Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Side 18

Víkurfréttir - 13.12.2017, Side 18
18 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. „Það er fátt sem kemur mér í meira jólaskap heldur en skautasvellið og þegar ég byrja að stússast í þessu á hverju ári fæ ég einmitt þessa tilhlökkunar tilfinningu fyrir jól- unum,“ segir Keflvíkingurinn Arnar Már Eyfells, en hann starfar sem verkefnastjóri í markaðsdeild Nova og sér um skautasvellið á Ingólfs- torgi í miðborginni sem hefur verið sett upp í desember síðastliðin tvö ár. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt, en á sama tíma krefjandi. Fyrstu fjóra dagana tókum við á móti fleiri en 1.500 manns og ég vona að þetta haldi áfram svoleiðis. Draumurinn væri að fá 20.000 manns á torgið í ár, en ég fagna öllum sama hversu margir enda á því að koma.“ Að sögn Arnars er ekkert sem kemur honum í betra skap heldur en kakó, vöfflur, jólaglögg og skautasvell í desember, en hugmyndin að svellinu kviknaði árið 2015 í kjölfar þess að markaðsdeildin vann með Reykja- víkurborg að uppsetningu á svoköll- uðu „HM torgi“. „Okkur fannst því tilvalið að athuga hvort við ættum ekki að reyna gera eitthvað þarna í desember mánuði og þá kom einhver snillingur með þá hugmynd að þruma upp skautasvelli, sem er ekkert sér- lega einföld framkvæmd, en það var ákveðið að kýla á þetta og í dag er þetta orðið töluvert stærri og flottari framkvæmd sem mun vonandi halda áfram á næstu árum.“ Opið verður á Novasvellinu á Ingólfs- torgi frá hádegi til 22 á kvöldin alla daga fram að jólum og milli jóla og nýárs. Það kostar 990 krónur að leigja skauta, en þeir sem eiga sjálfir skauta frá frítt á svellið. Arnar Már Eyfells er verkefnastjóri skautasvellsins á Ingólfstorgi Draumurinn væri að fá 20.000 manns á torgið í ár, en ég fagna öllum sama hversu margir enda á því að koma. Skautar inn í jólin í miðborginni Hafnargötu 40 - Sími 422 2200 ÞÚ FÆRÐ ALLT Í JÓLAPAKKANN Í OMN!S Hvort sem það eru tölvur, spjaldtölvur, tölvufylgihlutir, prentarar, Bluetooth hátalalar og heyrnatól, myndavélar eða sjónvörp þá er nokkuð víst að við erum með skemmtilegu jólagjöfina fyrir þig og þína! Svo erum við auðvitað með rekstrarvörurnar líka. ER UMBOÐSAÐILI SMITH & NORLAND Í REYKJANESBÆ REYKJANESBÆVörumerki/framleiðendur:HP - DELL - Lenovo - Canon - Sony - Samsung - Apple - Bose - Siemens - BOSCH - NOKIA

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.