Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 52
52 16. febrúar 2018 Skipulagði undanfara Iceland Airwaves í rótleysinu langa „Þegar ég kom heim tók við frekar langt rótleysistímabil sem stóð eigin lega út megnið af tíunda áratugnum,“ segir Snorri og skellir upp úr. Hann segist hafa spilað með ýmsum hljómsveitum og unnið sem barþjónn og plötu- snúður en undir lok áratugarins starfaði hann ásamt þeim Þorsteini Stephensen og Baldri Stefánssyni undir nafninu Herra Örlygur. Þeir skipulögðu meðal annars útgáfu- tónleika fyrir GusGus í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll en þar landaði Sigur Rós alþjóðlegum plötusamn- ingi og ári síðar fóru sambærilegir tónleikar fram, þá undir heitinu Iceland Airwaves. „Ég var Herra Örlygur allt þar til ég afsalaði mér titlinum og leyfði þeim að nota hann áfram enda var ég byrjaður að snúa mér að öðru.“ Í kringum síðustu aldamót urðu miklar framfarir í stafrænni tækni og Snorri var fljótur að tileinka sér þær. Hann tók þetta svo skrefinu lengra þegar hann komst inn í skóla í New York þar sem stafræn miðlun var í forgangi (e. digital media) og þar lærði hann allt frá forritun og grafískri hönnun yfir í klippivinnu og kvikmyndagerð með aðstoð tölvutækninnar. Hann leigði íbúð ásamt nokkrum námsmönnum í Williamsburg í Brooklyn sem nú er eitt dýrasta fasteignasvæði heims og þykir með eindæmum „hipp og kúl“. Sá tvíburaturnana hverfa í árásinni 11. september „Nú er þetta hverfi orðið svo hipp að það er ekki hægt að ímynda sér það en árið 2001, þegar ég flutti út, var það ekki komið á þetta stig. Ég var hæstánægður með að vera kominn til New York enda hafði mig dreymt um það frá því ég kom þar fyrst sem unglingur,“ segir Snorri sem ákvað að búa áfram í borginni að náminu loknu, þrátt fyrir óöryggið sem fylgdi árásunum á tvíburaturnana í september. „Ég held að sú upplifun hafi tengt mig bæði fólkinu og borginni alveg afskaplega sterkum böndum en hún breytti mér mjög mikið,“ segir Snorri sem fékk fréttirnar af árásinni fyrst í gegnum símtal frá Íslandi. „Þetta var eldsnemma um morgun og ég var að taka mig til fyrir skólann þegar systir mín hr- ingdi og spurði hvað væri eiginlega að gerast. Ég var heppinn að ná að svara, því örstuttu síðar myndað- ist svo mikið álag á línurnar að símakerfið lá niðri í tvo daga,“ segir hann. Hann segist hafa litið út um eldhúsgluggann með systur sína á línunni og séð reykinn stíga til himins frá Manhattan en það hafi ekki verið fyrr en hann kveikti á sjónvarpinu að hann skildi betur hvað var að gerast. „Þetta var samt mjög óraun- verulegt svo ég ákvað að halda bara áfram og drífa mig í skólann. Þegar ég kom á lestarstöðina sá ég turnana tvo standa í ljósum logum. Fólk stóð og horfði á þetta en ákvað svo að halda áfram með daglegt amstur … fara í vinnuna og svo framvegis. Ég ætlaði sjálfur að halda áfram, fór niður að lestinni en allt í einu sner- ist mér hugur og ég fór til baka. Sem betur fer … því nokkrum mínútum síðar hættu allar lestir að ganga og ég hefði orðið fastur á Manhattan. Þegar ég kom aftur upp kallaði einhver að turnarnir væru fallnir. Ég trúði þessu ekki enda var ég nýbúinn að horfa á þá en þetta var rétt. Turnarnir höfðu verið jafnaðir við jörðu.“ Ástin sigrar Hann segir næstu vikur og mánuði hafa verið mjög óraunverulega. Sjálfur þekkti hann engan sem lést í árásinni en í kringum hann var fjöldi fólks sem gerði það enda borgin þakin handgerðum auglýsingum þar sem kallað var eftir týndu fólki. Hann segir sam- kenndina sem ríkti meðal borgar- búa í kjölfar árásanna hafa verið ólýsanlega og fallegast þótti honum hvernig allir voru staðráðnir í að láta ekki hatrið ná yfirhöndinni. „Ég verð næstum því klökkur af því að tala um þetta. Það var eins og allir borgarbúar hefðu ákveðið að það væri hægt að komast í gegn- um svona hörmungar og vinna svo í því saman að gera heiminn betri. Ég varð aldrei var við neitt múslímahatur eða þess háttar, þvert á móti var algjör samstaða um að kærleikurinn væri rétta leiðin og það var einstaklega magnað,“ rifjar hann upp. „Þetta var samt mjög óraunverulegt svo ég ákvað að halda bara áfram og drífa mig í skólann. Þegar ég kom á lestarstöð- ina sá ég turnana tvo standa í ljósum logum. „ Í eitt skipti þegar við spiluðum sáum við þá lúberja nokkra krakka með kylfum, bara af því þeir dönsuðu „of mikið“. M yn d Ei n ar r ag n ar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.