Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Qupperneq 68

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Qupperneq 68
KYNNINGARBLAÐ4 Betri pizzur EssENsIA, HvERfIsGötu 4–6 Veitingastaðurinn Essensia var opnaður fyrir rétt rúmu ári og er hugarfóstur Hákonar Más örvarssonar sem vildi opna ekta ítalskan veitingastað í fínni kantinum. fyrir utan hágæða matreiðslu hefur verið lögð mikil vinna í að hafa umhverfið sem fallegast og í ósviknum ítölskum anda: „við fengum til okkar ítalska arkitekta til að hanna staðinn og allar innréttingar og smíði – stólar, borð og barinn, öll ásýnd staðarins er flutt inn frá Ítalíu,“ segir Hákon. Það sama má segja um matseldina, þar á meðal pizzugerðina, þetta er allt ekta ítalskt: „við gerum pizzur í þessum Napolitana-stíl sem fer þannig fram að pizzan er aldrei mikið lengur en eina og hálfa til tvær mínútur í 320°C heitum eldofninum. Það fer hins vegar meiri tími í að undirbúa hana, fletja út deigið og setja ofan á hana. Pizzurnar eru lagaðar aðeins minni en gengur og gerist en hráefnið er það sem gerir gæfumuninn varðandi gæðin.“ vinsælasta pizzan á Essensia er humarpizzan og hefur hún slegið svo rækilega í gegn að hún er orðin eitt af helstu einkennismerkjum staðarins: „við notum ítalska san Marsano-tómata sem eru mikilvægt hráefni í þess- um Napolitana- pizzum. við gerum okkar eigin Ricotta-ost og notum einnig mascarpone sem grunn með tómötun- um, síðan, að sjálfsögðu, humarinn okkar góða. við þetta bætist síðan smá chili, hvítlauksolía og sjávarsalt,“ segir Hákon, en aðrar pizzur á matseðlinum eru líka vin- sælar og vandað er til verka við gerð þeirra í hvívetna, til dæmis við hina hefðbundnu Margarita-pizzu, og einnig óvenjulegri pizzur, eins og kartöflupizzu með pancetta- beikoni, rósmaríni og brieosti. Í rauninni er engin sérlöguð pizzasósa á pizzunum okkar heldur notum við san Marsa- no-tómatana beint og byggj- um þetta síðan á deiginu sem er alltaf lagað daglega á staðnum, en þó ekki bak- að fyrr en 1–2 dögum síðar; þetta meðal annars er það sem gerir pizzurnar bragð- góðar og einstakar.“ fyrir utan pizzurnar er matseðillinn á Essensia nokk- uð fjölbreyttur. Boðið er upp á afbragðsgóða pastarétti, steikur, fiskrétti og fleira. Og sem fyrr segir er umhverfið fallegt og þægilegt. „Þetta er í fínni kantinum, þú situr vel í gæðastólum og það eru tauservíettur á borð- um. Útsýnið er að Hörpu og nágrenni og fólk nýtur þess virkilega að slaka hér á yfir góðum mat,“ segir Hákon, en mjög stórir gluggar prýða staðinn og veita frábært útsýni. „Það er mjög vinsælt að koma hingað áður en farið er í leikhús eða Hörpu,“ segir Hákon og kemur ekki á óvart enda bara nokkur skref frá staðnum yfir í Þjóðleikhús- ið og örstuttur gangur að tónlistarhúsinu. staðurinn er vinsæll en að sögn Hákonar eru Íslendingar í meirihluta þó að erlendir ferðamenn sæki staðinn líka nokkuð vel. Essensia tekur 60 manns í sæti í einu. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni essensia.is. Ekta ítalskur andi og pizzur af betri gerðinni Humarpizzan fræga Myndir © Karl Petersson 2017Hákon Már örvarsson Helgarblað 1. desember 2017
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.