Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 53
 16. febrúar 2018 53 Þegar náminu lauk, í desember 2001, ákvað Snorri að flytja ekki heim á klakann heldur láta á það reyna að búa og starfa í New York. Hann var líka kominn með auga- stað á stelpu sem hann kynntist á stefnumótasíðu á netinu og var mjög spenntur að hitta að loknu jólafríi á Íslandi. Þau mæltu sér mót á götuhorni á Manhattan og fóru þaðan á veitingastað en Snorri segir að þarna hafi hann upplifað ást við fyrstu sýn. Sú heppna heitir Lydia Holt og er sagnfræðingur og rithöfundur af afrísk-amerískum uppruna, fædd og uppalin í Texas. Þau Snorri hafa nú verið gift í rúman áratug og eiga tvo syni, þá Andra Luke og Nicholas Jaka. Dagurinn sem Trump tók við embætti verri en 11. september Hann segist lítið hafa fundið fyrir fordómum í garð þeirra hjóna sérstaklega en engu að síður hafi það komið honum mjög á óvart hversu mikið kynþáttahatur sé enn ríkjandi í Bandaríkjunum. „Á yfirborðinu eru allir vinir í New York þótt fólk sé af ólíkum uppruna en við það að búa þarna í nokkra mánuði byrjar maður að sjá í gegnum þessa falsmynd. Öll lægst launuðu störfin í þjóðfélaginu eru unnin af svörtum Bandaríkja- mönnum, meira að segja innflytj- endur, sama af hvaða uppruna þeir eru, fá betri tækifæri en blökkumenn. Það var mikið áfall að átta sig á þessu og þess vegna finnst mér svo merkilegt hvað er að gerast núna. Black Lives Matter og MeToo eru á vissan hátt hluti af sömu byltingunni, það er að segja hópar sem hafa verið undirokaðir og beittir misrétti árum saman sem rísa nú upp gegn hvíta karlmann- inum, feðraveldinu, sem berst þó um á hæl og hnakka,“ segir hann. Hann segir stemninguna í New York hafa breyst gríðarlega eftir að Trump var kjörinn forseti. Daginn eftir að Obama tók við völdum hafi birt yfir öllu og fólk horfði bjartsýnt fram á veginn en um leið og Trump tók við embætti hafi svartnættið hellst yfir. „Þótt ótrúlegt megi virðast eru flestir íbúar New York sammála um að 7. nóvember 2017, dagurinn sem Trump tók við embætti, hafi verið verri en 11. september. Eftir árásirnar fundum við samkennd, samstöðu og styrk hvert í öðru en þegar Trump tók við myndaðist sundrung og vonleysi helltist yfir. Vinahópar splundruðust af því einhver í hópnum gaf Trump at- kvæði sitt. Þetta varð persónulegt. Samkynhneigðir, svartir, konur … bara allir sem ekki tilheyrðu einhverjum forréttindahópum tóku því sem persónulegri árás að vinir skyldu kjósa Trump. Það var verið að kjósa gegn þeim og með kvenfyrirlitningu og kynþáttahatri. Margir kjósenda hans létu sem ástæðan væri önnur, en undir niðri vita allir um hvað valið snerist og það var óhugnanlegt að sjá þetta koma svona upp á yfirborðið.“ Með hornskrifstofu á hæð 63 í Empire State-byggingunni Snorri átti mjög farsælan starfsferil í þau sextán ár sem hann bjó í heims- borginni. Fyrsta „alvöru“ starfið hans var hjá hip-hop fatamerkinu FUBU og fyrsta skrifstofan, – hornskrifstofa á 63. hæð í Empire State-byggingunni. Þar vann hann í fjögur ár sem listrænn stjórnandi og fórst það vel úr hendi. „FUBU, sem þýðir For Us By US, var stofnað af fjórum svörtum strák- um sem byrjuðu á að selja húfur upp úr skottinu á bílnum sínum. Svo fóru þeir að selja fleiri flíkur í svona hálf- gerðum sjoppum sem eru við flestar lestarstöðvarnar en það er yfirleitt í þessum búðum sem „trendin“ verða til í New York. Þetta sprakk svo alveg út og á ótrúlega skömmum tíma urðu þeir að heimsveldi sem velti fleiri milljörðum á ári.