Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 51
 16. febrúar 2018 51 Blaðamaður hitti Snorra á Kringlukránni en þangað var hann mættur í fyrsta sinn á ævinni: „Er þetta ekki eld- gamall staður? Klassík í Reykja- vík?“ spyr Snorri um leið og hann tekur af sér húfuna. Við pöntum sódavatn, pepsí og hnetur og svo er kveikt á upptökutækinu. Snorri er sonur þeirra Sturlu Þengilssonar forritara og Maríu Norðdahl, fyrrverandi kennara. Hann ólst upp hjá foreldrum sín- um og systkinum, þeim Oddnýju og Kára, í Árbæ en bæði hafa verið áberandi í fjölmiðlum á síðustu árum. Oddný starfaði lengi sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og Kári sem tónleikahaldari. Síðar eignuðust þau bróðurinn Tómas, föðurmegin, en sá verður tvítugur á árinu og gæti því eins verið sonur systkina sinna … eða þannig. Að grunnskólanámi loknu fór Snorri í Menntaskólann við Sund sem var mjög algengt meðal Árbæinga hér áður fyrr og ekki leið á löngu þar til hann stofnaði hljómsveit, – enda af þeirri kynslóð sem var undir áhrifum frá Rokki í Reykja- vík, en þeim fannst það næstum skylda að gera eitthvað skapandi eins og Óttarr Proppé kom inn á í síðasta BIRTU-viðtali. Með Snorra í bandinu voru meðal annars þeir Ottó Tynes, Þórir Viðar Þorgeirs- son og Kristinn Pétursson. Hljómsveitin, sem fékk nafnið Ottó og nashyrningarnir, naut ágætis velgengni á þeim tíma sem hún starfaði en segja má að hápunktur ferilsins hafi verið tónleikar í Moskvu árið 1989. Hvernig kom það til að þú flæktist þangað? „Jú, þetta var svolítið fyndið og eiginlega hálfgerð tilviljun. Ég var eitthvað að fletta Þjóðviljanum við eldhúsborðið heima hjá mér og rak augun í viðtal við Sigríði Richards sem sagði frá því að ein- hver friðar- og umhverfisverndar- samtök í Danmörku óskuðu eftir tuttugu og fimm ungmennum frá Íslandi í vinaferð til Sovétríkjanna. Tilgangurinn var að brjóta niður múra milli ungs fólks og ég var alveg til í það,“ segir Snorri og hlær en hann var aðeins nítján ára þegar hann skellti sér út ásamt stórum hópi ungra Skandinava. „Þetta var skipulagt frá Kaup- mannahöfn og hópurinn fékk fría vegabréfsáritun sem á þeim tíma var í raun og veru ólöglegt. Á þessum árum voru heimsókn- ir ferðamanna til Sovétríkjanna skipulagðar eins og þær eru í Norður-Kóreu í dag. Það var ákveðið fyrir fólk hvar það átti að gista, hvaða staði mátti skoða, hvernig maður færi þangað og svo framvegis. Ef þú fórst út af hótelinu og ætlaðir eitthvert á eigin vegum þá stóð ein- hver upp í lobbíinu og elti þig út. Önnur leið til að komast inn í ríkin var sú að sovéskur ríkis- borgari þurfti að bjóða manni formlega með bréfi í gegnum sendi- ráð. Danirnir hugsuðu stórt og fóru í það að finna fimm þúsund sovéska ríkisborgara til að bjóða fimm þúsund manns í heimsókn. Þegar þeir voru komn- ir vel á veg þá strand- aði allt hjá einhverju möppudýri í Moskvu sem rak augun í þetta og spurði hvernig stæði á því að fimm þúsund manns væru samtímis að bjóða fólki í heimsókn. Hann var ekki hrifinn og stoppaði ferlið en þegar Gorbatsjov komst að þessu þá gaf hann út persónulega tilskip- un um að uppátækið skyldi leyft og það í miðri perestrojkunni!“ rifjar hann upp og hristir höfuðið. Skorturinn á frelsi áþreifanlegur í Sovétríkjunum Hljómsveitin Ottó og nashyrn- ingarnir hélt út ásamt E-X, Snigla- bandinu og fleiri hressum ung- mennum sem fóru bæði í hópum og sem einstaklingar. Krakkarnir fjármögnuðu ferðina sjálfir enda uppihaldið ekki svo dýrt og Snorri hvatti sína menn til að skella sér með. „Til dæmis vildi ég ólmur fá einn besta vin minn, Gunnar Bjarna, son Ragnars skjálfta, og núverandi yfirlækni Krabbameins- deildarinnar, með mér. Hann hafði ekkert með tónlist að gera og langaði alls ekki til að fara en ég sannfærði hann um að koma enda væri hann af frægum vinstri ætt- um. Þetta væri jafnframt einstakt tækifæri og