Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 46
46 16. febrúar 2018 2012 fékk bandaríska hjúkrunarkonan Kimberly Clark Fowler lífstíðardóm án möguleika á reynslulausn. Frá janúar til apríl 2008 myrti hún fimm sjúklinga sinna með því að gefa þeim bleikiefni í æð. Kimberly var handtekin 1. apríl 2008. Við réttarhöldin yfir Kimberly sagði dóttir eins fórnarlamba hennar við hana: „Ég vona að þú brennir í helvíti.“Sakamál Þ ann 28. júní, 1999, játaði sjötug, bandarísk kona sig seka um að hafa kæft til bana átta barna sinna. Konan, Marie Noe, framdi morðin á nítján ára skeiði, frá 1949–1968. Þess má geta að Marie hafði um langt skeið glímt við andlega sjúk- dóma sem höfðu verið greindir og vandlega skrásettir. Foreldrar Marie, sem fæddist árið 1928, áttu slatta af börn- um, en hjónabandið hafði ein- kennst af miklum vandræðum. Marie fékk skarlatssótt þegar hún var fimm ára og seinna sagði hún veikina hafa valdið námsörð- ugleikum. Hún hætti ung að árum í skóla og fór að vinna auk þess sem hún sá um unga dóttur eldri systur sinnar. Stúlkan, sem fæddist þegar Marie var tólf ára, var alin upp sem litla systir henn- ar. Tíu börn Marie kynntist Arthur Noe í einkaklúbbi í West Kensington í norðurhluta Philadelphiu í Penn- sylvaniu-fylki í Bandaríkjunum. Eftir stutt tilhugalíf ákváðu þau að stinga af. Þau gengu síðar í hjóna- band og eignuðust tíu börn sem öll dóu innan fjórtán mánaða aldurs. Eitt barnanna dó fimm daga gamalt. Öll þau átta börn sem um ræddi höfðu fæðst heilbrigðið uppmálað og þroskast með eðli- legum hætti og þegar þau dóu var skuldinni skellt á vöggudauða. Marie kom hvergi nærri dauða tveggja barna; Letitiu, sem var andvana fædd, og Theresu, sem dó á sjúkrahúsi skömmu eftir fæðingu. Bók og tímaritsgrein Lögreglan í Philadelphiu fékk áhuga á málinu í mars 1998. Þannig var mál með vexti að árið 1997 kom út bók, The Death of Innocents, þar sem höfund- leyndardómur liðins tíma Marie Noe játaði sig seka um um manndráp „Þau gengu síðar í hjónaband og eignuðust tíu börn sem öll dóu innan fjórtán mánaða aldurs J ack Unterweger var Austurríkis- maður, nánar tiltekið upp- runninn í Styriu, héraði í suð- austurhluta Austurríkis. Jack var óskilgetinn, sonur bandarísks hermanns og austurrískrar vændis- konu. Hann fæddist 1951 og ólst upp innan um hórur og melludólga. Lundarfar Jacks var ofsafengið og níu ára að aldri var honum trúandi til alls. Sextán ára var hann hand- tekinn í fyrsta sinn eftir að hann gekk í skrokk á vændiskonu. Lífstíðardómur Næstu níu árin fékk hann 16 dóma, aðallega fyrir kynferðis- ofbeldi gagnvart konum. Allt í allt var hann í tólf mánuði á bak við lás og slá á þeim tíma. Eftir skammvinnt frelsi árið 1976 var Jack ákærður fyrir morð. Þá hafði hann barið vændiskonu með járnröri og síðan kyrkt hana með brjóstahaldara hennar. Um morðið hafði hann þetta að segja: „Ég sá móður mína fyrir mér og ég drap hana.“ Nú, Jack fékk lífstíðardóm fyrir vikið og notaði tíma til skrifa og gaf sig út fyrir að vera höfundur „mikil vægra“ bókmennta. Geislar frægðar Jack skrifaði ljóð, leikrit, smásög- ur og meira að segja sjálfsævisögu. Fyrir vikið varð hann þekktur í ákveðnum kreðsum austurríska listasamfélagsins. Mikilsmetnir Austurríkismenn biðluðu til yfirvalda um að veita Jack frelsi og hann fékk reynslu- lausn 23. maí, 1990, sem „endur- hæfður“ maður. Í viðtölum við fjölmiðla sagði hann að fyrra líf hans væri að baki: „Vindum okkur í það nýja.