Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 46

Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 46
46 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 13. desember 2017 // 49. tbl. // 38. árg. Heiti sýningarinnar Við girðinguna vísar til eiginlegrar staðsetningar hennar, nálægt gömlu flugvallargirðingunni þar sem fyrrum mættust íslensk og bandarísk menning: Íslendingasögur og teiknimyndasögur, rímnastemmur og rokk- tónlist, sviðakjammar og Hershey’s-súkkulaði. En sýningin er líka um girðingar í óeiginlegri merkingu, mörkin milli hins smáa og hins stóra, eyjaskeggja og meginlandsbúa, hins heimatilbúna og aðfengna, hins þekkta og óþekkta. Og sýning Úlfs staðfestir með sínum hætti, og af sérstökum ástríðukrafti að girðingin er ekki lengur held. Fiðrildi austur í Asíu blakar vængjum og kemur af stað hvirfilbyl hinum megin á hnettinum. Ofbeldi og óáran utan landsteina eru á augabragði orðin hluti af heims- mynd okkar, þökk sé snjallsímanum. Verk Úlfs eru litríkur vettvangur óútkljáðra átaka, skyndilegra hugljómana og ókláraðra frásagna. Mörkin milli veruleika og óraunveruleika eru yfir- leitt óljós og á endanum skilur listamaðurinn eftir heilmikið fyrir okkur að ígrunda, löngu eftir að myndir hans eru horfnar okkur sjónum. Svo segir í umsögn um sýninguna sem er afar áhugaverð en all nokkur fjöldi leiðsögnina. Sýningin stendur til 14. janúar nk. og safnið er opið alla daga frá kl.12.00-17.00. Áhugavert „Við girðinguna“ Listasafn Reykjanesbæjar opnaði nýlega sýninguna Við girðinguna. Þar er á ferðinni einkasýning Úlfs Karlssonar sem er fæddur árið 1988 og er með eftirtektarverðustu listmálurum sinnar kyn- slóðar. Verk hans eru lit- ríkar og átakamiklar hug- leiðingar um mannlífið í abstrakt-expressjónískum anda. Úlfur hefur sýnt verk sín víða, bæði á Ís- landi og erlendis og m.a. í Hilger, hinu þekkta gallerí í Austurríki. Úlfur og sýningarstjórinn Aðal- steinn Ingólfsson ræddu við gesti sem sóttu leið- sögn um sýninguna eitt sunnudagssíðdegi nýlega. Mörkin milli veruleika og óraunveruleika eru yfirleitt óljós og á endanum skilur listamaðurinn eftir heilmikið fyrir okkur að ígrunda, löngu eftir að myndir hans eru horfnar okkur sjónum. Gestir spurðu listamanninn út í myndirnar á leiðsögn um sýninguna. Í ár selur Kiwanisklúbburinn Keilir jólatré í porti Húsasmiðjunnar á Fitjum. Jólatré - norðmannsþinur - fura - greni - leiðiskrossar - skreyttar greinar Allur ágóði af sölunni rennur til líknarmála Jólatréssala Opið virka daga kl. 17–20 og um helgar kl. 14–20 Sendum íbúum allra sveitar- félaga á Reykjanesi okkar bestu jóla- og nýárskveðjur. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.