Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 28
28 sakamál Helgarblað 1. desember 2017 draumurinn varð martröð n Jessica gat ekki hugsað sér lífið án Bens n Ben gat ekki hugsað sér lífið með Jessicu B en og Jessica Edens voru gift og bjuggu í Greenville í Greenville-sýslu í Banda- ríkjunum og ekki ástæða til að orðlengja um þá staðreynd. Þau áttu tvö börn saman, Harper, 4 ára, og Hayden, 9 ára. Jessica átti þá ósk heitasta að halda fjölskyldunni saman, vera heimavinnandi húsmóðir og einbeita sér að upp- eldi barna þeirra hjóna. Sú ósk átti ekki eftir að rætast og afleiðingarnar urðu hræðilegar. Í apríl 2017 skildi leiðir er Ben skipti um klár í miðri á og leitaði í faðm Meredith Rahme. Jessica sat eftir með sárt ennið og börnin tvö. Í öngum sínum Jessica var í öngum sínum og hugsaði Ben þegjandi þörfina, sá skyldi sko finna til tevatnsins fyrir að kasta henni, hjónabandinu og börnunum fyrir róða og hreiðra um sig í dyngju Meredith. Af orðsendingu sem Jessica skrifaði Ben að morgni 13. júlí mátti ráða að því færi fjarri að hún væri að jafna sig: „Þetta er það erf- iðasta sem ég hef gert. En þú hefur brotið mig niður. Þú munt halda því áfram. Þú munt ekki fá að særa mig eða börnin mín framar.“ Hvort Ben var með böggum hildar vegna orðsendingarinn- ar fylgir ekki sögunni, en í ljósi niðurlags þessarar orðsendingar er slíkt ekki fráleitt: „Eftir daginn í dag mun það engu máli skipta, þá verður enginn sársauki.“ Jessica fær forræði Þann 11. júní sendi Ben frá sér eiðsvarna yfirlýsingu þess efnis að Jessica beitti börnunum gegn hon- um, honum hefði verið meinað að tala við dóttur sína og hann sæi sér því ekki annað fært en að krefjast forræðis yfir börnunum. Daginn eftir var úrskurðað, til bráðabirgða, í forræðisdeilunni og niðurstaðan var sú að börnin skyldu vera í umsjá móður sinnar en Ben veittur umgengnisréttur. Skóinn kreppti víða í Edens- ranni og varð það deginum ljósara 13. júlí í áframhaldandi orðsendingum milli Bens og Jessicu, því Jessicu lá ýmislegt fleira á hjarta. Áframhaldandi orðsendingar Í áframhaldandi skilaboðum þennan dag var Jessica ómyrk í máli. Korter yfir ellefu þennan morgun fékk Ben eftirfarandi orðsendingu: „Þú munt fá ná- kvæmlega það sem þú vilt. Enga konu. Engin börn.“ Jessica hélt áfram: „Það eina sem þú þurftir að gera var að slíta tengsl þín við Meredith. En nei. Þú tókst þá ákvörðun að eiga enga fjölskyldu og verður að lifa með þeirri ákvörðun.“ Af svari Bens í þetta sinn má ætla að honum hafi ekki litist á blikuna: „Hvað meinarðu „engin börn“? Ætlarðu að gera þeim mein? Eða taka þau og stinga af?“ Jessica angrar Meredith Ben hafði ástæðu til að vera áhyggjufullur enda reynt að fá nálg- unarbann á Jessicu sem var þegar þarna var komið sögu farin að venja komur sínar að heimili Meredith. Auk þess hafði eiginkonan for- smáða sett sig í samband við 35 ættingja og vini Meredith og farið um hana ófögrum orðum og lagt á það áherslu að hún væri í sam- bandi við kvæntan mann. Ben fékk ekki svar við síðustu spurningu sinni og ítrekaði hana: „Svaraðu spurningunni eða ég læt taka börnin af þér með valdi … ég meina það, Jessica.“ Svar Jessicu var, í ljósi þess sem á undan var gengið, uggvekjandi: „Lífið verður brátt betra.“ Án efa rann Ben kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann las svarið. Síðustu skilaboðin Rétt fyrir klukkan þrjú þennan eftirmiðdag spurði Jessica hvort Ben vildi hitta hana og svara nokkrum spurningum, en Ben hugnaðist slíkt ekki. Jessica skrif- aði þá: „Ég ætti ekki að reikna með neinu frá þér. Ég er búin að sætta mig við þá staðreynd að ég var þér aldrei nokkurs virði. Ég er bara orðin svo þreytt á þessum sársauka.“ Klukkan 16.41 þennan dag, 13. júlí, lauk þessum samskiptum Bens og Jessicu. Í skilaboðum sagði Jessica: „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur lengur … brátt heyrir stress þitt sögunni til. Engar áhyggj- ur. Verði þér að góðu. Njóttu lífsins Ben.“ Hörmuleg málalok Um tuttugu mínútum síðar steig Meredith Rahme út úr bifreið sinni bílastæðahúsi Main and Stone í miðbæ Greenville. Þar skaut Jessica Meredith í höfuðið með Glock 27-skammbyssu og lauk þar jarðvist hennar. Síðar notaði Jessica sömu byssu til að bana börnum sín- um tveimur, Harper og Hayden. Að lokum bar hún byssuna upp að eigin höfði og hleypti af. Lík þeirra þriggja fundust í jeppabif- reið Jessicu sem fannst við Green- ville-Pickens-þjóðbrautina með vélina enn í gangi. n „Þú munt fá nákvæmlega það sem þú vilt. Enga konu. Engin börn. Meredith Rahme Var send yfir móðuna miklu. Jessica Edens Var í öngum sínum í kjölfar skilnað- arins. Hayden og Harper Guldu ósætti foreldranna dýru verði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.