Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Síða 36

Víkurfréttir - 13.12.2017, Síða 36
36 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Styrktarsjóðurinn Team Auður styrkti líknardeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja með tækjum og búnaði fyrir deildina að verðmæti 150 þúsund króna. Deildin fékk meðal annars sjónvarp, kaffikönnu og nuddtæki, með stuðningi Heimilistækja og Tölvulistans, frá styrktarsjóðnum. „Sjóðurinn var stofnaður í minningu mömmu, Auðar Jónu Árnadóttur, sem lést þann 9. desember 2012 eftir að hafa háð hetjulega baráttu við krabbamein. Þegar maður upplifir þetta sjálfur, þá finnur maður hvað allt svona skiptir máli. Það er mikið álag á aðstandendum,“ segja dætur Auðar heitinnar, Kristín Anna, Íris Dögg og Lilja Dröfn Sæmundsdætur. Þær ásamt fimmtíu öðrum konum frá Suðurnesjum mynda Team Auður, en hópurinn hefur áður styrkt Ljósið, sem er endurhæfing og stuðningur fyrir krabbameinsgreinda og aðstand- endur þeirra, og líknardeild 11E á Landspítalanum þar sem móðir þeirra dvaldi síðasta hálfa mánuðinn. „Mamma var rosalega virk í Ljósinu og við sáum hvað það gerði vel. Við hefðum viljað vera í Keflavík með mömmu en líknardeildin hér er svo ný. Við athuguðum hvað vantaði á deildina hér heima og fengum æðis- legan lista sendan.“ Bryndís Sævarsdóttir, deildarstjóri, segir styrkinn einnig hjálpa starfs- fólkinu á deildinni gífurlega. „Starfs- fólkinu finnst það oft ekki geta gert jafn mikið og það vill gera. Það skiptir svo miklu máli að geta hlúið að að- standendum.“ Það er ósk Team Auðar að styrkurinn komi að góðum notum. „Megi rekstur líknardeildar Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja ganga sem best um ókomin ár.“ Fimmtíu konur frá Suðurnesjum láta gott af sér leiða í minningu Auðar Jónu Árnadóttur Bryndís Sævarsdóttir deildarstjóri, Hjördís Baldursdóttir, Íris Sigurðardóttir, systurnar Íris Dögg, Kristín Anna og Lilja Dröfn Sæmundsdætur, Margrét Knútsdóttir og Helga Signý Hannesdóttir aðstoðardeildarstjóri við afhendingu styrkjanna á HSS. TEAM AUÐUR STYRKIR LÍKNARDEILD HSS Erlendur ökumaður, sem keyrði á 128 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund, var einn þeirra sem lögreglan á Suðurnesjum kærði fyrir of hraðan akstur í vikunni. Ferðamaðurinn fékk 52 þúsund króna sekt sem hann greiddi á staðnum. Þá voru höfð afskipti af ökumanni sem grunaður var um ölvun við akstur og öðrum sem grunaður var um fíkniefnaakstur. Sá síðarnefndi reyndist hafa amfetamín í vörslum sínum. Á l a u g a r d a g i n n kemur, 16. desember, fer fram Twitter- maraþon lögregl- unnar, svokallað “Löggutíst”. Í löggut- ístinu mun Lögreglan á Suðurnesjum nota samfélagsmiðilinn Twitter til að segja frá öllum verkefnum sem koma á borð lög- reglunnar frá því kl. 16 til kl. 04 á sunnudagsmorgninum. Tilgangur viðburðarins er að gefa almenningi innsýn í störf lögreglu með því að fylgjast með útköllum sem henni berast, fjölda þeirra og hversu margvísleg þau eru. Á meðan viðburð- inum stendur munu e m b æ t t i n n o t a #-merkið #löggutíst til að merkja skila- boðin. Lögreglan á Suður- nesjum mun tísta frá sínum notendaaðgangi: @sudur- nespolice – eða á https://twitter. com/sudurnespolice Lögreglan á Norðurlandi eystra og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu munu tísta frá sínum notendaað- gangi. Frístundastyrkur Sveitarfélagsins Voga verður nú hækkaður úr 15 þúsund krónum í 25 þúsund krónur á hvert barn, en það kemur fram í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2018. Fyrir árið 2017 var styrkurinn hækk- aður úr 10 þúsund krónum í 15 þús- und krónur á hvert barn, en þá hafði styrkurinn haldist óbreyttur í sex ár. Frístundastyrkinn geta fjölskyldur notað upp í greiðslur fyrir skipulagt starf sem stundað er undir leiðsögn viðurkenndra þjálfara eða leiðbein- anda, eins og íþróttir og æskulýðs- störf. Frístundastyrkur Voga nú 25 þúsund krónur Ferðamaður á fleygiferð Löggan tístir á laugardaginn Sendum viðskiptavinum okkar og Suðurnesjamönnum öllum bestu óskir um gleðilega jólahátíð og farsæld á komandi ári! Þökkum ykkur viðskiptin á árinu sem er að líða!

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.