Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 16
16 16. febrúar 2018fréttir F anginn sem svipti sig lífi á Kvíabryggju þann 12. febrúar hét Styrmir Haukdal Kristinsson. Styrmir fannst látinn í fjárhúsi síðdegis þann 13. febrúar síðastliðinn. DV hafði samband við Pál Winkel fang- elsismálastjóra vegna málsins. Hann staðfesti að hið voveiflega dauðsfall hefði átt sér stað á Kvía- bryggju en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Hann sagði þó að starfsfólk og fangar væru harmi slegin vegna atburðarins. Er þetta annað sjálfsmorðið í íslenskum fangelsum á innan við ári. Eiríkur Fannar Traustason, sem afplán- aði dóm fyrir hrottalega nauðgun í Hrísey, svipti sig lífi í fangelsinu á Akureyri í mars í fyrra. Fráfall Eiríks varð til að vekja upp umræður um að geðheil- brigðismál fanga væru í lama- sessi en ekkert hefur verið aðhafst í þeim málum síðan þá. Ljóst er að Styrmir þurfti sárlega á sálrænni aðstoð að halda en Guðmund- ur Ingi Þóroddsson, formaður Af- stöðu, greindi frá því í samtali við Fréttablaðið að Styrmi hefði verið boðið að ræða við sálfræðing í gegnum Skype. „Það er náttúrlega mjög ópersónulegur máti til að eiga í samskiptum við sálfræðinga,“ sagði Guðmundur. Fangaverðir sem DV hefur rætt við segja ljóst að Styrmir hafi átt við andleg veik- indi að stríða og hann verið vistað- ur á röngum stað. Styrmir var ell- efu sinnum dæmdur fyrir brot og fimm sinnum í fangelsi, fyrst árið 1994. Þá hafði hann setið vel á sjötta ár innan veggja fangelsa landsins. Glímdi við geðklofa Í viðtali við hann í DV í maí 2004 kom fram að hann hefði skorið móður sína á háls þremur árum fyrr. Styrmir var dæmdur ósak- hæfur vegna geðklofa en bless- unarlega lifði móðir hans árásina af og hlaut ekki varanlegan skaða. Styrmir sagði í viðtali við DV það ár: „Ég hafði lengi verið í geð- veikisástandi áður en þetta gerðist og þakka guði fyrir að ekki fór verr en ég var úrskurðaður ósakhæf- ur vegna geðklofa. Ég get ekki út- skýrt hvað gerðist þennan örlaga- ríka dag en hér á Sogni fékk ég fyrst meðferð vegna sjúkdóms- ins. Ég býst við að ástand mitt hafi verið að versna ár frá ári og endað með þessum skelfiega atburði.“ Þá sagði Styrmir einnig með vonar- glampa í augum: „Ég á mér þann draum að geta lifað eðlilegu lífi í óvernduðu umhverfi og það er kannski dá- lítið barnalegt að segja það en vitaskuld langar mig að eignast fjölskyldu í framtíð- inni. Mig langar að standa á eigin fótum, vera eðlilegur án vímuefna og lifa samkvæmt því.“ Styrmir losnaði af Sogni og missti seinna tök á lífi sínu og var dæmdur í fangelsi á ný. Þeir sem þekkja vel til Styrmis eru allir á einu máli um að hann hafi þurft aðstoð vegna sálrænna veikinda. Í júlí 2017 greindi DV frá átökum milli tveggja fanga á Litla-Hrauni. Þar voru á ferðinni Styrmir og Baldur Kolbeinsson, sem hefur reglulega ratað í fréttir vegna átaka við samfanga sína. Varð þeim sundurorða á gervi- grasvelli fangelsisins og brutust út átök í kjölfarið. Styrmir hafði Baldur undir í slagsmálunum en þeim lauk með því að Baldur beit efri vör Styrmis í sundur og spýtti holdinu út úr sér á gervigrasið. Kunnugir segja að Styrmir hafi aldrei náð sér almennilega eftir þessa alvarlegu árás og hann hefði þurft mikla hjálp. Þriðjungur reynt sjálfsvíg Afar mikilvægt er að fangar fái sálfræðiþjónustu en í rannsókn Boga Ragnarssonar, nema í fé- lagsfræði við HÍ, sem var birt 2013 kom fram að 54–69 prósent fanga glímdu við þunglyndi. Þá hefur um þriðjungur fanga reynt sjálfs- víg. Tveir fangar hafa nú látist á einu ári og sex frá árinu 2001. Í júní 2014 greindi Pressan frá því að tveir fangar hefðu reynt sjálfs- víg í einum og sama mánuðinum og gagnrýndi þá Guðmundur Ingi, formaður Afstöðu, enn og aftur að ekki væri sálræn aðstoð til staðar til að sinna öllum þeim sem þyrfti á henni að halda. Í fangelsum á Íslandi starfa fjórir sálfræðingar í þremur stöðugildum. Verkefni þeirra er ærið, nánast óyfirstíganlegt. Sál- fræðingarnir eiga að sinna öllum föngum sem eru í afplánun, öllum þeim sem eru á reynslulausn. Eru þetta hvorki meira né minna en 600 einstaklingar. Ofan á þetta bætist að sálfræðingarnir eiga að sinna starfsfólki og vinna áhættu- mat vegna þeirra einstaklinga sem eru að sækja um úrræði eins og reynslulausn eða Vernd. Blóðugur niðurskurður Nýlega var greint frá því að fjár- veitingar til lögreglunnar yrðu auknar um 270 milljónir króna milli ára. Óhætt er að reikna með því að aukinn slagkraftur í störf- um lögreglu leiði af sér fleiri skjól- stæðinga Fangelsismálastofnunar. Það skýtur því óneitanlega skökku við að framlögin til fangelsismála voru skorin niður um 14 milljón- ir milli ára. Ríkisendurskoðun hefur á undanförnum árum unnið ítar- legar úttektir um stöðu fangels- ismála. Þar hefur ítrekað kom- ið fram sú niðurstaða að framlög til geðheilbrigðismála fanga væru alltof lág og þjónustan í lama- sessi. Samkvæmt heimildum DV hefur verið kallað eftir viðbrögð- um hjá hinu opinbera til að auka fjármagn en dómsmálaráðuneytið ekki orðið við því. Þeir fangaverð- ir og aðstandendur sem DV hefur rætt við telja nauðsynlegt að ráðist verði strax í að bjarga föngum sem eiga við þunglyndi og geðsjúk- dóma að stríða. Tvö dauðsföll á innan við einu ári staðfesti það. n n Fjórir sálfræðingar sinna yfir 600 föngum n Annar fanginn á innan við ári styrmir dó á Kristjón Kormákur Björn Þorfinnsson kristjon@dv.is / bjornth@dv.is Styrmir Haukdal „Ég hafði lengi verið í geðveikisá- standi áður en þetta gerðist.“ KVÍABryGGJU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.