Freyr

Årgang

Freyr - 01.06.2006, Side 3

Freyr - 01.06.2006, Side 3
I EFNISYFIRLIT ■ VIÐ MUNUM ALLA TÍÐ BÚA VIÐ ÞESSA STÓRKOSTLEGU NÁTTÚRU - Seinni hluti viðtals sem Matthías Eggertsson tók við Svein Runólfsson landgræðslustjóra. 19-21 ■ AFURÐAHÆSTU KÝRNAR í NAUTGRIPARÆKTAR- FÉLÖGUNUM ÁRIÐ 2005 OG EFSTU KÝRNAR í KYNBÓTAMATI - Jón Viðar Jónmundsson tók saman niðurstöður úr skýrsluhaldinu. 14-15 ■ HEILRÆÐI ( BYRJUN HEYSKAPAR - Bjarni Guðmundsson prófessor við Landbúnaðar- háskóla Islands veitir nokkur heilræði. 24-26 ■ FRÁ KENNSLU- OG RANNSÓKNAFJÁRBÚINU Á HESTI 2004-2005 - Niðurstöður síðasta árs teknar saman af starfsfólki kennslu- og rannsóknafjár- búsins. Við munum alla tíð búa við þessa stórkostlegu náttúru - viðtal við Svein Runólfsson landgræðslustjóra, seinni hluti - eftir Matthías Eggertsson B(.....................................4 Sauðfjárrækt - upplýsingar um ræktunarstarf, sölu, verðlag og afkomu greinarinnar - samantekt unnin af starfsfólki Félagssviðs B(.8 Endurmat á dætrum nautsfeðranna sem fæddir voru árið 1997 - eftir Jón Viðar Jónmundsson BÍ..................................10 Nýju útihúsin - nýtt fjós í Hrunamannahreppi......................12 Heilræði í byrjun heyskapar — eftir Bjarna Guðmundsson prófessor við Landbúnaðarháskóla Islands.14 Kvótakerfið frá sjónarhóli hagfræðinnar - eftir Daða Má Kristófersson BÍ.................................16 Afurðahæstu kýrnar í nautgriparæktarfélögunum árið 2005 og efstu kýrnar í kynbótamati -eftir Jón Viðar Jónmundsson B(....19 Dagur með bónda - Freyr tekur þátttakendur í verkefninu og stjórnanda þess tali..22 Frá kennslu- og rannsóknafjárbúinu á Hesti 2004-2005 - eftir Eyjólf Kristin Örnólfsson, Sigvalda Jónsson og Sigurð Þór Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla íslands...............24 Hestamiðstöð (slands - alþjóðleg miðstöð þekkingar og fræðslu - Freyr tók Örnu Björgu Bjarnadóttur nýráðinn forstöðumann Sögusetursins tali...............................................27 Sjö snefilefni í íslensku heyi - eftir Tryggva Eiríksson, Landbúnaðar- háskóla Islands, Kristínu Björgu Guðmundsdóttur, Rannsóknadeild yfirdýralæknis í dýrasjúkdómum, Sigurð Sigurðarson, Landbúnaðarstofnun, Þorkel Jóhannesson og Jakob Kristinsson, Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði...........................................28 Nautgripasæðingar 2005 - eftir Sveinbjörn Eyjólfsson, framkvæmdastjóra Nautastöðvar Bændasamtaka (slands, Hvanneyri......32 Afkvæmarannsóknir á Hesti haustið 2005 - eftir Eyjólf Kristin Örnólfs- son, Emmu Eyþórsdóttur, Sigvalda Jónsson og Sigurð Þór Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla (slands.........................................34 Tala búfjár og jarðargróði 2005 - samantekt úr forðagæsluskýrslum fyrir árið 2005 unnin af starfsfólki B(............................36 Markaðurinn - verð á greiðslumarki og yfirlit yfir sölu ýmissa búvara og kjötmarkað......................................................38 FORMÁLI Um árabil hefur það tíðkast að birta niðurstöður rannsókna í Frey. Með breyttum Frey var ákveðið að leggja af hin svokölluðu