Freyr - 01.05.2006, Qupperneq 13
BÚNAÐARÞING
Þjónustulandbúnaður, í hvaða mynd sem hann er, fer sífellt vaxandi. Ljósm. Jón Eiríksson
leiðslufjötra aftra sér. Mjólkurframleiðslan,
eina framleiðslustýrða búgreinin, verður nú
að svara kalli markaðarins um aukna fram-
leiðslu. Þetta skal undirstrikað hér, því of oft
er því haldið fram að ósekju að landbúnað-
ur sitji í fjötrum miðstýringar. En núverandi
stöðu þarf að umgangast af gætni, það
sanna dæmin.
MATVÆLAVERÐ
Af því ég nefndi þjóðfélagsumræðu um
landbúnaðarmál er rétt að nefna umræðu
um matvælaverð er fer fram í þjóðfélaginu.
Matarverðsumræðan, sem upp kom í kjöl-
far skýrslu Samkeppniseftirlitsins, kenndi
okkur að þeir sem helst áttu að fjalla um
málin af hlutleysi féllu á prófinu. Hvernig
má það vera meginniðurstaða virtra fræði-
manna og fjölmiðla að íslenskar búvörur
þrýsti verðlagi á matvörum upp á við þegar
þær í raun draga meðaltalsverð innkaupa-
körfunnar niður? Þetta mátti þó skilja á um-
ræðunni - Islenskar landbúnaðarvörur voru
gerðar að sökudólgi. Ekki er ætlunin að elt-
ast frekar við þessar umræður hér en nefnt
að almennur íslenskur launamaður ver um
14% af sínum ráðstöfunartekjum til kaupa
á mat- og drykkjarvörum, innlendum og
innfluttum. Portúgalskir launamenn þurfa
hins vegar að eyða rúmlega 19% af sfnum
tekjum til kaupa á þessum nauðsynjavör-
um. Vissulega er verðlagið þar lægra en ég
er viss um að við vildum ekki skipta við þá á
lífskjörum.
Það er einmitt við þær kringumstæður
sem nú eru í íslenskum landbúnaði, þegar
vel gengur, að við eigum að sækja fram á
nýjum sviðum. Sameinast um að landbún-
aður framtíðarinnar byggist á - sem fyrr -
hugviti, staðbundnum aðstæðum, náttúru
og sérstöðu. Staðar- og svæðistengdar af-
urðir. Verndun umhverfis. Búfjárvernd. Upp-
lifun. Þetta er kannski hægt að flokka sem
þekkingarbúskap? En aðeins nánar, hvenær
kemur sú tíð að við fáum slitið í sundur um-
ræðu um gæði matvöru og verð. Sannar
ekki gríðarlegur áhugi á mat, sem hluta af
menningu, að slíkt á ekki endilega saman?
Ég nefni glæsileg dæmi eins og velheppn-
aða matarhátíð Food and Fun þar sem
20.000 manns pöntuðu sér borð á veitinga-
stöðum til að njóta þess besta í matargerð-
arlist, úr íslenskum landbúnaðarafurðum.
FJÖLBREYTT VIÐFANGSEFNI
Ef við í huganum rennum yfir sveitir þær þar
sem hvert og eitt okkar þekkir til, kemur í
huga allur sá fjölbreytileiki sem einkennir
viðfangsefni bænda. Þannig er einmitt
landbúnaður, atvinnugrein fjölbreytileikans.
Með þetta í huga var rætt á bændafundum
Bændasamtakanna í haust, hvort landbún-
aður væri ekki í raun miklu stærri en hann
er viðurkenndur f dag? Er fjöldi bænda ekki
miklu meiri en okkur er tamt að ræða? í
beinu framhaldi kemur upp sú spurning
hvort það félagslega umhverfi sem við höf-
um búið okkur til sé nægjanlega sveigjan-
legt til að mæta hagsmunum alls þessa
fólks. Á bændafundum haustsins var rætt
hvernig við mættum laga okkur að því að
verða samtök íbúa dreifðra byggða. Að vera
samtök þeirra sem hafa fasta búsetu í sveit-
um og byggja afkomu sína á framleiðslu og
þjónustu á þeim tækifærum sem jarðir
þeirra gefa. Ég tel tímabært að bændur
horfi gagnrýnum augum á félagskerfi sitt
og velti fyrir sér hvaða tilgangi hin ýmsu fé-
lög þjóni. Við erum afskaplega félagsglöð
þjóð. Við stofnum félög um hin aðskildustu
mál og viðfangsefni. Vonandi gerum við
það áfram. En við verðum að passa að
ganga í takt þar sem hagsmunir okkar fara
sannarlega saman.
STERKARI RÖDD BÆNDA
Nauðsynlegt er að efla bændur til sameigin-
legra átaka. Ég nefni hér dæmi: ( vor fara
fram kosningar til sveitarstjórna í landinu.
Mjög víða hefur sameining sveitarfélaga
gengið fram, og er það vel. Fráhvarf frá
gömlum, fámennum hreppssveitarfélögum
með bændur sem helstu stjórnendur, til
stærri sveitarfélaga hefur skapað ný við-
fangsefni. Eðlilega eru hagsmunir landeig-
anda og landnotenda ekki jafn ofarlega í
huga þeirra sem koma úr annarri átt. Hlut-
fall starfandi bænda í sameinuðum sveitar-
félögum er vfða með þeim hætti að mögu-
leikar þeirra á að hafa stefnumótandi áhrif
eru minni en áður. Öflugur félagsskapur
bænda, landnotenda og eiganda lands,
þarf að hafa áhrif. Hvatt er til þess hér að
við undirbúning sveitarstjórnarkosninga í
vor fari bændur sem víðast fram, sækist eft-
ir áhrifum og móti umræðu í sinni heima-
byggð. Þannig getum við best gætt okkar
hagsmuna. Þá má nefna í framhaldi af hug-
leiðingum um félagsskap bænda og virkni
hans að Bændasamtökin og búnaðarsam-
böndin standa nú fyrir félagsmálanámskeið-
um í samstarfi við UMFÍ. Markmiðið með
þeim er að gera okkar til að efla fólk til þátt-
töku í félagsmálum.
BYGGÐASTEFNA
Þó hér sé rætt um fjölþættari landbúnað og
möguleika hans skal minnt á að víða í sveit-
um landsins stendur byggð og búskapur á
fallandi fæti. Ekki eru allir sem hafa fundið
sín tækifæri til atvinnusköpunar. ( þings-
ályktunartillögu Alþingis, byggðaáætlun
2007-2009, er fjallað um hvaða almennum
aðgerðum stjórnvöld hyggjast beita til að
standa vörð um og efla dreifbýlið. Þar er
höfuðáhersla lögð á eflingu samgangna og
fjarskipta. Undir það tökum við bændur af
heilum hug. En athygli skal vakin á því hér
að sums staðar verður að beita markvissari
aðgerðum en annars staðar. Með einföldum
aðgerðum til styrktar sveitarfélögum mætti
lyfta grettistaki til stuðnings byggðum.
I setningarræðu Búnaðarþings í fyrra
gerði ég að umtalsefni fámenna sveita-
skóla. Það er því miður staðreynd að sveit-
arfélög hafa neyðst til að loka skólum og
sameina öðrum í nafni hagræðingar. Þetta
er umdeild þróun en gott dæmi um þann
slaka sem viðgengst í þjónustu við fólk í
dreifbýli. Hjá þessu er ekki hægt að líta þeg-
ar rætt er um útfærslu á byggðastefnu.
Þrátt fyrir að sveitarfélögum sé veitt tak-
FREYR 05 2006
13