Freyr - 01.05.2006, Side 24
BÚNAÐARÞING
Ályktanir
Búnaðarþings 2006
Hér á eftir fylgja ályktanir Búnaðarþings, raðað eftir nefndum.
Búnaðarþing 2006 vísar til samþykktar um nýliðun og ættliðaskipti í bændastétt frá árinu
2002. Upplýsinga hefur verið aflað en úrvinnslu er ekki lokið. Búnaðarþing 2006 hvetur
stjórn BÍ til að gera úttekt á því hvaða leiðir eru færar til að auðvelda ættliðaskipti á
bújörðum. Ljósm. Jón Eiríksson
ALLSHERJARNEFND
Byggðamál (tvær ályktanir)
Búnaðarþing 2006 gefur eftirfarandi um-
sögn um stefnumarkandi byggðaáætlun
fyrir árin 2006-2009.
Búnaðarþing 2006 velkist ekki í vafa
um það að nái þau atriði fram að ganga
sem áhersla er lögð á í áætluninni muni
áhrif hennar verða jákvæð fyrir byggð og
atvinnuástand á landsbyggðinni. Áhersla
er hins vegar lögð á það að markmiðin
nást ekki nema nægu fjármagni sé veitt í
það að fylgja málinu eftir.
Jafnframt bendir þingið á ályktanir um
byggðamál sem samþykktar hafa verið á
Búnaðarþingi undanfarin ár.
Samþykkt með þorra atkvæða gegn einu.
Búnaðarþing 2006 vísar til samþykktar
um nýliðun og ættliðaskipti i bændastétt
frá árinu 2002. Upplýsinga hefur verið
aflað en úrvinnslu er ekki lokið.
Búnaðarþing 2006 hvetur stjórn BÍ til
að gera úttekt á því hvaða leiðir eru fær-
ar til að auðvelda ættliðaskipti á bújörð-
um.
Samþykkt með þorra atkvæða gegn einu.
Tvöföld búseta
Búnaðarþing 2006 beinir því til stjórnar
Bændasamtaka (slands að kanna í sam-
ráði við Samband íslenskra sveitarfélaga
og Félagsmálaráðuneytið hvort hægt sé
að þróa form „tvöfaldrar búsetu".
Greinargerð:
Vaxandi hópur fólks hefur nú tækifæri til
að stunda vinnu sína án þess að vera
bundið vinnustað. Einnig mun sá hópur
stækka sem hefur möguleika og vilja til
að búa bæði í dreifbýli og þéttbýli um
lengri eða skemmri tíma.
Samþykkt samhljóða.
Jarðalög
Búnaðarþing 2006 beinir því til stjórnar
Bændasamtaka íslands að láta kanna og
greina þróun á eignarhaldi á bújörðum og
meta áhrif hennar á búsetu og byggða-
þróun. Jafnframt telur Búnaðarþing
ástæðu tii að meta samspil jarða- og
skipulagslaga og taka saman og skerpa á
þeim skyldum sem fylgja eignarhaldi á
jörðum samkvæmt gildandi lögum.
Greinargerð:
Reiknað er með því að fá utanaðkomandi
aðila, t.d. nemanda/nemendur við Við-
skiptaháskólann á Bifröst eða sambærilega
stofnun, til þess að gera þessa úttekt. Stefnt
er að því að afla upplýsinga sem nauðsyn-
legar eru til þess að upplýst umræða geti
farið fram um málefnið.
Samþykkt samhljóða.
Skotveiðihlunnindi
Búnaðarþing 2006 beinir því til stjórnar BÍ
að áfram verði markvisst unnið að stofnun
svæðisbundinna samtaka um nýtingu skot-
veiðihlunninda á lögbýlum. Nauðsynlegt er
að byggja slíkt uppbyggingarstarf á svipuð-
um grunni og gert hefurverið hjá Búnaðar-
samtökum Vesturlands, með því að tryggja
aðgang að starfsmanni í verkefnið. Æskilegt
markmið er að samtök um nýtingu skot-
veiðihlunninda verði stofnuð í öllum lands-
hlutum fyrir árslok 2007. Jafnframt verði
unnið að stofnun landssamtaka slikra
hlunnindafélaga ef ástæða þykir til.
Greinargerð:
Á síðari árum hefur ásókn í skotveiði auk-
ist. Bændur og aðrir landeigendur hafa
greinilega orðið varir við vaxandi áhuga al-
mennings. Aukin og almenn ásókn i skot-
veiði felur i sér ótvíræð sóknarfæri og
möguleika til verðmætasköpunar í dreifð-
um byggðum landsins. Samkvæmt gildandi
lögum er öll veiði innan landamerkja lög-
býla óheimil nema með leyfi iandeigenda
eða ábúenda. Skipulag og samstaða um
hóflega nýtingu skotveiðihlunninda er
besta leiðin til þess að gefa hámarks arð og
um leið auðveldar slíkt skipulag aðgengi
sportveiðimanna.
Á Búnaðarþingi 2003, 2004 og 2005 var
ályktað um nýtingu skotveiðihlunninda.
Frumkvæði að slíku kom frá Búnaðarsam-
tökum Vesturlands og síðar frá öðrum. BV
hrintu af stað sérstöku átaksverkefni haust-
ið 2005 og réðu starfsmann, ttmabundið (
hlutastarf, til þess að auka hagrænt gildi
skotveiða og til þess að standa fyrir stofn-
un hlunnindafélaga meðal landeigenda og
ábúenda. Verkefnið er tímabundið og er
styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins og
Bændasamtökum íslands.
Æskilegt er að sá starfsmaður BV sem
sinnt hefur þessu brautryðjendastarfi verði
tiltækur til áframhaldandi vinnu á næst-
unni, en til þess að slíkt gangi eftir þarf að
tryggja fé til verksins.
Samþykkt samhljóða.
24
FREYR 05 2006