Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 2
2 16. febrúar 2018fréttir
sem gætu tekið við Barnavernd Reykjavíkur
Barnavernd Reykjavíkur hefur
verið gagnrýnd eftir að starfs
maður var handtekinn grun
aður um að hafa beitt skjól
stæðinga stofnunarinnar
kynferðisofbeldi. Þá vann þar
í fyrra maður sem grunaður er
um vændisstarfsemi og að hafa
falsað niðurstöður þvagprufa
skjólstæðinga. Móðir fórnar
lambs sagði lögreglu árið 2015
að níðingur starfaði hjá Barna
vernd og systir annars fórn
arlambs segist hafa látið Barna
vernd vita. Eitthvað er að hjá
Barnavernd en þetta fólk gæti
gegnt starfi Halldóru, fram
kvæmdastjóra Barnaverndar
Reykjavíkur, með sóma.
Örn Árnason / afi
Örn Árnason sló í gegn
um árabil á Stöð 2 sem
afi. Margir sem eiga
börn í dag ólust upp
með afa á Stöð 2 og
myndi Örn Árnason
í því hlutverki án efa
efla traust fólks á hinni
umdeildu Barnavernd.
Eygló
Harðardóttir
Eygló er reynslumikil
úr stjórnkerfinu en hún
var ráðherra félags
mála á árunum 2013 til
2017. Hún hefur mikinn
skilning á erfiðleikum
barna en hún ólst upp
í verkamannabústöð
unum í Breiðholtinu.
Salvör Nordal
Fáir vita betur hvað er
gott siðferði en Salvör
Nordal, forstöðumað
ur Siðfræðistofnunar
Háskóla Íslands. Hún
er einnig mjög vel að
sér í málefnum barna
en hún var skipuð
umboðsmaður barna
í fyrra.
Gói
Guðjón Davíð Karlsson,
eða Gói, er mjög barn
góður enda stjórnaði
hann Stundinni okkar
af miklum sóma fyrir
nokkrum árum. Gói út
skrifaðist frá leiklistar
deild Listaháskóla
Íslands vorið 2005 og
getur komið inn með
ferskan blæ.
Magnús Scheving
Ef það er einhver
Íslendingur sem getur
bjargað hverju sem er
þá er það Íþróttaálfur
inn. Fáir ef einhverjir
hafa lagt meira á sig
líkamlega til að stuðla
að heilsu og velferð
barna en Magnús
Scheving.
Halldóra
Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjóri
Barnaverndar
Reykjavíkur.
BuBBi
vikuNNar
„Að vera stónd var lausn í lífi
mínu í ákveðinn tíma. Að vera
edrú 365 daga ársins er að lifa.“
Í síðustu viku var Bubbi
falinn í DV. Fáir lesendur
fundu Bubba en hann var
falinn á blaðsíðu 44. Nokkrir
glöggir lesendur fundu Bubba
og var dregið úr innsendum
lausnum. Sá heppni var Andri
Fannar Guðmundsson og
hlaut hann gjafabréf á valinn
veitingastað að launum.
Finndu Bubba og sendu
lausnina á bubbi@dv.is. Dreg
ið verður úr inn
sendum lausn
um.
Finndu
Bubba í
blaðinu
Á þessum degi …
Árið 1852 – Vagnaframleiðslufyrir
tækið Studebaker Brothers er stofnað.
Fyrirtækið varð síðar grunnur bílafram
leiðandans Studebaker.
Árið 1899 – Knattspyrnufélag Reykja
víkur, KR, fyrsta knattspyrnufélag
Íslands er stofnað.
Árið 1933 – Blainelögin, kennd við
öldungadeildarþingmanninn John J.
Blaine, taka gildi í Bandaríkjunum og
með þeim heyrði áfengisbannið, sem
hófst 1920, sögunni til.
Árið 1959 – Fidel Castro verður for
sætisráðherra Kúbu eftir að einræðisherr
anum Fulgencio Batista er steypt af stóli.
Castro hélt um stjórnvölinn í landinu allt
til 2008 þegar hann settist í helgan stein.
Hann andaðist 25. nóvember 2016.
Árið 1985 – Hezbollahsamtökin eru
stofnuð.
Árið 1987 – Réttarhöld yfir John Demj
anjuk hefjast í Jerúsalem. Demjanjuk var
sakaður um að vera hinn alræmdi „Ívan
grimmi“, nasisti og vörður í Treblinkaút
rýmingarbúðunum norðaustur af Varsjá
í Póllandi. Niðurstaðan var að Demjanjuk
væri umræddur vörður og var hann
dæmdur til að hengjast. Málinu var áfrýj
að og árið 1993 sneri Hæstiréttur Ísrael
dómnum. Niðurstaðan byggði á vitnis
burði 37 fyrrverandi varða í Treblinka sem
sögðu að „Ívan grimmi“ hefði verið vörður
að nafni Ivan Marchenko.
