Freyr - 01.05.2006, Síða 5
STARFSEMI BÍ
RÁÐGJAFARSVIÐ
Ráðgjafarþjónusta Bændasamtaka Islands
á landsvísu mótast af ákvæðum búnaðar-
laga nr. 70/1998 og búnaðarlagasamningi.
Starfsáherslur og umfang skiptast á fag-
svið og búgreinar í árslok 2005 sem hér
segir:
• Atvinnuþróun og nýsköpun: 1,0 stöðu-
gildi
• Búfjárrækt; nautgriparækt, sauðfjár-
rækt, hrossarækt, svínarækt, alifugla-
rækt, loðdýrarækt og kynbótamat í bú-
fjárrækt: 5,25 stöðugildi
• Búrekstur og hagfræði: 2,0 stöðugildi
• Byggingar og bútækni: 0,6 stöðugildi
• Byggingaþjónusta: 0,9 stöðugildi
• Jarðrækt, vatnsmiðlun, neysluvatnsveit-
ur og hlunnindi: 2,5 stöðugildi
• Nautauppeldisstöð og nautastöð: 4,0
stöðugildi
• Sviðsstjóri: 1,0 stöðugildi
• Ylrækt og garðyrkja: 1,0 stöðugildi
Framleiðnisjóður fjármagnar að hluta ráð-
gjöf í nýsköpun og atvinnuþróun til sveita
í samræmi við ákvörðun stjórnar um aukna
áherslu á því sviði.
Landsráðunautar BÍ hafa yfirumsjón með
ráðgjafarstarfi hver á sínu sviði, leiða
stefnumótun, bera ábyrgð á ræktunar-
starfi í búfjárrækt og eru ráðunautum bún-
aðarsambandanna til aðstoðar og sam-
vinnu. f umfangsminni búgreinum, hvar
búnaðarsamböndin hafa ekki á að skipa
sérhæfðum ráðgjöfum, svo sem í garð-
yrkju, svínarækt, alifuglarækt og loðdýra-
rækt, sinna landsráðunautar Bændasam-
takanna einstaklingsráðgjöf.
Áhersluþættir í starfsemi sviðsins eru
m.a.:
• Atvinnuuppbygging, frumkvöðlastarf og
nýsköpun á bújörðum
• Rekstraráætlanagerð í landbúnaði -
„markmiðstengd búrekstrarráðgjöf"
• Afkomuvöktun í búrekstri og hagrann-
sóknir
• Bændabókhald og hagnýting rekstrar-
upplýsinga í búrekstri - dkBúbót
• Þróun hjálpartækja í ráðgjöf og búr-
ekstri, uppbygging gagnagrunna
skýrsluhalds í búfjárrækt og aukið að-
gengi að upplýsingum
• Námskeiðahald fyrir bændur
• Einstaklingsmerkingar búfjár
• Gæðastýring í sauðfjárrækt
Innan ráðgjafarsviðs starfar Byggingaþjón-
usta BÍ, sem vinnur að ráðgjöf um bygg-
ingar og hönnun landbúnaðarbygginga og
Nautastöðvar Bændasamtakanna í Þorleif-
skoti í Flóa og á Hvanneyri.
Forstöðumaður ráðgjafarsviðs er
Gunnar Guðmundsson.
ÚTGÁFU- OG KYNNINGARSVIÐ
Hlutverk sviðsins er að standa að og halda
utan um útgáfu- og kynningarstarfsemi á
vegum Bændasamtakanna. [ miðlum sviðs-
ins er að finna fréttir, skilaboð og leiðbein-
andi upplýsingar fyrir þá sem hafa áhuga á
landbúnaðar- og byggðamálum. Ber þar
helst að nefna Bændablaðið, sem flytur
fréttir úr landbúnaði og af landsbyggðinni,
en það er gefið út í rösklega 14 þúsund ein-
tökum. Á árinu 2005 kom út 21 tölublað af
Bændablaðinu. Freyr er faglegt búnaðarrit
sem gefið er út í 1.600 eintökum 8 sinnum
á ári. Var umbroti þess og innihaldi mikið
breytt í upphafi ársins í tilefni af 100 ára út-
gáfuafmæli þess. Af annarri útgáfu má
nefna Handbók bænda, Hagtölur landbún-
aðarins og ýmis sérrit um búrekstur og bú-
fjárrækt.
