Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.2006, Síða 15

Freyr - 01.05.2006, Síða 15
BÚNAÐARÞING SALA LÁNASJÓÐS LANDBÚNAÐARINS Sala á Lánasjóði landbúnaðarins verður að teljast með stórtækari breytingum í rekstr- arumhverfi landbúnaðarins. Þar lauk langri sögu sérstakrar lánastarfsemi atvinnugrein- arinnar. Einnig lauk þar merkilegum kafla í félagslegum samtakamætti til kjarajöfnun- ar innan bændastéttarinnar. Líkt og Búnað- arþing 2005 ræddi voru forsendur fyrir þessari starfsemi, vegna breytinga á fjár- magnsmarkaði, veikar. Niðurstaðan var að eftir útboð einkavæðingarnefndar var lána- safn sjóðsins selt Landsbanka (slands. Bændur hafa undanfarna mánuði upplifað breytt umhverfi í fjármálaþjónustu, líkt og vel flestir landsmenn. Það er ekki ofmælt er ég segi að fram eftir hausti höfðu margir bændur ekki undan að svara fyrirspurnum frá áhugasömum útibússtjórum. Vafalaust hafa margir mér eldri menn og konur bros- að út í annað þegar bankastjórar voru farn- ir að panta tíma hjá bændum en ekki öf- ugt. Niðurstaðan er á margan hátt bænd- um afar jákvæð. ( mörgum tilfellum hefur fjármagnskostnaður lækkað frá því sem fyrir var og opnað ný tækifæri. Annað er að nú er komin frekari tenging landbúnaðar við viðskiptalífið sem bætir til muna skiln- ing á viðfangsefnum hans. Bændasamtök- in lýsa vilja sínum til að vinna að enn frek- ari tengslum og samstarfi við kaupendur Lánasjóðsins, Landsbanka íslands svo og aðrar lánastofnanir. ÖFLUGRI LÍFEYRISSJÓÐUR Með sölu Lánasjóðsins var staða Lífeyrisj- óðs bænda bætt. Lífeyrissjóður bænda á nú vel fyrir þeim skuldbindingum sem hann hefur tekist á hendur. Þá hefur ávöxt- un á eigin fé hans verið undanfarið með þeim hætti að hann hefur styrkst. Hefði þetta tvennt; innborgun af sölu Lánasjóðs- ins og bætt ávöxtun, ekki komið til hefði væntanlega þurft að skerða útgreiðslur úr sjóðnum. Hins ber þó að geta að lífeyris- greiðslur eru áfram mjög lágar vegna inn- greiðslu af lágum launum bænda. Mjög mikilvægt er að vel takist að nýta þá stöðu sem sjóðurinn er nú kominn í til frekari ár- angurs. Bændasamtökin óska eftirviðræð- um við stjórnvöld um framtíð sjóðsins um leið og þau þakka skilning á stöðu hans. FRAMTÍÐIN Áður er hér rakið að landbúnaður til fram- tíðar eða landbúnaður árið 2020 verði á grunni þekkingar og færni. Við verðum ekki magnframleiðsluland, við erum of smá til afreka á þeim sviðum, en við getum haft forskot á sviði þekkingar. Landbúnað- ur framtíðarinnar verður þekkingarat- vinnugrein. Þetta eru stór orð en þurfa að vera okkur ofarlega í huga. Til þess að nýta tækifæri framtíðarinnar þarf að hlúa vel að menntun og þekkingaröflun innan land- búnaðarins. Við verðum að sjá til þess að núverandi bændur - og bændur morgun- dagsins - hafi kost á að afla sér bestu mögulegu þekkingar sem til þarf til að reka sín bú. Það sama á við um það fólk sem starfar innan landbúnaðargeirans. STUÐNINGUR VIÐ RANNSÓKNIR Stjórn Bændasamtaka (slands hefur því ákveðið að efla stuðning við námsfólk. Samtökin hafa í hyggju að verja fjármun- um til nemendaverkefna, hvort sem er á sviði meistara- eða doktorsnáms. Þar horfa Bændasamtökin til háskóla hér á landi og erlendis. Einnig vilja samtökin með beinum hætti kosta starf við rannsóknir og kennslu í kynbótafræði við Landbúnaðarháskóla ís- lands. Áfram stendur vilji okkar til að leggja fram margvíslega þekkingu, gagna- grunna og aðstöðu handa rannsóknarfólki og nemendum. Með aukinni áherslu á þessi atriði verður landbúnaðurinn sam- keppnishæfari við aðrar atvinnugreinar þegar kemur að því að laða að hæfasta fólkið. SAMKEPPNISHÆFNI Með umbótum í efnahagsmálum hefur (s- lendingum tekist að gera búsetu hér á landi samkeppnishæfa við útlönd, verkefni næstu ára er að gera landsbyggðina - sveitirnar - samkeppnishæfar til búsetu við höfuðborgarsvæðið. Landbúnaðurinn er tilbúinn að gegna þar stóru hlutverki. Hann er hreyfiafl til nýrra sókna í sveitum. Við trúum á framtíð hans. Landbúnaður framtíðarinnar verður þekkingaratvinnugrein Stjórn Bændasamtaka íslands hefur ákveðið að efla stuðning við rannsóknir og nemendaverkefni FREYR 05 2006 15

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.