M
ikið hefur verið rætt um
endurgreiðslur vegna
aksturs þingmanna og sitt
sýnist hverjum. Alþingi
hefur ekki gefið út hvaða þing
menn keyra mest en Ásmundur
Friðriksson hefur viðurkennt að
vera í efsta sæti á listanum með
tæpa 48 þúsund keyrða kílómetra á
árinu 2017 sem hann fékk 4,6 millj
ónir króna endurgreitt fyrir. Margir
eru forvitnir um hvað Ásmundur
gerir í sinni löngu dvöl í bílnum og
DV spurði hann um það.
Dregur djúpt andann
Ásmundur á í basli með að velja
þegar hann er spurður hvað sé
skemmtilegasta eða fallegasta
svæði kjördæmisins til að keyra um.
„Eldvörp, Gunnuhver og Brenni
steinsfjöll á Reykjanesi, Þingvellir,
Laugarvatn, Gullfoss og Geysir.
Þessi upptalning tekur engan enda.
Jöklarnir, Dyrhólaey, Fjallabak,
Klaustur, Öræfin, Suðursveitin,
Vestra Horn og Lónið. Að ógleymd
um perlunum í suðri, Vestmanna
eyjum. Það er ekki hægt að gera
upp á milli þessarar fegurðar lands
ins okkar sem alls staðar blasir við.“
Hann segir Suðurkjördæmi
vera eitt magnaðasta svæði lands
ins. „Ég nýt þess að stoppa á
keyrslunni, sérstaklega snemma
á morgnana, stíga út úr bílnum og
draga djúpt andann.“
Sviðasulta og skyrdrykkur
Hvað hlustar þú helst á?
„Ég hlusta á Bítið, Reykjavík
síðdegis og fréttatíma. Ég er ekki
með diska eða annað í bílnum.“
Talar þú í síma?
„Já, ég tala í síma með þráðlaus
um búnaði og nýti tímann á keyrslu
vel. Hringi oft í vini og kunningja
þegar ég er seint á ferðinni og gott
að eiga í selskap með þeim hætti í
ferðum við misjöfn skilyrði, rok og
hálku. Ég hef þá reglu að hringja í
alla til baka sem hringja eins og ég
svara öllum tölvupósti, helst alltaf
samdægurs, sem mér berst þegar
ég kemst nálægt tölvu.“
Borðar þú í vegasjoppunum?
„Ég stoppa eingöngu á
vegasjoppum til að taka olíu og
eða spjalla við karla sem oft eru
á slíkum stöðum og þekki ég
fundartíma þeirra mjög víða í kjör
dæminu og legg upp úr því að vera
á þeim tíma ef ég er á annað borð
á svæðinu og ekki mjög upptekinn
eða tímabundinn. Stundum smyr
konan mín nesti en oftast kaupi
ég mér sviðasultu og skyrdrykk til
að hafa með mér í bílnum ef ég er
allan daginn að heiman um helgar
eða á sumrin og lengri fríum.“
Ekki pláss fyrir puttaferðalanga
Ásmundur segist oftast vera einn
á ferð. Stundum fer konan hans,
Sigríður Magnúsdóttir, með hon
um sem og Páll Jóhann Pálsson,
útgerðarmaður og fyrrverandi
þingmaður Framsóknarflokksins.
Tekur þú puttaferðalanga
með?
„Það kemur ekki oft fyrir. Ég er
með bílinn fullan af gögnum, bíll
inn er nefnilega líka skrifstofan
mín á ferðalögum og ég er með
útgerð til að bregðast við því að
þurfa að gista, eða skipta um föt
og skó. Þannig að bíllinn minn
gefur ekki mikið pláss alla jafnan.“
Hefur þú lent í óhappi á ferð-
um þínum?
„Nei, ég er heppinn, ek eftir
aðstæðum og er laginn við það.
Ég ek á Guðs vegum.“
En getur þú reddað þér ef eitt-
hvað kemur fyrir bílinn?
„Ég gæti reddað mér með
að bæta vatni á vatnskassa og
rúðupiss, en lítið meira en það.“ n
„Ég ek á guðs vegum“
n Ásmundur vill helst sviðasultu og skyrdrykk n Tekur ekki upp puttalinga
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is „Bíllinn er nefnilega
líka skrifstofan
mín á ferðalögum.
Önnum kafinn
Nýtir tímann
undir stýri vel.
SamSEtt mynD Dv