Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 71

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.2017, Síða 71
Betri pitsur 7Helgarblað 1. desember 2017 KYNNINGARBLAÐ Eldsmiðjan Jólapizzan vinsæla er komin aftur Um þetta leyti í fyrra bauð eldsmiðjan upp á jólapizzuna Babbo natale sem sló rækilega í gegn. Á þessari pizzu er afar skemmtileg samsetning af girnilegu áleggi: kalkúnn, beikonkurl, villisveppaostur, pekanhnetur, rifsberjahlaup og kremaður camembert- ostur. margir hafa beðið í ofvæni eftir því að fá þessa gómsætu pizzu aftur á mat- seðilinn og þeir sem hafa ekki smakkað hana eiga gott í vændum. eldsmiðjan er fyrirtæki sem hvert mannsbarn þekkir og hefur verið starfandi frá árinu 1986. einar Dagur Jónsson var um árabil einn þekktasti pizzusendill landsins en er núna veitingastjóri hjá eldsmiðjunni. einar Dagur segir að starfsreynsla eldri starfsmanna fyrirtækisins sé ómetanleg, sérstaklega þar sem eldbökun sú sem eldsmiðjan viðhefur krefst mikillar þekkingar og alúðar en um leið þarf að afkasta á hraða skyndibitastaðarins: „við búum til mjög margar pizzur á stuttum tíma og önnum mikilli eftirspurn í eldbökun. Það tekur tíma að læra að eldbaka pizzur í stórum, hlöðnum steinofnum þar sem okkar kyndingarefni er viður úr Hallormsstaðar- skógi – birki. Það tekur marga mánuði og jafnvel nokkur ár að fullkomna þessa þekkingu, þannig að þetta líti fallega út um leið og miklu er afka- stað á stutt- um tíma. Þetta krefst þess að reynsluboltar stýri stöðun- um og leiði okkar yngra og ágæta starfsfólk og sjái um þjálfun á nýju starfsfólki.“ eldsmiðjan leggur mikla áherslu á ferskt og vand- að hráefni. „til dæmis er pepperóníið okkar sérlagað fyrir okkur og þú finnur það hvergi annars staðar. við fáum fyrsta flokks deig og osturinn kemur frá mjólk- ursamsölunni. eldsmiðjan pantar afar ört inn hráefni sitt og situr því aldrei uppi með stóran lager. sífelldar pantanir valda því að við- skiptavinirnir eru alltaf að fá nýtt og ferskt hráefni í mat- inn sinn, sem veitingastjóri þarf ég að panta hráefni alla daga,“ segir einar. eldsmiðjan rekur í dag fimm staði; hjá n1 á Ár- túnshöfða, við Bragagötu, við laugaveg, við suður- landsbraut og að Dalvegi 4. allir staðirnir bjóða upp á að veitinga sé notið á staðnum, heimsendingu eða að matur- inn sé sóttur. nú er eldsmiðj- an komin með nýuppfært smáforrit sem einfaldar viðskiptavinum til muna að panta þegar heimsent er eða sótt. Bæjarréttur Mosfellinga er á Hvíta riddaranum Kryddbrauðið er bæjar-réttur mosfellinga. pizzabær byrjaði með hann fyrir löngu og svo fengum við uppskriftina þegar pizzabær hætti. Það er vissulega komið eitthvað sem heitir kryddbrauð á öðrum stöðum en ekkert jafnast á við þetta upprunalega kryddbrauð og ekkert líkist því,“ segir Hákon Örn Berg- mann, eigandi Hvíta riddar- ans, stærsta veitingastaðar í mosfellsbæ, sem einnig telst klárlega vera eitt af helstu táknum bæjarins. „kryddbrauðið er hægt að fá 12 tommu eða 16 tommu. innihaldið er pizzadeig, olía, kryddbomba og pizzasósa. Þeir sem eru lengra komnir fá sér eitthvað meira á þetta en margir fá sér kryddbrauðið sem heila máltíð en ekki bara sem meðlæti.“ pizzur skipa veglegan sess á matseðli Hvíta riddar- ans og áherslan er á gæði umfram allt: „við erum ekki skyndibitastaður heldur veitingastaður, þannig að pizzurnar hér eru steinbak- aðar en ekki færibanda- framleiðsla. Hráefnið er gott og ég eyddi mjög miklum tíma og peningum í að finna rétta hráefnið eftir að ég tók við staðnum í desember árið 2015. sem dæmi þá er pepperóní hjá okkur vönduð spægipylsa sem við kaupum frá stjörnugrís. Þetta bragð- ast allt öðruvísi en eitthvert venjulegt pepperóní úti í búð. að öðru leyti þá eru þetta gæði alla leið og við leggjum meira upp úr góðum pizzu- botni en að allt sé löðrandi í olíu. Þetta eru gæði alla leið,“ segir Hákon. Hvíti riddarinn tekur 120 manns í sæti og svona stór staður hefur margar hliðar. Hann er þó fyrst og fremst fjölskylduvænn veitinga- staður og um helgar eru oft ýmsar uppákomur fyrir fjöl- skylduna, til dæmis bingó. Í annan stað er Hvíti riddarinn góður pöbb og sportbar. enn fremur er oft lifandi tónlist í boði og á kvöldin um helgar breytist Hvíti riddarinn í vinsælan skemmtistað sem opinn er til kl. 3 á nóttunni. Sjá nánar á hvitiriddarinn.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.