Útgáfu- og kynningarsvið hefur umsjón
með vefsíðu Bændasamtakanna, bondi.is.
Margvíslegt efni er að finna á vefsíðunni
sem nýtist jafnt bændum og öðrum. Stofn-
anaskrá landbúnaðarins er að finna á vefn-
um og Bændablaðið er þar birt í heild sinni,
sem og Hagtölur landbúnaðarins, bæði á ís-
lensku og ensku.
Það er einnig hlutverk sviðsins að annast
fræðslu og kynningarstarf út á við, m.a. fyr-
ir skólabörn. Ber þar hæst verkefnið „Dag-
ur með bónda" sem felst í þvf að starfandi
bóndi sækir nemendur í 7. bekk grunnskóla
heim. Alls fóru 7 bændur f um 85 heim-
sóknir á skólaárinu 2004-2005. Þá heldur
sviðið utan um sveitaheimsóknir barna í
leik- og grunnskólum og þeirra sem dvelja
að Skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði og
f Tómstundabúðunum á Laugum í Sælings-
dal.
[ árslok 2005 skiptust störfin innan sviðsins
með eftirfarandi hætti:
• Auglýsingar: 1,0 stöðugildi
• Freyr, Handbók bænda o.fl: 1,5 stöðu-
gildi
• Sviðsstjórn og Bændablaðið: 2,0 stöðu-
gildi
• Umsjón vefmála og skólaverkefna: 0,8
stöðugildi
Forstöðumaður útgáfu- og kynningarsviðs
er Áskell Þórisson.
TÖLVUDEILD
Starfið f tölvudeild skiptist í skýrsluhalds-
þjónustu, hugbúnaðarþróun og tölvuþjón-
ustu fyrir bændur, búnaðarsambönd,
landsráðunauta o.fl. Af skýrslum eru fyrir-
ferðarmestar kynbótaskýrslur í búfjárrækt
en einnig eru skráðar og gerðar upp forða-
gæsluskýrslur fyrir allt landið. Hestavega-
bréf eru einnig gefin út af tölvudeild fyrir
öll útflutt hross. Þá hefur tölvudeildin beitt
sér fyrir bættum nettengingum bænda í
samræmi við ályktanir Búnaðarþinga þar
um.
Á síðustu árum hefur verið lögð aukin
áhersla á þróun tölvuforrita og aðlögun er-
lendra forrita, ýmist til notkunar hjá bænd-
um eða héraðsráðunautum. Forritin eru á
sviði jarðræktar, búfjárræktar og búrekstrar
og þjóna þeim tilgangi að auðvelda bænd-
um ákvarðanatöku og yfirsýn yfir skýrslu-
hald, búrekstur og bæta árangur í ræktun
og rekstri.
Árið 2005 var unnið að áframhaldandi
þróun og rekstri á öllum netforritum
Bændasamtakanna sem eru nýr Fjárvís fyrir
sauðfjárbændur, Huppa (www.huppa.is)
fyrir kúabændur, MARK (www.bufe.is)
vegna einstaklingsmerkinga, WorldFengur
- upprunaættbók íslenska hestsins og
MótaFengur fyrir íþrótta- og gæðinga-
keppni hrossa. Á árinu kom út ný útgáfa af
mótakerfinu Kappa, fyrir hrossaræktendur.
Forrit sem tölvudeildin býður upp á, auk
þeirra sem þegar hafa verið talin upp, eru
AgroSoft fyrir svfnabændur, CFC fyrir loð-
dýrabændur, dkBúbót fyrir bókhald
bænda, Fjárvís fyrir sauðfjárbændur og
jarðræktarforritið NPK. Ennfremur eru innri
tölvukerfi fyrir forðagæslu, markaskrá,
nautgripa- og sauðfjárskýrsluhald á vegum
tölvudeildar Bf.
[ deildinni starfa 14 manns í 12,7 stöðu-
gildum. Þau skiptust í árslok 2005 með eft-
irfarandi hætti:
• Almenn tölvuþjónusta og rekstur: 1,0
stöðugildi
• Hugbúnaðarþróun og notendaþjónusta:
6,0 stöðugildi
• Skýrsluhaldsþjónusta: 3,7 stöðugildi
• Sviðsstjórn: 1,0 stöðugildi
• Útgáfa hestavegabréfa: 1,0 stöðugildi
FREYR 05 2006
5