Freyr - 01.05.2006, Síða 33
TÓNNINN
Þó að framtíð sé falin...
Daði Már Kristófersson
Það er erfitt að spá - sérstaklega
um framtíðina. En því miður er
nauðsynlegt að spá enda byggja
margar áætlanir okkar í dag á for-
sendum um aðstæður í framtíðinni.
Jafnan byggja spár á þeirri forsendu
að hin óþekkta framtíð verði eðli-
legt framhald af fortíð og nútíð.
Samkvæmt þessari heimspeki ætti
ökumaður að geta giskað á veginn
fram undan með því að einblína í
baksýnisspegilinn. Slys hljótast
óhjákvæmilega með slíku aksturs-
lagi. En hvað er þá til ráða? Hvernig
drögum við úr áhættunni vegna
rangra spádóma? Við gerum varúð-
arráðstafanir. Við reynum að draga
úr líkunum á verulegu tapi í fram-
tíðinni vegna rangra spádóma. Við
kaupum okkur tryggingar og spenn-
um beltin. Við dreifum áhættunni.
Og við rannsökum málið.
Ljósm. Jón Eiríksson
Óhætt er að fullyrða að framtíð landbúnað-
ar á íslandi á mikið undir hagræðingu. Vel-
vilji stjórnvalda og neytenda mun fljótt
þverra ef munurinn á matvælaverði hér á
landi og í nágrannalöndunum eykst.
Hækkanir á afurðaverði eru því ólíklegar í
fyrirsjáanlegri framtíð. Bændum er nauð-
ugur einn kostur að hagræða og ná niður
kostnaði ef tekjur þeirra eiga að aukast til
jafns við tekjur almennt. Kynbætur eru sí-
gilt dæmi um aðferð til hagræðingar í land-
búnaði. Með kynbótum breytum við plönt-
um og dýrum þannig að framleiðni þeirra
aukist og kostnaður framleiðslunnar lækki.
Kynbætur eru svo öflugt tæki til hagræð-
ingar að varla finnast nokkur dæmi um
landbúnaðarframleiðslu í hinum vestræna
heimi þar sem kynbótum er ekki beitt. Þrátt
fyrir að tæknin leggi mikilvægt lóð á vogar-
skálar hagræðingarinnar hefur vægi kyn-
bóta síst farið minnkandi.
Ekki stefna allar kynbætur að sama
marki. Breytilegar framleiðsluaðstæður og
ólík trú á framtíðina hefur gert það að
verkum að kynbótamarkmið eru breytileg
milli landa og kynja innan sömu tegundar.
Sem dæmi hafa sumir sóst eftir nautgrip
sem framleiðir kjöt á hagkvæman hátt,
aðrir hafa einblínt á mjólkurframleiðslu og
enn aðrir reynt að sameina hvort tveggja.
Jafnframt hefur verið verulegur breytileiki í
áherslum fyrir mismunandi mjólkurkúakyn.
Sumir leggja áherslu á nyt eingöngu, aðrir
á byggingu og enn aðrir á hreysti og heilsu-
far. Hvernig fer þá ef menn veðja á rangan
hest og leggja ekki áherslu á réttu eigin-
leikana? Eru þeim þá allar bjargir bannað-
ar? Eru þeir búnir að missa af lestinni? Nei,
alls ekki. Fjölbreytni kynbótamarkmiðanna
gerir mönnum kleift að sækja erfðaefni f
önnur kyn, þar sem kynbætt hefur verið
fyrir þeim eiginleika sem sóst er eftir. Þann-
ig er hægt að ná gríðarlegum árangri á
mjög skömmum tíma. Nútímatækni ( kyn-
bótum gerir það jafnframt að verkum að
flutningur á erfðaefni er mögulegur án
hættu á að óæskilegir hlutir, s.s. smitsjúk-
dómar, fylgi með. Nýjasta tækni í sam-
eindaerfðafræði gerir það einnig mögulegt
að velja ákveðna erfðavísa sem teljast eftir-
sóknarverðir. Þróun nautgriparæktar í
heiminum á síðustu árum sýnir að augu
manna eru að opnast fyrir þeim gríðarlegu
möguleikum sem slík innþlöndun getur
haft í för með sér.
Eðlilega vaknar því spurningin hvort is-
lenskir bændur eigi að fylgja í fótspor koll-
ega sinna hvað þetta varðar. Vitað er að
verulegur áhugi er meðal kúabænda að
skoða þennan möguleika. Nærtækt dæmi
er ályktun þessa efnis frá nýloknum aðal-
fundi Landssambands kúabænda. Jafn-
framt hefur komið fram andstaða við slfkan
innflutning, bæði meðal bænda og hjá
neytendum. Hvernig er hagsmunum kúa-
bænda best borgið? Til þess að svara því
þurfum við að spá. Spé hve mikilli hagræð-
ingu má ná með innblöndun erfðaefnis í
kúastofninn. Spá um þróun á mjólkurmark-
aði. Spá um hvort viðhorf neytenda stenst
nánari skoðun, þ.e. hvort neytandinn velur
„rétt" þegar hann stendur, blankur rétt fyr-
ir mánaðamót, fyrir framan mjólkurkælinn
og á að velja á milli ódýrari innfluttu mjólk-
urvörunnar og þeirrar dýrari íslensku. Það
sem okkur vantar til að svara þessum
spurningum eru upplýsingar; upplýsingar
um eiginleika blendingsgripa og hreinrækt-
aðra gripa, um kostnað við framleiðslu
með þeim, um eiginleika mjólkurinnar úr
þeim og um mat neytenda á vörunni. Við
þurfum rannsóknir! Ekki ágiskanir byggðar
á völdum forsendum heldur raunverulegar
rannsóknir þar sem gripirnir eru notaðir og
prófaðir við íslenskar aðstæður.
Að hafna alfarið innflutningi sem raun-
hæfum möguleika er að veðja alfarið á vel-
vild neytenda, sem er afar fallvölt. Að ráð-
ast í innflutning án rannsókna lýsir vanvirð-
ingu við markaðinn sem kúabændur hafa
lítil efni á. Upplýsingar eru lykillinn að upp-
lýstri ákvörðun. Upplýst ákvörðun er öllum
til góða.
FREYR 05 2006
33