Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 47
sakamál 4716. febrúar 2018 U m hálf sex leytið mánu- daginn 15. ágúst 1977 voru eldri hjón á ferðinni skammt frá Elliðavatni. Þannig var mál með vexti að þau dvöldust gjarna við vatnið um sumur og fátt sem gaf til kynna að þessi dagur yrði öðruvísi en aðrir. Sú varð þó raunin. Ekki allt með felldu Hjónin óku fram á kyrrstæða, ljósbláa Peugeot-bifreið sem lagt hafði verið gegnt akstursstefnu við afleggjarann að Rauðhólum. Var bifreiðin með sænskt skrásetn- ingarnúmer. Við nánari athugun varð hjón- unum strax ljóst að ekki var allt með felldu. Undir stýri sat ungur maður, Einar Hjörtur Gústafsson, og var verulega af honum dregið. Í sætinu við hliðina var ung kona og litlum vafa undirorpið að hún var látin. Var þar um að ræða Halldóru Ástvaldsdóttur, unnustu Einars. „Ég skaut mig“ Skömmu síðar kom þar að Reynir Sveinsson, bóndi á Elliðavatni, og var fjórtán ára dóttir hans með í för. Þegar feðginin komu að bif- reiðinni stundi Einar Hjörtur: „Ég skaut mig.“ Nánast í sömu andrá bar þar að þriðja bílinn og sendi Reynir bílstjórann tafarlaust af stað til að gera lögreglu viðvart. Hófst Reyn- ir síðan handa við að stöðva blæð- inguna, en Einar Hjörtur hafði skorið á slagæðar á báðum úlnlið- um með rakvélarblaði. Haskaði Reynir sér síðan heim að Elliðavatni, hringdi í lögregluna og ítrekaði hjálparbeiðnina. Með .22 kalíbera riffil Þegar lögreglan kom á vettvang var Einar með .22 kalíbera rússneskan riffill, með sex skota magasíni, í höndunum. Hann veitti þó ekkert viðnám og var opinskár um það sem gerst hafði. Lík Halldóru var flutt á brott og Einari Hirti komið undir læknishendur. Ekki var unnt að yfirheyra Ein- ar frekar enda illa haldinn á hvort tveggja líkama og sál. Þó lá fyrir að hann hafði skotið unnustu sína nokkrum skotum í háls og höfuð. Síðan reyndi hann að svipta sig lífi með skoti í hjartað. Hann hæfði ekki og kúlan fór í gegnum líkama hans. Greip Einar þá til þess ráðs að skera á slagæðar í úlnliðum, eins og fyrr segir. Í stuttu fríi Um Einar Hjört og Halldóru var það vitað að þau voru 22 ára og höfðu verið búsett í Nyköping í Sví- þjóð í tæpt ár. Þau höfðu komið til landsins með Smyrli þremur dög- um áður og hugðust halda heim til Nyköping einhvern næstu daga. Þegar unnt var að yfirheyra Einar Hjört sagði hann að ástæða þess að hann réð unnustu sinni bana hefði verið einhvers kon- ar uppgjör, án þess þó að fara nánar út í þá sálma. Tvö skot í höfuð og eitt í háls Að hans sögn höfðu þau ekið út á vegarkafla ekki langt frá Norð- lingabraut. Þar hafði hann stig- ið út úr bílnum og tekið sér riffil í hönd. Síðan skaut hann Halldóru inn um opnar dyrnar. Hann skaut nokkrum skotum og hæfðu þrjú skot Halldóru; tvö í höfuðið og eitt fór í gegnum hálsinn. Síðan settist Einar í bíl- stjórasætið og breiddi teppi yfir lík Halldóru. Sem fyrr segir reyndi hann að svipta sig lífi og sagð- ist hann hafa ekið inn í Rauðhóla með það fyrir augum að láta sér blæða þar út. Einar var síðar dæmdur til 16 ára fangelsisvistar, en dómurinn síðan mildaður í 14 ár. Hann lést 1979, skömmu eftir að dómur í máli hans féll. n ur fjallaði um mál Wanetu Hoyt, bandarískrar konu sem sakfelld var fyrir að hafa myrt öll sín börn, fimm talsins. Um ári síðar birtist grein eft- ir rannsóknarblaðamann í tímaritinu Philadelphia og hafði hann grafist fyrir um svipuð mál. Umræddur blaðamaður lét lög- regluna fá niðurstöður sínar og boltinn fór að rúlla. Játaði undanbragðalaust Í sjálfu sér var ekki um flókna rannsókn að ræða af hálfu lög- reglunnar. Eftir að hafa kynnt sér það efni sem hun hafði undir höndum var Marie kölluð til við- tals, þá sjötug að aldri. Vafningalaust viðurkenndi Marie að hafa kæft fjögur barna sinna. Hún fullyrti að hún myndi ekki hvort örlög fjögurra annarra hafi borið að höndum með sama hætti. Marie var ákærð fyrir morð í ágúst 1998 og náðist samkomu- lag í því. Það fól í sér að Marie ját- aði sig seka um manndráp varð- andi átta barnanna og féll dómur í málinu í júní 1999. Stofufangelsi og geðrannsókn Marie Noe naut greinilega skiln- ings því dómurinn hljóðaði upp á skilorðsbundinn 20 ára dóm, þó ætti hún að afplána fimm fyrstu árin í stofufangelsi. Enn fremur var eitt skilyrðanna að Marie samþykkti að undir- gangast geðrannsókn í von um að hægt yrði að varpa ljósi á hvað hefði valdið því að hún svipti börn sín lífi. Eigin- maður Marie var aldrei grunaður um nokkuð misjafnt. Í september árið 2001 voru lögð fram dómskjöl þar sem fram kom að Marie Noe þjáðist af persónuleika- röskun. n leyndardómUr liðins tí a Marie Noe Dómur Noe var til þess að gera vægur. Blóðugt Hvaða mál Einar hugðist gera upp er enn á huldu „Þó lá fyrir að hann hafði skotið unnustu sína nokkrum skotum í háls og höfuð Á vettvangi Lögregla rannsakar bifreið Einars og Halldóru. uppgjör
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.