Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 24

Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 24
24 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Jólalegt hjá listamönnum Svarta Pakkhússins „Hér er mikið af keramiki, skartgripum og alls konar heklað. Gæðin eru á toppnum,“ segir Kulli Kuur, einn af listamönnunum sem sýnir og selur verk sín í Svarta Pakkhúsinu á Hafnargötu í Keflavík. „Það er allt milli himins og jarðar hérna. Alltaf þegar ég mæti byrja ég á því að labba einn hring og skoða hvað verkin eru falleg og vel gerð,“ segir Kulli, en ásamt henni eru um það bil tuttugu aðrir listamenn með aðstöðu í Svarta Pakkhúsinu. Kulli selur hekluð sjöl en hún lýsir þeim þannig að menningarheimar síns lands, Eistlands, og Íslands mætist. Gerður Sigurðardóttir selur einn- ig sín listaverk í Svarta Pakkhúsinu en þau bera heitið „Ljós í tilveruna“. „Það voru margir sem höfðu sam- band eftir Ljósanótt sem vissu ekki að það væri opið alla daga hjá okkur. En það er brjálað að gera á Facebook. Hótelin hafa líka verið að benda ferða- mönnunum á okkur,“ segir Gerður, en útlendingar versla mest í Svarta Pakkhúsinu. Gustav Helgi Haralds- son býr með fjölskyldu sinni í Njarðvík en hann starfar sem netsér- fræðingur hjá Sensa í Reykjavík. Gustav ber út jólakortin á aðfanga- dag og mun byrja að versla jólagjafirnar þegar hann kemst í jólaskapið. Hvar ætlar þú að verja að- fangadegi? „Heima með fjöl- skyldunni.“ Ert þú byrjaður að kaupa jóla- gjafir? „Nei, ég byrja þegar ég kemst í jólaskapið.“ Ert þú með einhverjar hefðir um jólin? „Þegar ég var yngri fór pabbi alltaf með mig út á aðfangadag að bera út jól- kortin á Suðurnesjum, ég hef haldið í þá hefð og fer núna með föður mínum og börnum út að bera jólakort.“ Hvað verður í matinn á að- fangadag? „Humarsúpa og hamborgarhryggur.“ Er eitthvað hér á Suðurnesjum sem þú mælir með að fólk nýti sér/geri um jólin? „Skelli sér út á Þorláksmessu og rölti um bæinn, skoði búðir og mann- lífið.“ Ætlar þú að láta eitthvað gott af þér leiða um jólin? Ef svo er, hvernig? „Ég reyni að láta ýmislegt gott af mér leiða yfir jólin, svo sem flestir eigi ánægjulegri jól.“ Reynir að láta gott af sér leiða um jólin

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.