Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Blaðsíða 32
32 fólk - viðtal Helgarblað 1. desember 2017 Athafnamaðurinn Axel Axelsson fluttist aftur norður á Akureyri fyrir örfáum árum. Föstudaginn 1. desember, mun Axel opna útvarpsstöðina Útvarp Akureyri. Í einlægu viðtali við Indíönu Ásu Hreinsdóttur ræðir Axel um æskuna, áhrif fjarveru föður síns á sig sem föður, veikindi föður síns, hrifninguna á Bandaríkjunum, ástina og litla barnið sem heldur honum ungum. S um ár eru viðburðaríkari en önnur og þótt það sé aldrei nein lognmolla í kringum okkur þá hefur þetta ár toppað allt,“ segir Akur­ eyringurinn og athafnamaðurinn Axel Axelsson sem hefur stað­ ið í stórræðum síðustu mánuði. Axel, sem flutti aftur norður fyrir nokkrum árum og rekur stórt hótel í miðbæ Akureyrar, gekk í það heilaga á árinu, útskrifaði dóttur sína frá Menntaskólanum á Akureyri, varð sjálfur 25 ára stúdent og er nú að leggja loka­ hönd á opnun útvarpsstöðvar­ innar Útvarp Akureyri, að Gránu­ félagsgötu 4 við hlið Borgarbíós. Hann segir notalegt að vera í húsi beint á móti RÚV. „Það er fínt að geta horft út um gluggann á eitt­ hvað sem maður getur mögulega kallað samkeppnisaðilann,“ seg­ ir hann brosandi en eiginkona hans, Bergrún Ósk Ólafsdóttir, er að opna tískuvöruverslun í sama húsnæði. Greindist með flogaveiki Axel ólst upp á Brekkunni hjá móður sinni og eldri systur. „Mamma var kennari og ég fékk alveg að finna fyrir því að vera sonur kennarans, en mamma var hörkugóður kennari. Annars var ég hefðbundið akureyrskt barn sem lék sér úti frá morgni til kvölds,“ segir Axel sem greindist ungur með flogaveiki, þá tegund sem eldist af fólki, og þurfti að eiga við hana upp undir unglings­ aldur. „Til tólf ára aldurs þurfti ég að taka töflu til að halda köstun­ um niðri en með tímanum fór ég að þekkja inn á sjúkdóminn og stalst til þess að hætta að taka lyfin. Ég var farinn að læra inn á hvenær von var á kasti og gat þá farið afsíðis. Þetta snerist um svefn og næringu en sem betur fer eltist flogaveikin af mér.“ Póstkort frá pabba Hann segir að þar sem foreldrar hans hafi ekki verið saman hafi faðir hans lítið verið inni í myndinni. „Þetta voru allt aðrir tímar. Pabbahelgar þekktust ekki en við héldum samt sambandi. Hann var mest fyrir sunnan eða í Bandaríkjunum en sendi mér reglulega póstkort auk þess sem hann mætti stundum, óboðinn, og renndi þá í hlaðið á stórum amerískum kagga. Það var alltaf spennandi að heyra drunurnar í kagganum nálgast,“ segir hann en faðir hans lést rúmu ári eftir að Axel varð stúdent frá Menntaskól­ anum á Akureyri. Útvarpið ástríðan Axel er reyndur útvarpsmaður og starfaði meðal annars um tíma á FM957, Hljóðbylgjunni, Létt Bylgjunni, RÚV, Matthildi og Ís­ lensku stöðinni þar sem hann stjórnaði einnig sjónvarpsþætti. Síðasta áratuginn var hann hins vegar í fasteignabransanum en hefur nú snúið sér aftur að áhuga­ máli sínu og ástríðu, útvarpinu. „Við fluttum ekki norður árið 2014 með það að markmiði að opna útvarpsstöð. Planið var að halda áfram fasteignaviðskiptum en svo keyptum við Hótel Apotek Guest­ house sem ótrúlegur fjöldi túrista hefur sótt heim. Það hafði samt blundað lengi í mér að opna stöð og svo fór að ég sótti um útvarps­ leyfi 2015, sama ár og Bergrún varð ófrísk. Við vorum því í þeirri stöðu að vera í útvarps pælingum, á kafi í ferðaþjónustunni, sem er 24/7 bransi og með lítið barn. Forsjónin sagði mér að nú væri ekki rétti tíminn til að ráðast í þetta verkefni – að útvarpsstöð þyrfti lengri fæðingu. Nú er hins vegar komið að þessu og vænt­ anlega munum við setja hótelið í söluferli. Maður getur ekki verið alls staðar.“ Þrír tímar í bíl Þau Bergrún kynntust árið 2009 en tóku sér tíma til að stilla saman sína strengi. „Hún er níu árum yngri en ég. Við vorum bæði „Ég er kominn heim“ Indíana Ása Hreinsdóttir skrifar „Þetta var mjög erfitt tímabil fyrir okkur öll en hún var í dái svo vikum skipti og fór í endurhæfingu í nokkur ár Axel Axelsson „Þótt það sé aldrei nein lognmolla í kringum okkur þá hefur þetta ár toppað allt.“ mynd GuðrÚn Þórs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.