því ekki annað við hæfi en að hann kæmi með. Hann lét til leiðast og það var sannarlega örlagarík ákvörðun því í Sovétríkj- unum kynntist hann kon- unni sem hann á tvö börn með og er enn kvæntur í dag,“ segir hann og af því má álykta að alla vega einn múr hafi brotnað þarna milli unga fólksins. Hvernig var það fyrir strák af vinstri ættum sem las Þjóðviljann við eldhúsborðið að koma til Sovétríkjanna á þessum tíma. Leist þér á þetta eða snerirðu til baka sem hægri- maður? „Það var reyndar alveg augljóst að kommúnisminn virkaði ekkert sérstaklega vel. Margt var í lagi en annað alls ekki. Fyrst og fremst var skorturinn á frelsi bæði áþreifan- legur og áberandi. Strákar á okkar aldri þurftu til dæmis að smygla inn tónlist frá Vesturlöndum. Ef einhver einn komst yfir plötu þá var hún látin ganga manna á milli sem voru saman í einhvers konar hljómplötuklúbbi, – og svo tóku allir plötuna upp á kassettur. Ríkið stjórnaði því jú hvaða tónlist fólk hlustaði á og þetta var allt saman kolólöglegt.“ Í miðri byltingu við Vetrarhöllina í Leníngrad Ungmennin heimsóttu Leníngrad, Kænugarð og Moskvu en ferðin tók heilan mánuð. Snorri segir hápunktinn hafa verið tónleika, sem þeir reyndar spiluðu ekki á, í Maxin Gorki-garðinum í Moskvu en þeim lýsir hann sem stórkost- legri og jafnframt mjög súrrealískri upplifun. „Ég hef aldrei á ævinni séð jafn mikið af lögreglumönnum. Þeir stóðu meðfram öllum götum, í þrefaldri röð fyrir framan sviðið og allt í kring. Áttu að sjá til þess að enginn myndi missa sig yfir þessari vestrænu rokktónlist og það gerðu þeir. Í eitt skipti þegar við spiluð- um sáum við þá lúberja nokkra krakka með kylfum, bara af því þau dönsuðu „of mikið“. Þetta var gersamlega ótrúlegt.“ Strákurinn sem þeir félagarnir gistu hjá í Leníngrad varð góður vinur Snorra og tveimur árum síðar fór hann aftur að heimsækja hann. Í ágúst árið 1991 var hann staddur í auga stormsins dagana sem sovéska byltingin upphófst sem leiddi síðar til upplausnar kommúníska fjölþjóðaríkisins. „Berlínarmúrinn féll daginn eftir að ég kom heim úr fyrri ferðinni til Sovétríkjanna og það fannst mér magnað enda nýkom- inn heim úr kommúnistaríki. Í sjálfu sér kom uppreisnin ekki mikið á óvart því allir höfðu verið að bíða eftir henni. Spennan lá í loftinu og spurningin var aldrei hvort heldur hvenær. Við Dimitri ætluðum til Moskvu þann 19. ágúst en komumst ekki þar sem allar lestarsamgöngur lágu niðri. Ég man að við stóðum á torginu fyrir framan Vetrarhöllina í Leníngrad þar sem fóru fram mótmælafundir og það voru hermenn alls staðar en við vorum samt ekki smeykir enda íbúar Leníngrad fremur friðsælir og frjálslyndir miðað við fólk annars staðar í landinu,“ segir Snorri sem komst klakklaust aftur til Íslands á þeim tíma sem hann ætlaði sér. Hann var staddur í Leníngrad þegar Sovétríkin féllu árið 1991 og tíu árum síðar stóð hann og horfði á reykjarmökkinn stíga upp frá tvíburaturnum í New York. Þótt Snorri Sturluson sé rétt að verða 48 ára hefur þessi geðþekki auglýsingamaður upplifað fleiri örlagaviðburði en margir geta ímyndað sér. Eftir sextán ára búsetu í New York er hann snúinn aftur til fósturjarðarinnar ásamt eiginkonu og tveimur sonum og starfar sem hugmyndasmiður og leikstjóri hjá auglýsingastofunni Pipar\TBWA. Margrét H. gústavsdóttir margret@dv.is „Hann var ekki hrifinn og stoppaði ferlið en þegar Gorbatsjov komst að þessu þá gaf hann út persónu- lega tilskipun um að uppátækið skyldi leyft og það í miðri perestrojkunni. Gott að vera inni í GeymSlu Eitt fjölmargra verkefna Snorra var til dæmis skemmtileg herferð um að hægt væri að finna athvarf í leigðu geymslurými. með DenniS Hopper Snorri starfaði með mörgum stórstjörnum í Bandaríkjunum, meðal annars Dennis Hopper heitnum sem hér má sjá í góðu stuði. Mynd Snorri SturluSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.