Freyr - 01.05.2006, Side 16
BÚNAÐARÞING
Almennar umræður
Búnaðarþingsfulltrúa
Horft yfir þingfulltrúa á síðasta degi þingsins. Fremst sitja Ágúst Rúnarsson
og Sigríður Bragadóttir
1GUÐBJARTUR GUNNARSSON vakti at-
hygli þingfulltrúa á ársskýrslu Bjargráða-
sjóðs fyrir árið 2005 ásamt ársreikningum
sjóðsins og kynnti efni þeirra. Umfjöllun um
sjóðinn virðist hafa skilað sér í auknum um-
sóknum en hugsanlega þarf að endurskoða
reglur um útgreiðslur úr búnaðardeild
sjóðsins.
AÐALSTEINN JÓNSSON þakkaði setn-
ingarathöfn og þeim sem þar komu
fram. Hann ræddi störf þingforseta milli
þinga um endurskoðun á skipulagi og
starfsháttum Búnaðarþings. Þingforsetum
og skrifurum var falið af stjórn að skoða
þingsköp Búnaðarþings og starfshætti
þingsins. Hann rakti fundargerð nefndar-
innar frá 2. febrúar sl. þar sem bent er á
ýmis ákvæði sem þegar eru í þingsköpum
og fallin eru til að flýta störfum þingsins.
Nægar heimildir séu fyrir hendi fyrir stjórn
B( og nefndir þingsins til að draga úr vinnu-
álagi. Nefndin telur einnig að félagsmála-
nefnd Búnaðarþings þurfi að leita svara við
eftirfarandi spurningum:
1. Hvaða skilyrði þarf að vera fyrir hendi,
svo að þingið sé lokað og hver ákveður
það?
2. Kosningar. Hvaða skilyrði þurfa að vera
fyrir hendi svo að kjósa megi leynilegri
kosningu? Má það einungis við kjör
stjórnar?
3. Hvað þarf mikinn meirihluta til að breyta
þingsköpum?
Hann ræddi síðan lífeyrismál bænda.
Búið er að laga stöðu lífeyrissjóðsins mikið
með fjármunum sem fengust við sölu Lána-
sjóðs landbúnaðarins. Nýbúið er að birta yf-
irlýsingu landbúnaðarráðherra sem felur í
sér að 170 milljónir króna af andvirði eigna
sjóðsins renni til uppbyggingar reiðhalla.
Hann lagði áherslu á að stjórn BÍ fylgi vand-
lega eftir efndum á 1. grein laga um sölu
Lánasjóðsins.
Hann ræddi einnig söluferli hótela í eigu
Bændasamtakanna. Hann taldi engin rök
fyrir að B( stæði í áhætturekstri eins og hót-
elrekstur er. Hann kvaðst ekki sætta sig við
að til yrði sérstakur sjóður heldur yrði leitað
leiða til að færa eigin fé hótelanna til Lífeyr-
issjóðs bænda til að styrkja lífeyrisréttindi.
Þannig yrði leitað leiða til að rétta kjör
bænda. Einnig að leitað verði samstarfs við
samtök eldri borgara um að beita sér fyrir
að aukinn lífeyrir skerði ekki kjör hjá Trygg-
ingastofnun með þeim hætti sem nú er.
Aðalsteinn vék enn fremur að alþjóða-
samningum. Hann taldi þetta eina stærstu
aðför að matvælaframleiðendum i hinum
vestræna heimi. I fréttatilkynningu (Bænda-
blaðinu sl. haust kom t.d. fram lágt hlutfall
frumframleiðenda í útsöluverði búvara. Hér
verður að spyrna við fótum. Að lokum
ræddi hann hvernig auka má tekjur bænda.
Leita verður aukinnar arðsemi í gegnum
kynbætur og aukna afurðasemi. Einnig þarf
að leita leiða til að draga úr álögum á
bændur og landbúnaðinn. Hann lýsti von-
brigðum með auknar álögur á bændur með
nýjum raforkulögum og olíugjaldsbreyting-
unni. Þetta er hreinn og beinn landsbyggð-
arskattur.
3ARI TEITSSON rakti störf sín og for-
manns Bl í háskólaráði Landbúnaðarhá-
skóla íslands. Sameining stofnananna hefur
gengið eftir en sú sátt sem er að nást um
starfsstöðvar LBHÍ á Hvanneyri og Keldna-
holti gæti komið niður á öðrum starfsstöðv-
um á landsbyggðinni. Fjarkennslubúnaður
hefur verið efldur sem ætti að gefa nýja
möguleika í endurmenntun og fræðslustarfi
innan landbúnaðarins. Hann kvaðst velta
fyrir sér hvort ekki væri kominn tími til að
endurskoða fræðslustarf landbúnaðarins
með aukinni samvinnu LBHl, B( og búnaðar-
sambandanna. Þessir aðilar eiga að nýta
krafta hver annars í auknum mæli.
Hann ræddi síðan málefni Lánasjóðs
landbúnaðarins. Eiginfjárstaða sjóðsins
hefði verið metin upp á um 3,3 milljarða
króna fyrir u.þ.b. ári. Hann kvaðst ósáttur
við að sparisjóðirnir hefðu ekki fengið tæki-
færi til að bjóða í sjóðinn. Sjóðurinn hefði
síðan verið seldur á 2,9 milljarða króna og
um 2,6 milljarðar króna runnu í Lífeyrissjóð
bænda. Hann ræddi þann mun upp á mörg
hundruð milljónir sem þarna er augljóslega
á, með það í huga að þarna var verið selja
1. veðrétt í flestum bújörðum landsins.
Landsbanki (slands hefur enn fremur verið
að loka útibúum og draga úr þjónustu á
landsbyggðinni. Hann taldi það því ekki
byggðavænlega aðgerð hvernig til hefur
tekist.
Að lokum ræddi Ari málefni Lífeyrissjóðs
bænda. Bændasamtök fslands fá á jaessu ári
40-50 milljónir króna í vexti og arð af hótel-
unum. B( gæti ákveðið að láta eitthvað af
16
FREYR 05 2006