búgreina- blöð en jafnan skyldi efnisvalið í hverju tölublaði vera fjölbreytt. Hug- myndin að baki Frey í nýjum búningi erskýr: Fjölbreytt blað sem er les- endum bæði til gagns og gamans. Að þessu sinni eru rannsóknarniðurstöður úr sauðfjárrækt fyrirferð- armiklar í blaðinu. Upplýsingum um ræktunarstarf, verðlag, sölu og afkomu sauðfjárræktarinnar á stðasta ári eru gerð skil eins og gert var í Búnaðarritinu gamla. Þá eru birtar niðurstöður rannsókna frá kennslu- og rannsóknafjárbúinu á Hesti i Borgarfirði, bæði í heild sinni og sérstaklega hvað afkvæmarannsóknir snertir. Yfirlit yfir sæðinga- starfið í nautgriparæktinni á árinu 2005 er tekið saman ásamt því að birtur er listi yfir afurðahæstu kýrnar í nautgriparæktarfélögunum á liðnu ári í samantekt Jóns Viðars Jónmundssonar, landsráðunautar í búfjárrækt hjá Bændasamtökum íslands. Hann fjallar jafnframt um ræktunarstarfið í heild sinni. Bændur og búalið tekur nú til við heyskap af miklum þrótti og hef- ur Bjarni Guðmundsson prófessor við Landbúnaðarháskóla íslands því tekið saman heilræði í byrjun heyskapar. Þá er að finna í blaðinu at- hyglisverðar rannsóknarniðurstöður um snefilefni í íslensku heyi og tengsl þeirra við riðu. Hefur hluti niðurstaðna þessara rannsókna ekki birst áður. Seint verða allir sáttir við fyrirkomulag þess kvótakerfis sem við lýði er ( mjólkurframleiðslu. Daði Már Kristófersson hagfræðingur leitast við að skýra þá gagnrýni sem hagfræðingar hafa sett fram um kvóta- kerfi. Hann ræðir einnig afleiðingar galla kerfisins á mjólkurframleiðsl- una í grein í þessu tölublaði. Dagur með bónda kallast eitt af svokölluðum skólaverkefnum Bændasamtaka (slands og er því gerð skil í þessu tölublaði. Hugmynd- in að baki verkefninu er að gefa elstu nemendum á miðstigi grunn- skólans færi á að kynnast lífi og starfi bóndans með persónulegri við- kynningu. Það er án efa mikilvægt fyrir bændur og alla þá sem koma að landbúnaði að skilningur landans fyrir starfinu sé sem mestur og bestur. Verkefnið Dagur með bónda hefur tvímælalaust gert sitt til þess að viðhalda og skapa jákvæða vitneskju um líf og starf bóndans. Og ritstjóri tekur heilshugar undir orð eins viðmælandans „að verk- efnið auki víðsýni og skilning barna og unglinga á störfum til sveita". Hér er því á fljúgandi ferð verðugt verkefni sem ber að hlúa að. FREYR - Búnaðarblað-102. árgangur- nr. 3,2006 • Útgefandi: Bændasamtök Islands • Ritstjóri: Orri Páll Jóhannsson (ábm.) • Auglýsingar: Orri Páll Jóhannsson • Prófarkalestur: Oddbergur Eirlksson og Álfheiður Ingimarsdóttir • Umbrot: Prentsnið - Ingvi Magnússon • Útlitshönnun: Blær Guðmundsdóttir • Aðsetur: Bændahöllinni v. Hagatorg - Póstfang: Bændahöllinni v. Hagatorg, 107 Reykjavík • Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sími: 563-0300, bréfsími: 562-3058 • Netfang FREYS: freyr@bondi.ís • Netfang auglýsinga: freyr@bondi.is • Prentun: Isafoldarprentsmiðja, 2006 • Upplag: 1.600 eintök • Forslða: Svanur Steinarsson við æðardúntekju á Mýrum á hvítasunnu. Ljósm. Theresa Vilstrup Olesen. Freyr 06 2006 3

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.