Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 6

Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 6
6 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Rauði krossinn á Suðurnesjum fær stuðning Lionessu klúbbs Keflavíkur Rauði krossinn á Suðurnesjum fékk á dögunum styrk frá Lionessuklúbbi Keflavíkur upp á 250 þúsund krónur. Lionessur hafa undanfarin ár haft aðstöðu hjá Rauða krossinum á Suðurnesjum í aðdraganda jóla til að útbúa jólakransa sem seldir eru til fjáröflunar. Á myndinni eru þær Gunnþórunn Gunnarsdóttir og Elín Guðnadóttir frá Lionessum að afhenda Eyþóri Rúnari Þórarinssyni styrkinn. Fjármunirnir munu ekki stoppa lengi hjá Rauða krossinum því deildin af- henti í þessari viku stuðning sinn til Velferðarsjóðs Suðurnesja en Rauði krossinn á Suðurnesjum er einn af máttarstólpum velferðarsjóðsins. NFS SAFNAÐI 200 ÞÚSUND KRÓNUM FYRIR STÍGAMÓT Góðgerðanefnd Nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja afhenti Stíga- mótum tæplega tvö hundruð þúsund króna styrk á dögunum, en peningnum safnaði nefndin og aðrir nemendur skólans í svokallaðri „Góðgerðaviku“ sem haldin var fyrr á önninni. Nefndin seldi happdrættismiða og brjóstamöffins og nemendur skólans tóku einnig þátt í ýmis konar gjörn- ingum til að safna pening. Nemendur fóru meðal annars í aflitun, fengu sér nafn nemendafélagsins húðflúrað á sig og hoppuðu í sjóinn þegar ákveð- inni upphæð var náð. NFS leggur mikið upp úr því að halda fyrirlestra og að fræða nem- endur, en fyrr á önninni var einnig svokölluð „Kærleiksvika“ haldin þar sem Stígamót fræddu nemendur um kynferðislegt ofbeldi og Sigga Dögg og Blush.is fræddu ungmennin um kynlíf. Segir nefndin að Stígamót hafi orðið fyrir valinu í kjölfar þeirrar viku sem haldin var í skólanum, en Stígamót eru grasrótarsamtök sem berjast gegn kynferðisofbeldi og veita aðstoð fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi. Velferðarsjóður stofnaður í Vogum Nýverið tóku höndum saman Kven- félagið Fjóla, Lionsklúbburinn Keilir og Kálfatjarnarkirkja og stofnuðu líknarsjóð sem hlaut nafnið Velferðarsjóður Sveitar- félagsins Voga. Sjóðurinn auglýsti eftir umsóknum um jólastyrki, en umsækjendur þurfa að vera búsettir í sveitar- félaginu og hafa þar lögheimili. Umsóknir áttu að berast fyrir 10. desember 2017. RAUÐAKROSSBÚÐIN Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ Rauði krossinn á Suðurnesjum Það er opið miðviku- og fimmtudag frá 13 – 17 50% AFSLÁTTUR AF ÖLLU svo jólafrí til 10. janúar Gleðileg jól Ávinningur af Lions happdrætti skilar sér aftur til samfélagsins Árleg afhending styrkja frá Lions- klúbbi Njarðvíkur fór fram sunnu- daginn 3. desember sl. þegar Jóla- happdrættið í Nettó var kynnt. Jólahappdrættið er aðalfjáröflun klúbbsins en tekjur þess renna óskiptar til verkefna- og líknamála. Í afhendingunni nú í ár voru styrkir, að upphæð 2,2 milljón króna, afhentir. Meðal þeirra sem fengu styrki voru Brunavarnir Suðurnesja, Velferðar- sjóður Kirkjunnar, Ljósið, Tónlistar- skóli Reykjanesbæjar, Fjölsmiðjan, Már Gunnarsson tónlistar- og íþrótta- maður, ásamt fleirum. Sala happdrættismiðanna nú í ár hófst formlega á sunnudaginn og Lionsklúbburinn hvetur fólk til að taka vel á móti Lionsmönnum úr Njarðvíkunum. Það verða einnig miða til sölu í Nettó, en þar er aðal- vinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Ásamt bifreiðinni eru ellefu aðrir veglegir vinningar í ár. Mikið úrval fallegra jólagjafa snyrtivörur, húðvörur og aukahlutir Daria.is - Hafnargötu 29 DAGDVÖL ALDRAÐRA FAGNAR 25 ÁRA AFMÆLI Dagdvöl aldraðra í Reykjanesbæ fagnaði 25 ára afmæli nú á dögunum en boðið var til veislu á Nesvöllum í til- efni þess síðasta dag nóvembermánaðar. Inga Lóa Guðmundsdóttir, fyrrum for- stöðumaður Bjargarinnar, fór þar yfir söguna, velunnarar Dagdvalarinnar tóku til máls og Vox Felix kórinn söng við mikinn fögnuð. Eins og góðri af- mælisveislu sæmir var boðið upp á kræsingar. Í sögu Dagdvalar aldraðra í flutningi Ingu Lóu kom fram að félagsþjón- ustan í Keflavík hefði ákveðið að opna dagvist fyrir eldri borgara árið 1992 eftir könnun þar sem fram kom þörfin fyrir slíka þjónustu, en dagdvöl er stuðningsúrræði fyrir aldraða sem búa í heimahúsum. Dagdvölin var til húsa að Suður- götu 12–14 en þann 23. september 1992 komu fyrstu dvalargestirnir í dagdvölina. Þá hafði leyfi fengist frá heilbrigðis- og tryggingarmálaráðu- neytinu fyrir tíu einstaklinga á dag. Starfsemin er fjármögnuð með dag- gjöldum frá ríkinu en bærinn leggur til húsnæði og rekstur þess. Það var fljótlega ljóst að þetta væri úrræði sem hentaði öldruðum bæjar- búum vel og að húsnæðið væri ekki nógu stórt og því var reynt að fá fleiri leyfi frá ráðuneytinu. Árið 2008 var starfsseminni skipt upp í almenna dagdvöl og dagdvöl fyrir minnissjúka. Almenn dagdvöl fluttist í þjónustu- miðstöðina að Nesvöllum, Njarðar- völlum 4, í apríl 2008 og þar eru nú leyfi fyrir fimmtán einstaklinga. Dagdvöl fyrir minnissjúka flutti síðan í Selið, Vallarbraut 4, í maí 2008 og í dag eru leyfi fyrir ellefu minnissjúka einstaklinga. Forstöðumaður öldrunarþjónustu á Nesvöllum er María Rós Skúladóttir. SAMÞYKKTU STOFNFRAMLAG VEGNA NÁMSÍBÚÐA Samþykkt var 12% stofnframlag af áætluðum byggingarkostnaði vegna bygginga námsíbúða á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar þann 7. desember síðastliðinn. Samtals er upphæðin 136 millj- ónir sem mun greiðast á tveimur árum. Stofnframlagið skal endur- greiðast í samræmi við 5. mgr. 14. laga nr. 52/2016 um almennar íbúðir og reglur bæjarins um stofnframlög sem samþykktar voru á bæjarstjórnarfundi þann 15. nóvember sl. Greiðsla stofn- framlagsins verður í samræmi við 10. gr. sömu reglna.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.