Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 55
 16. febrúar 2018 55 Ferðast til seinni heimsstyrjaldarinnar dögum síðar var sprengju varpað á aðsetur hans við Downing-stræti 10. Í kjölfarið fluttu þau hjónin, Churchill og Clementine, í sér- stakar vistarverur sem voru stand- settar fyrir þau í byrginu og þar gat Churchill haldið í sínar daglegu venjur en eins og áhugamenn vita var hann einstaklega vanafastur þegar kom að matar- og hvíldar- tímum og hvers konar venjum, meðal annars reykingum. Til eru frásagnir af því hvernig hann vílaði ekki fyrir sér að fara úr kjallaranum og upp á þak til að fylgjast með sprengjuárásum Þjóðverja. Þar settist hann stundum á skorstein og púaði sína frægu vindla þannig að reykurinn sogaðist niður í kjallarann með tilheyrandi ónotum fyrir þau sem þar voru. Útklóraður stóll enda stressið mikið Þegar Bandaríkjamenn gengu til liðs við Breta var sérstöku símaher- bergi, „Transatlantic Telephone Room“, komið fyrir í byrginu svo að Churchill gæti lagt á ráðin með Bandaríkjaforseta. Hátækni þess tíma var notuð svo að ómögulegt væri að hlera þessi símtöl og sagan segir að hvorugur foringinn hafi viljað lyfta upp tóli fyrr en hinn var kominn á línuna, – enda stór- merkilegir karlar báðir tveir. Stóll ráðherrans stendur enn á sínum stað í fundarherbergi varnarráðsins og á viðarörmunum má sjá hversu mikið álag var á Churchill; hægri armurinn er allur útklóraður en sá vinstri er hol- óttur eftir núning frá innsiglinu á hringnum hans. Svo mikil leynd hvíldi yfir því sem fram fór í þessum herbergjum að Margaret Calley, dulkóðunar- sérfræðingur breska hersins, sagði fjölskyldu sinni ekki orð um sína aðkomu fyrr en þrjátíu árum eftir að stríðinu lauk. Thatcher klippti á borðann 1984 Þann 14. ágúst árið 1945, daginn eftir að Japanir játuðu sig sigraða, voru ljósin í byrginu slökkt í fyrsta sinn í sex ár og þremur árum síðar barst tilkynning frá þinginu um að byrgið skyldi varðveitt í uppruna- legri mynd og opið almenningi á fyrirfram ákveðnum tímum. Árið 1984 klippti þáverandi for- sætisráðherra, Margaret Thatcher á borðann þegar stríðsminjasafnið var formlega opnað í þeirri mynd sem það er í dag en árið 2005 var opnað safn um líf og störf Win- stons Churchill í hliðarrými en hann lést þann 24. janúar árið 1965, níræður að aldri. Í safninu, sem hefur hlotið ótal verðlaun, má meðal annars skoða mál- verk og teikningar eftir hann og ýmsa persónulega muni sem hann átti, til dæmis kampavínsflöskur, öskubakka, fatnað og bréf og ljósmyndir sem fóru á milli þeirra hjóna. Churchill-safnið Miði fyrir einn fullorðinn á Churchill-safnið kostar tæplega 3.000 krónur og gildir á bæði söfn- in en er ódýrari ef hann er keyptur fyrirfram á netinu. Veitingahús safnanna er opið til klukkan 16.45. Leiðsögn í heyrnartólum fylgir að- göngumiðanum en söfnin eru opin frá 9.30 til 6.00 alla daga. HEIMILISFANG: Churchill War Rooms Clive Steps King Charles Street London SW1A 2AQ Vefsíða: www.iwm.org.uk FríStuNdAMúrArI Churchill átti sér mörg áhugamál. Meðal annars var hann ágætur málari, mikill dýravinur og fínasta skáld. Skemmtilegasta áhugamálið hans var þó líklegast að múra veggi sem honum þótti bæði róandi og gefandi. Sagan seg- ir að hann hafi ekki verið neitt sérstaklega góður í þessu og þegar hann lagði frá sér spaðann og fór inn að drekka kampavínið sitt laumuðust fagmenn til að laga verkið. Hér SVAF HANN Vakinn og sofinn yfir vörninni gegn Hitler. Hér lagðist hann til hvílu. Mynd IWM Á meðan þú ert í London skaltu líka … HEIMSækjA SAAtcHI GALLEríIð VIð SLoAN SquArE. Samtímalist í sinni fegurstu og skemmtilegustu mynd. Einstaklega fal- legt hús sem gaman er að heimsækja. Til 6. mars verður hægt að skoða sam- sýningu nokkurra listamanna en sýn- ingin ber yfirskriftina ICONOCLASTS: Art out of the mainstream og til 25. mars stendur sýningin SALOON 004 en þar eru sýnd málverk sem Philip Pearlstein málaði frá 1990 til 2017. Heimilisfang: Duke of York's HQ King's Rd, Chelsea London SW3 4RY Vefsíða: www.saatchigallery.com PANtA þér borð á INdVErSkA VEItINGAStAðNuM GyMkHANA … sem hefur fengið rífandi dóma og fimm stjörnur hjá flestum veitingahúsa- gagnýnendum. Staðurinn er byggður á arfleið Breta í Indlandi en Gymkhana er angló-indverskt orðasamband sem var notað yfir herraklúbba á Indlandi hér áður. Mikil áhersla er lögð á góða tandoori-rétti á staðnum en varastu að biðja um eitthvað mjög sterkt því þegar Indverjar segja að matur sé sterkur þá er hann líklegast að fara að brenna úr þér iðrin. Sími: +44 20 3011 5900 Vefsíða: gymkhanalondon.com borðapantanir: opentable.co.uk, bookatable.co.uk SMAkkA tyrk- NESkA MEzE-réttI á tyrkNESkA StAðNuM SoFrA í MAyFAIr. Mikil áhersla er lögð á fersk hráefni og fjölbreytileika á þessum frábæra veitingastað sem leggur sérstaklega upp úr því að framreiða þjóð- lega rétti frá norðurhéruð- um Tyrklands. Heimilisfang: 18 Shepherd St, Mayfair London W1J 7JG borðapantanir: opentable.co.uk Sími: +44 20 7493 3320 Fá þér MorGuNMAt EðA bröNS á coLbErt. Á Colbert koma betri borgarar London í morgunmat til að fletta blöðum og sötra kaffi. Um helgar fyllist hann af fólki í bröns og því um að gera að panta sér borð ef þú vilt ekki þurfa að bíða. Hönnunin er í skemmtilega gamaldags frönsk- um stíl en rýmið er samansett af þremur herbergjum og anddyri með flottum bar. Heimilisfang: 50–52 Sloane Square Chelsea London SW1W 8AX Vefsíða: colbertchelsea.com borðapantanir: opentable.co.uk Sími: +44 20 7730 2804 ALLt í uPPruNALEGrI MyNd Lítið sem ekkert hefur verið hróflað við byrginu frá því stríðinu lauk árið 1945.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.