Freyr - 01.05.2006, Síða 6
STARFSEMI BÍ
Starfsemi tölvudeildar er í Bændahöll-
inni við Hagatorg, í Hafnarstræti á Akur-
eyri og í Kárdalstungu í A-Húnavatnssýslu.
Forritari frá tölvufyrirtæki Miracle ehf.
vann í verktakavinnu við forritun á Nauta-
vali o.fl. og einnig hefur verktaki unnið í
forritun á undanförnum árum í skýrslu-
haldskerfinu í nautgriparækt. Þá voru fjár-
bækur frá sauðfjárbændum skráðar í verk-
takavinnu af bændum í Vestur-Skaftafells-
sýslu og mestallt skýrsluhald í hrossarækt
er unnið af búnaðarsamböndunum í sam-
starfi við tölvudeildina.
Forstöðumaður tölvudeildar er
Jón Baldur Lorange.
FJÁRMÁL OG SKRIFSTOFA
Skrifstofan annast alla daglega fjármála-
umsýslu og rekstrarstjórn, bókhald sam-
takanna og starfsmannamál. Skrifstofan
hefur umsjón með fjárreiðum samtakanna
og gegnir því hlutverki að ávaxta og
geyma fjármuni þeirra með hámarksár-
angri. Skrifstofan annast greiðslur sam-
kvæmt búvörusamningum í samræmi við
fyrirmæli félagssviðs.
Starfsemi og stöðugildi innan sviðsins skipt-
ust í árslok 2005 sem hér segir:
• Fjárreiður, bókhald: 1,5 stöðugildi
• Ræsting, matstofa: 2,5 stöðugildi
• Símavarsla: 1,0 stöðugildi
• Skjalavarsla, ritari: 3,0 stöðugildi
• Sviðsstjórn: 1,0 stöðugildi
• Útseld vinna til tengdra samtaka: 0,5
stöðugildi
Forstöðumaður skrifstofusviðs er
Gylfi Þór Orrason.
REKSTUR
Tekjur Bændasamtaka íslands eru einkum af
þrennum toga:
• Hluti búnaðargjalds sem er veltutengt gjald
og er lagt á framleiðslutekjur bænda
• Framlög úr ríkissjóði til reksturs leiðbein-
inga- og fagþjónustu og kynbótastarfsemi
• Eigin tekjur af útgáfu, seldri þjónustu og
eignum
Árið 2005 námu heildartekjur Bændasam-
taka fslands 464,9 milljónum króna en rekstr-
argjöld voru 462 milljónir króna. Þar fyrir utan
er rekstur nautastöðvanna sem skilaði 39,3
milljóna króna tekjum en gjöldin voru 35,1
milljón króna.
Skýr aðskilnaður er í bókhaldi milli félags-
legrar starfsemi og leiðbeiningaþjónustu en
samandregnar niðurstöður úr ársreikningi eru
sýndar í meðfylgjandi yfirliti.
REKSTRARYFIRLIT
BÆNDASAMTAKA ÍSLANDS 2005
Sundurliðun tekna: Þús. kr.
Búnaðargjald 76.571
Framlag til ráðgjafarþjónustu 157.700
Framlag til skýrsluhalds 16.231
Þóknanir vegna umsýsluverkefna 12.888
Framlög sjóða 25.270
Tekjur af útgáfustarfsemi
og vörusölu 62.655
Seld þjónusta og endurgreiddur
kostnaður 47.879
Aðrar tekjur og framlög 14.016
Útleiga húsnæðis 13.827
Fjármunatekjur - fjármagnsgjöld 37.864
Tekjur alls: 464.901
Gjöld alls: 461.962
SKIPTING BÚNAÐARSAMBANDSSVÆÐA Á ÍSLANDI
Starfssvæði Leiðbeininga-
mir$ctr>rC/arinn:ar nhf ^
Starfssvæði leiðbeiningaþjónustu
Búnaðarsamtaka Vesturlands
Staðsetning starfsfólks
Bændasamtaka (slands
Starfssvæði
leiðbeiningaþjónustu
Búnaðarsamþands
Austurlands
Starfssvæði leiðbeiningaþjónustu
Búnaðarsamþands Suðurlands
Kortagrunnur frá Landmælingum íslands
6
FREYR 05 2006