Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 64

Víkurfréttir - 13.12.2017, Page 64
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Af hverju er nafnið mitt ekki á síðu 33 í blaðinu í dag? GRIPGÆÐI Á ÖLLUM, ALLT ÁRIÐ Frábær dekk á frábæru verði Útvegum flestar gerðir hjólbarða Smur- og hjólbarðaþjónustan ehf., Vatnsnesvegi 16, 230 Reykjanesbæ, sími 421 4546 Bitin af stórlaxi Við erum öll kjaftstopp vegna opin- berana kynsystra minna í mismun- andi geirum þjóðfélagsins. Opin- berana á því sem konur hafi ávallt látið yfir sig ganga á vinnustöðum og ekki sagt frá. #metoo-herferðin markar vonandi upphaf af einhverju stórkostlegu sem byrjaði með því að leikkonur í Hollywood sögðu frá. Eflaust eru einhver ykkar komin með nóg af þessari umræðu og ég hef heyrt karlmenn og einnig kon- ur nota þetta í gríni, veit ekki hvort það sé endilega slæmt, örugglega í sumum tilvikum en það ýtir kannski enn frekar við umræðunni. Hvað sem því líður þá get ég ekki sleppt því að nota tækifærið og segja ykkur frá minni reynslu. Fyrstu árin mín af tuttugu ára stjórnendaferli var ég yfirleitt kölluð „vinan“. Auðvitað sætti ég mig við það í upphafi. Var jú bara 25 ára og „strákarnir“ sem ég fundaði með eða vann með hlytu að vera gáfaðri, reyndari og bara á allan hátt betri en ég. Ég var svo ung og saklaus. Þetta þróaðist og eftir því sem ég sannaði mig meira því sjaldnar var ég kölluð vinan. Þrátt fyrir það kom það ennþá fyrir að á mig var ekki hlustað og þótti það skrýtið að ég skyldi hafa skoðanir á hlutunum. Það eina sem er í raun skrýtið við þetta er að skoðanir skulu vera bundnar við kyn í hugum sumra. Kynbundið ofbeldi virðist þrífast í stórum sem smáum fyrirtækjum. Ég man þegar ég byrjaði að vinna hjá stóru fyrirtæki og var kynnt til leiks, þá kom til mín samstarfsmaður og tók í höndina á mér. Hann hélt lengi og vildi ekki sleppa strax. Sagðist vera að setja mig í runkminnið. Já þetta var „grínisti“ fyrirtækisins og allir hlógu. Aldrei fyndið og aldrei gleymt. Það eru nefnilega ekki eingöngu yfirmenn sem hafa völdin. Vinsæli starfsmaðurinn eða sá fyndni hafa mikið að segja. Ég er ekki að alhæfa og setja alla karl- kyns samstarfsfélaga eða aðila sem ég hef unnið með í gegnum tíðina undir sama hatt. Þeir eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Árin liðu og ábyrgð í starfi jókst. Auk- inni ábyrgð fylgdu auknar skyldur sem sumir skilgreina sem fríðindi. Skyldur eins og vinnuferðir erlendis, golfmót, boðsferðir í veiði og svo mætti lengi telja. Í einni slíkri skyldu á undursamlegum stað í laxveiði var ég svo bitin af stórlaxi. Sjokk. Skömm. Margra ára vanlíðan. Ég þagði og þegi og hef aldrei sagt frá. Stórlaxinn ætti að bera þessa skömm, ekki ég, sem hef borið hana og hugsað um þetta síðan. Ég er þakklát fyrir þessa byltingu, það gefur mér von um að dætur mínar þurfi ekki að upplifa það sama og ég. LOKAORÐ INGU BIRNU RAGNARSDÓTTUR FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN 898 2222 Desembersólin súnkar í hafið við Reykjanes og býður góða nótt... VÍKURFRÉTTAMYND: HILMAR BRAGI BÁRÐARSON

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.