Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 4
4 16. febrúar 2018fréttir Ó hætt er að fullyrða að þjóðin hafi fylgst agndofa með máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem sífellt tekur nýja stefnu. Sunna Elvira liggur lömuð á sjúkra­ húsi í Malaga eftir að hafa að hafa fallið milli hæða á heimili sínu í spænsku borginni. Hefur hún biðl­ að til íslenskra yfirvalda um aðstoð við að komast á betra sjúkrahús sem getur veitt henni nauðsyn­ lega meðferð við meiðslum sín­ um. Spænsk lögregluyfirvöld hafa þó virt þær óskir að vettugi og seg­ ir Sunna Elvira að henni sé í raun haldið í gíslingu þar ytra. Það sé gert til þess að setja pressu á hana um að veita upplýsingar um um­ fangsmikið fíkniefnamál, kennt við Skáksamband Íslands, sem eigin­ maður Sunnu Elviru, Sigurður Kristinsson, er flæktur inn í. Sunna Elvira þvertekur fyrir að hafa haft nokkra vitneskju um málið. Margt við frásögn Sunnu Elviru stenst ekki nána skoðun. Svikaslóð á Íslandi Í nýlegum viðtölum við aðra fjöl­ miðla hefur Sunna Elvira haldið því fram að ævintýraþráin ein hafi leitt hana og eiginmanninn til Spánar. „Við vildum bara prófa að búa á Spáni í einhvern tíma og sjá hvert það myndi leiða. Þannig að þegar þessi ósköp dundu yfir þá var það mikið áfall fyrir mig, af því að ég hafði ekki hugmynd um að eitthvað væri að og þetta var mjög óvænt sem átti eftir að koma á daginn,“ sagði Sunna Elvira í samtali við Fréttablaðið. Raun­ veruleikinn er sá að Sunna Elvira flúði til Spánar ásamt eiginmanni sínum, sem skildi eftir sig slóð svika hér á landi. Á Íslandi rak Sigurður verktaka­ fyrirtækið SS hús ehf., sem tek­ ið var til gjaldþrotaskipta þann 10. janúar síðastliðinn. Í byrjun febrúar greindi Fréttablaðið frá því að grunur léki á stórfelldum undanskotum eigna og þjófnaði úr félaginu áður en til gjaldþrots­ ins kom. Kom fram að undanskot eigna og óútskýrðar millifærsl­ ur af reikningum félagsins hlypu á hundruðum milljónum króna. Þá er félagið einnig til rannsóknar hjá skattyfirvöldum meðal annars vegna mikilla vanskila á vörslu­ sköttum. Greiðsla fyrir íbúð finnst ekki Athygli vekur að Unnur Birgis­ dóttir, móðir Sunnu Elviru, var starfsmaður SS húsa ehf. Sá hún meðal annars að stórum hluta um bókhald félagsins. Einn umdeildur gjörningur sem skiptastjóri hefur rannsakað snýr að heimili Unnar í Kópavogi. Þann 10. maí 2017 var þing­ lýst afsali af íbúð í fjölbýlishúsi við Vallakór 2b í Kópavogi. Seljandi íbúðarinnar var SS hús ehf., en fyrirtækið byggði umrætt fjölbýlis­ hús. Kaupandi fasteignarinnar var GS Pípulagnir ehf., en það félag var stofnað af Gísla Steingríms­ syni, eiginmanni Unnar og stjúp­ föður Sunnu Elviru. Sunna Elvira er skráð stjórnarformaður félags­ ins og framkvæmdastjóri en hún kvittaði undir afsalið að eigninni fyrir hönd GS Pípulagna ehf. Vafi leikur á hvort greiðsla hafi borist vegna viðskiptanna og því hefur skiptastjóri SS húsa ehf., Heiðar Ásberg Atlason, lagt fram kröfu þess efnis að gerningum verði rift. Heiðar staðfestir þetta í samtali við DV en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Sagði hann að gagnaöflun væri ekki enn lokið og enn ætti eftir að taka skýrslu af ýmsum sem tengj­ ast því, meðal annars Sunnu Elviru og móður hennar. Í dag býr Unnur í íbúðinni ásamt eiginmanni sínum. Þá eru Sunna Elvira, Sigurður og dóttir þeirra skráð með lögheimili að Vallarkór 2b. Neitar aðild að fíkniefnasmygli Eins og ítrekað hefur komið fram í fjölmiðlum situr Sigurður Kristins­ son í gæsluvarðhaldi hér á landi. Er hann grunaður um að hafa átt þátt í skipulagningu á umfangs­ miklu fíkniefnasmygli frá Spáni til Íslands. Samkvæmt heimildum DV var um að ræða um átta kílógrömm af fíkniefnum sem send voru með DHL til Íslands og gerð upptæk í al­ ræmdri aðgerð sérsveitar lögreglu í húsnæði Skáksambands Íslands. Í nýlegum viðtölum hefur Sunna Elvira neitað í hvívetna að hafa nokkuð vitað um meint fíkni­ efnabrask eiginmannsins. Lög­ regluyfirvöld á Spáni eru á annarri skoðun en Sunna Elvira sætir far­ banni ytra því hún er grunuð um aðild að málinu. Þannig greindi DV frá því í síðustu