum og
hvernig taka þarf á þeim málum til að lág-
marka smithættu.
Samþykkt samhljóða.
Búnaðarþing 2006 beinir því til stjórnar BÍ að áfram verði markvisst unnið að stofnun svæð-
isbundinna samtaka um nýtingu skotveiðihlunninda á lögbýlum
Endurskoðun á búfjáreftirliti
Búnaðarþing 2006 beinir því til stjórnar BÍ
að gerð verði úttekt á framkvæmd IV
kafla laga nr. 103/2002 um búfjárhald o.fl.
og reglugerðar nr. 743/2002, með síðari
breytingum, með það að markmiði að ein-
falda og auka skilvirkni búfjáreftirlits og
forðagæslu og lágmarka kostnað.
Greinargerð:
Með tilkomu Landbúnaðarstofnunar er
eðlilegt að endurskoða framkvæmd laga
og reglur um búfjárhald í Ijósi fenginnar
reynslu af núgildandi lögum. Þótt aðeins
hafi verið unnið eftir þeim um fjögurra ára
skeið er komin mikil reynsla á kosti þeirra
og galla. Vega þarf og meta trúverðug-
leika eftirlits með fóðrun og aðbúnaði bú-
fjár. Búnaðarþing telur að kanna beri mis-
munandi aðferðir við skýrslusöfnun og
eðlilegt er að tölvutækt form sé tiltækt
Búnaðarþing 2006 leggur áherslu á að stjórn BÍ fylgist náið með réttarstöðu bænda og
starfsmanna þeirra til aksturs og notkunar dráttarvéla og annarra hefðbundinna tækja við
vinnu fyrir eigið bú. í þessu efni verði hvergi vikið frá núverandi réttindum
pREYR 05 2006
25