“ Það gerði Jack svikalaust. Hann kom fram í spjallþáttum og varð nánast ómissandi í hana- stélshófum. Þessu lífi fylgdi fé og merkjafatnaður og dýrir bílar ein- kenndu lífsstíl Jacks auk þess sem hann nældi sér í unga, ljóshærða kærustu. Efnisöflun í Los Angeles Þetta var þó einungis hið sýnilega yfirborð. Undir glysinu og frægð- inni var allt annar Jack á kreiki, eins og síðar átti eftir að koma í ljós. Um mitt ár 1991 bauðst Jack að túra, eins og sagt er, þegar austur- rískt tímarit fékk hann til að fjalla um glæpi í Los Angeles. Jack skaust með hraði til Bandaríkjanna með kærustuna sér við hlið. Í Los Ang- eles fékk hann að rúnta um með lögreglunni í efnisöflun. Hann skrifaði nokkrar greinar og beindi sjónum sínum einkum og sér í lagi að vændiskonunum í Hollywood og ekki að ástæðulausu. Morð á morð ofan Skyndilega fóru að hrannast upp lík í Los Angeles. Fyrsta líkið var af 35 ára konu, Shannon Exley, og fannst það 20. júní í Boyle Heights. Tíu dögum síðar fannst lík Irene Rodriquez, 33 ára, í sama hverfi, og 10. júlí fannst lík 26 ára konu, Peggy Booth, í Malibu Canyon. Allar höfðu konurnar verið vændiskonur. Þær höfðu verið barðar hrottalega áður en þær voru kyrktar með brjóstahöldur- unum sínum. Þegar Interpol loks, í febrúar 1992, hnaut um líkindin með morðunum í Los Angeles og morðinu sem Jack hafði framið löngu fyrr, var hann kominn heim til Austurríkis. Ergir lögregluna Austurríska lög- reglan beið ekki boð- anna og réðst inn í íbúð Jacks í Vín en greip í tómt. Jack Unterweger hafði lagt land undir fót ásamt ungri ástkonu sinni, og á ferðalaginu ferðuð- ust skötuhjúin gegnum Sviss og Frakkland og einnig fóru þau til Kanada og enduðu í Bandaríkjun- um. Á ferðalaginu hringdi Jack iðu- lega í austurríska fjölmiðla og lýsti jöfnum höndum yfir sakleysi sínu og sendi lögreglunni ergjandi skilaboð. Að lokum var Jack gripinn á Flórída. Framseldur Jack var ákærður fyrir að hafa myrt 11 vændiskonur síðan hann varð frír maður; sex morð í Austur- ríki, þrjú í Los Angeles og tvö í Tékkóslóvakíu sem var og hét. Tékkar sóttust ekki eftir að fá hann framseldan, en Austurríki og Bandaríkin deildu um lög- sögu. Þegar Austurríkismenn samþykktu að sækja Jack til saka fyrir öll ellefu morðin náðist samkomulag og Jack var framseld- ur til Austurríkis. Réttarhöld yfir Jack hófust ekki fyrr en í apríl 1994 og þegar upp var staðið, 28. júní, var Jack sak- felldur fyrir níu morð en sýknaður af tveim- ur. Jack Unterweger fékk lífstíðardóm, en sá hlær best sem síðast hlær því daginn eft- ir fannst hann látinn í klefa sínum. Hann hafði hengt sig í reiminni sem hugsuð var til að halda joggingbuxum hans upp. Þannig fór nú það. n Vændiskvenna- morðinginn í Vín n morðinginn Jack unterweger naut skammvinnrar frægðar n nýtti frelsið til ódæðisverka„Ég sá móður mína fyrir mér og ég drap hana Ljúfa lífið Í kjölfar reynslulausnar baðaði Jack sig í frægðarsól.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.