viku að hugs­ anlega hefði greiðsla sendingar­ innar verið rakin til hennar. Sunna Elvira þverneitaði þessu í viðtali við Stöð 2 rétt áður en blaðið fór í prentun. Sagði Sunna Elvira að um flökkusögu væri að ræða og hún hefði engan þátt átt í smyglinu. Þá beri kortayfirlit það með sér að eiginmaður hennar hafi ekki notað hennar greiðslu­ kort til að greiða fyrir sendinguna. Hún segir farbannið hafa kom­ ið á óvart en hún sé með uppáskrift frá dómara um að hún sé frjáls ferða sinna innan Spánar. Telur hún að verið sé að halda sér til að þrýsta á eiginmann hennar um að tala við lögregluna á Íslandi. Sjúkraflugið kostar 4,1 milljón – ekki 5,5 Um leið og fréttir af ástandi Sunnu Elviru bárust til Íslands hratt móðir hennar af stað söfnun fyrir dóttur sína. Tryggingar voru ekki til staðar og því ærinn kostnaður sem lenti á fjölskyldunni. Sagði Unnur í samtali við DV á þeim tímapunkti: „Kostnaður við flutn­ inginn heim er um 5,5 milljónir króna. Það er sjúkraflug með lækni og hjúkrunarkonu, akstur sjúkrabíla af spítala á flugvöll og flutningur á spítala heima, þýð­ ingar á sjúkraskýrslum og fylgd foreldra. Það er ekkert annað í boði þar sem það er ekkert beint flug frá Malaga til Íslands.“ Fyrir­ tækið sem fjölskyldan gekk til samninga við heitir Verdana Gmbh en dótturfélag þess mun annast flutninginn. Rétt er að geta þess að tönnlast hefur verið á þessum 5,5 milljónum króna í við­ tölum við aðstandendur Sunnu Elviru. Þá hefur verið greint frá því að á tveimur dögum hafi safnast um sex milljónir króna. DV óskaði eftir upplýsingum frá talsmanni fjölskyldunnar, Jóni Kristni Snæ­ hólm, um hvernig peningunum hafi verið ráðstafað. Samkvæmt greiðslukvittun sem barst kost­ aði sjúkraflugið, með öllum auka­ kostnaði, 4,1 milljón króna. Þegar Jón Kristinn var beðinn um upp­ lýsingar hvernig afganginum, tæpum tveimur milljónum króna, yrði ráðstafað sagði hann að greitt yrði fyrir gistingu foreldra Sunnu á Spáni auk lögfræði­ og sjúkra­ kostnaðar. Slysið sveipað dulúð Fjölmargar flökkusögur eru á kreiki um hvernig slysið, sem Sunna Elvira lenti í, átti sér stað. Um leið og slysið átti sér stað var eiginmað­ ur hennar handtekinn en honum var síðan sleppt úr haldi lögreglu nokkrum dögum síðar. Fór hann þá beint upp í flugvél til Íslands þar sem hann var umsvifalaust hand­ tekinn, þann 25. janúar, í tengslum við áðurnefnt fíkniefnasmygl. DV náði sambandi við Sigurð í gegnum Facebook að morgni 23. janúar. Greindi Sigurður frá því að hann væri laus allra mála og að um slys hefði verið að ræða. Sagði hann blaðamanni orðrétt: „Ég var ekki til staðar, því miður, þegar slysið varð en yfirvöld tóku sinn tíma í að stað­ festa það.“ Blaðamaður túlkaði það sem svo að hann hefði ekki verið staddur á heimili sínu en það virð­ ist hafa verið misskilningur. Í viðtölum við Sunnu Elviru hefur komið fram að þegar slysið átti sér stað hafi hún verið heima með eiginmanni sínum og dóttur. Á hún að hafa fallið fram af svöl­ um á heimilinu en hún kveðst ekki muna aðdraganda þess. Hún hafi fengið höfuðhögg og atburðirnir séu í þoku. Þegar hún vaknaði eftir aðgerð þá hafi tveir lögreglumenn tjáð henni að eiginmaður hennar hefði verið handtekinn. Henni hefði brugðið mjög mikið því hún hefði vitað í hjarta sínu að hann hefði ekki átt neinn þátt í fallinu. Hann sé ekki ofbeldismaður, fallið hafi verið slys. n Saklaus eða í lygavef? n Mál Sunnu Elviru vindur upp á sig n Greiðsla fyrir íbúð foreldra hennar finnst ekki Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Unnur Birgisdóttir Unnur hefur verið úti á Spáni að hlúa að dóttur sinni undanfarna daga og vikur. Kom hún meðal annars söfnun- inni fyrir sjúkraflugi Sunnu Elviru í loftið og var óþreytandi að leita styrkja á stórfyrirtækjum í því skyni. Vettvangur slyssins Inni í húsi Sunnu og Sigurðar í bænum Marbella á Suður-Spáni. Mynd- irnar voru á Airbnb-síðu sem var í nafni Sunnu Elviru, búið er að eyða síðunni. Skjáskot af tilboði vegna sjúkraflugsins DV hefur einnig greiðslukvittun undir höndum. m y N d S k já Sk o t S tö ð 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.