“ Eftir að hann sagði skilið við FUBU vann hann á auglýsinga- stofu um skeið en daginn sem eldri sonurinn kom í heiminn gerði hann það sem allir ráðlögðu honum að gera ekki – sagði upp vinnunni og fór að vinna sjálfstætt. Það tókst þó vonum framar en í tólf ár starfaði hann sem auglýs- ingaleikstjóri og ljósmyndari um allan heim. Hápunktur ferilsins var Superbowl-auglýsing fyrir tölvurisann Dell, en ásamt þáver- andi samstarfsfélaga sínum, Eiði Snorra Eysteinssyni, starfaði Snorri fyrir Nokia, Benz og fleiri stórfyrir- tæki með stórstjörnum á borð við Tom Brady, Dennis Hopper og Eric Roberts og fleirum. „Þetta var rosalega góður tími en svo skildi leiðir okkar Eiðs árið 2013. Hann flutti til Los Angeles og ég hélt áfram að vinna við aug- lýsingar og kvikmyndagerð í New York og víðar. Síðasta verkefnið mitt var að leikstýra skemmtilegri gamanmynd sem heitir Love in Kilnerry. Hún segir frá litlum bæ þar sem íbúarnir, flestir eldri borgarar, verða skyndilega gripnir miklum losta með tilheyrandi gleði fyrir suma og sálarstríði fyrir aðra,“ segir hann og brosir kíminn. Þetta hljómar eins og það hafi verið talsvert stuð á þér í stór- borginni. Hvað réð úrslitum um þá ákvörðun að flytja aftur til Íslands? „Það var sitt lítið af hverju. Til dæmis hafa stjórnmálin haft mjög leiðinleg áhrif á stemninguna í New York og svo vorum við að hugsa um strákana okkar. Ef þeir áttu að öðlast íslenska sjálfsmynd þá var þetta svolítið svona „now or never“. Nú stunda þeir nám við Austurbæjarskóla og líkar mjög vel enda eru margir krakkar þar sem hafa ekki íslensku sem fyrsta tungumál og komin ákveðin reynsla hjá kennurunum. Svo kunnum við öll vel að meta frelsið hérna. Þegar við fjölskyldan lentum þá fundum við strax að það þurfti ekki einu sinni að ræða það. Við þurftum ekkert að setjast niður og útskýra reglurnar á Íslandi fyrir þeim. Ef þá langar að fara eitthvert út að leika sér þá þarf maður ekki að stressa sig á því. Hér er mikið öryggi. Í Bandaríkjunum líta foreldrar ekki af börnunum sínum og sér í lagi ekki í stórborgunum. Ísland er sem betur fer ekki þannig og verður það vonandi aldrei,“ segir Snorri að lokum. „Black Lives Matter og MeToo eru á vissan hátt hluti af sömu byltingunni, það er að segja hópar sem hafa verið undir okaðir og beittir misrétti árum saman sem rísa nú upp gegn hvíta karlmanninum. Ottó Og nashyrningarnir Strákarnir ungir að árum. Hljómsveitin var stofnuð í Menntaskólanum við Sund. Á hOrninu þar sem þau hittust fyrst Snorri, Lydia og synirnir Andri og Nicholas á örlagahorninu á Manhattan í New York. Mynd Snorri SturluSon fuBu Snorri starfaði sem listrænn stjórnandi hjá fatamerkinu FUBU í fjögur ár og var með hornskrifstofu á 63. hæð í Empire State-byggingunnni. LOstafuLLir eLdri BOrgarar „Síðasta verkefnið mitt var að leikstýra skemmtilegri gaman- mynd sem heitir Love in Kilnerry. Hún segir frá litlum bæ þar sem íbúarnir, flestir eldri borgarar, verða skyndilega gripnir miklum losta með tilheyrandi gleði fyrir suma og sálarstríði fyrir aðra.“ Mynd Snorri SturluSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.