Freyr

Volume

Freyr - 01.06.2006, Page 12

Freyr - 01.06.2006, Page 12
NÝJA ÚTIHÚSIÐ Nýtt legubásafjós í Hrunamannahreppi Réðust í nýbyggingu í stað viðbyggingar í ágúst síðastliðnum tóku ábúend- urnir í Bryðjuholti í Hrunamanna- hreppi, þau Samúel U. Eyjólfsson og Þórunn Andrésdóttir, í notkun nýtt legubásafjós. Húsið var rúmt ár í byggingu en hugmyndin um nýja fjósbyggingu var mun eldri. í fyrstu hugðust þau byggja við gamla fjósið sem byggt var árið 1960 og stækkað það 1977 en þegar til kom reyndist ný bygging betri kostur. Samúel og Þórunn búa í Bryðjuholti ásamt tveimur sonum sínum. Auk þeirra býr á jörðinni Helga Magnúsdóttir, móðir Samú- els, í sínu húsi. Þórunn og Samúel hófu bú- skap í Bryðjuholti með foreldrum Samúels árið 1987 en tóku alveg við kúabúskapnum árið 1998. RÁÐUNAUTAR INNAN HANDAR Um tíu árum áður en byggingin var tekin í notkun, í ágústmánuði slðastliðnum, fóru Þórunn og Samúel að huga að stækkun fjóssins sem fyrir var. Það kom þó fljótlega í Ijós að sá möguleiki var ekki vænsti kost- urinn og þau tóku ákvörðun um að reisa nýja byggingu, allt að 40 kúa fjós. Þau höfðu vaðið fyrir neðan sig og báðu ráðu- nauta sína á Búnaðarsambandi Suður- lands um að vera sér innan handar með hagkvæmni-útreikninga nýbyggingarinn- ar. Einnig kom verkefnið Fagfjós að undir- búningsvinnu við gerð fjóssins þar sem farið var ( gegnum þarfagreiningu og ýms- ar ráðleggingar veittar varðandi bygging- una. Unnsteinn Snorri Snorrason og Torfi Jóhannesson unnu þar góða vinnu. Eftir þessa undirbúningsvinnu hóf Lárus Péturs- son á Hvanneyri hönnun á grunnmynd en Helgi Kjartansson hjá Límtré-Vírneti ehf. sá um útlitsteikningar. Verkfræðingur fjóssins var Ágúst Þorgeirsson hjá Fjölsviði ehf. Byggingameistari var Guðmundur Magnússon é Flúðum og Fjallaraf sá um raflagnir. Fjósið er byggt fyrir 59 mjólkur- kýr í því eru legubásar fyrir 33 ungneyti auk tveggja hálmstía. EKKI PLÁSS Á BÆJARHÓLNUM Leitin að byggingarstæði tók langan tíma þar sem langt er niður á fast og ekki frekara pláss að hafa á hólnum. Úr varð að þau grófu Keenan-heilfóðurvagn frá írlandi til notkunar í nýja fjósinu. Ljósm. Samúel U. Eyjólfsson nokkrar „tilraunaholur" til þess að finna hentugasta byggingarstæðið. Staðsetning fjóssins réðst því mikið af legu klapparinnar sem undir er þó vissulega hafi það ekki gengið þrautarlaust að finna rétta staðinn. 12 FREYR 06 2006

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.