Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 66

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 66
66 lífsstíll 16. febrúar 2018 Gefur egg í annað sinn Ninna Karla Katrínardóttir er um þessar mundir að gefa egg í annað skiptið. Hún er hvergi af baki dottin og seg­ ist ætla að halda áfram að gefa þar til hún má það ekki lengur. „Í fyrsta skiptið sem ég gaf egg þá bað vinkona mín mig um að gefa sér það. Ég hafði ætlað að gera þetta heillengi en aldrei gert neitt í því og dreif því loksins í því. Núna er ég að gefa í annað skipti og ég gef vegna þess að það er löng bið eftir eggj­ um og mig langar að hjálpa fólki að láta drauma sína um barneignir rætast,“ seg­ ir Ninna í viðtali við Bleikt. Sjálf á hún tvær fullkomn­ ar dætur og telur ólíklegt að hún muni sjálf eignast fleiri börn. „Ég lít þannig á þetta að ég á fjölda eggja sem ég hef engin not fyrir, ég er búin að eignast börn og ætla mjög líklega ekki að eiga fleiri svo ég vil að aðrir geti upplifað þetta dá­ samlega hlutverk sem er að verða foreldri,“ segir Ninna. Hún leyfir áhugasömum að fylgjast með meðferðinni á Snapchat undir not­ andanafninu: ninnakarla. Í ofbeldis- sambandi í sex ár Ósk Arn­ þórsdóttir var aðeins 15 ára göm­ ul þegar hún hóf samband með manni sem var sjö árum eldri en hún. Fljótlega fór að bera á því að ekki væri allt með feldu og átti hann eftir að beita hana and­ legu og líkamlegu ofbeldi allt þeirra samband. „Hann byrj­ aði á því að beita mig andlegu ofbeldi þegar við vorum búin að vera saman í kannski tvo mánuði. Hann sagði við mig að ég væri heppin að hann vildi vera með mér því engin ann­ ar myndi líta við mér,“ segir Ósk sem deilir reynslu sinni til að vekja athygli á átaki Stíga­ móta sem ber heitið Sjúk ást. Fljótlega mátti Ósk ekki hitta karlkyns vini sína og í kjölfar­ ið taldi hann henni trú um að stelpurnar hefðu slæm áhrif á hana. „Hann kom því inn í haus­ inn á mér að fjölskylda mín væri vond við mig og vildi ekk­ ert með mig hafa. Ég fór því að loka mig meira af og tala minna við vini og fjölskyldu,“ segir hún. Líkamlegt ofbeldi fylgdi í kjöl­ farið. „Ef hann fékk ekki það sem hann vildi, þá tók hann það með afli. Ég man sérstak­ lega eftir því þegar hann tók mig hálstaki og kreisti eins fast og hann gat,“ segir Ósk sem komst úr sambandinu með hjálp fjöl­ skyldu og vina eftir sex ár. Hún hvetur alla sem eru í sömu stöðu til þess að leita sér hjálpar. Sítrónukjúklingur að hætti Bjargeyjar Uppskrift: n Kjúklingalæri og leggir n 2–3 sítrónur Ferskt timjan n Góð ólífuolía n 3 hvítlauksrif n Kjúklingakrydd n Sjávarsalt Aðferð: Setjið kjúklinginn í stóra skál og kreistið eina sítrónu yfir. Kryddið með kjúklinga- kryddi, sjávarsalti og vel af ólífuolíu. Leyfið kjúklingnum að marínerast og setjið hann svo í eldfast mót. Setjið timjan-greinar og niðurskornar sítrónusneiðar yfir ásamt hvítlauknum. Eldið í ofni í um 30 mínútur við 190 gráðu hita. Berið fram með sætum kartöflum, fersku salati og þessari dásamlegu Dijon- dressingu. Dijon-dressing n 1 dós sýrður rjómi n 2 tsk. Dijon-sinnep n 1 msk. hlynsíróp n Örlítill sítrónusafi n Salt og pipar Hægt er að nálgast fleiri góðar uppskriftir á síðu Bjargeyjar, bjargeyogco.com E va Dögg Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar hafa reynt að eignast barn í sex ár án árangurs. Eva hefur þrisvar sinnum orðið ólétt en hef­ ur í öll skiptin misst fóstur og hef­ ur það tekið gríðarlega á þau. Einn fallegan morgun árið 2015 vaknaði Eva og varð ljóst að hana langaði til þess að ættleiða barn og eru þau hjónin í því ferli núna. „Ég er með endómetríósu og pcos, polycystic ovary syndrome, og hef þurft að fara í eina að­ gerð vegna þess. Við höfum reynt að eignast barn í sex ár og hef ég meðal annars farið á frjósemislyf en ekkert hefur gengið,“ segir Eva og bætir því við að hún hafi alltaf elskað börn og eytt miklum tíma með þeim um ævina. „Ég passaði mikið þegar ég var í framhaldsskóla og hef einnig unnið sem leiðbeinandi barna í þriðja bekk.“ Eva bar upp hugmyndina um ættleiðingu við eiginmann sinn en það tók hann ör­ lítið lengri tíma að taka þessa ákvörðun. Var óstöðvandi í að skoða ferlið „En ég gaf mig ekki og var eiginlega óstöðv­ andi í að skoða ætt­ leiðingarferlið og afla mér upplýs­ inga. Ég ákvað þó að ræða þetta ekki við hann í nokkurn tíma og leyfa honum að koma með þetta til mín og einn góðan veðurdag var hann tilbúinn. Áður en við vissum af vorum við komin í viðtal hjá Ís­ lenskri ættleiðingu og í kjölfarið fórum við að safna saman öllum pappírum sem við skiluðum svo inn í nóv­ ember árið 2016. Nýlega fengum við viðtal við Barnavernd og erum að fara í viðtal þar í næstu viku og svo munum við fá reglulegar heim­ sóknir frá þeim og fara í viðtöl og einnig þurfum við að taka sálfræði­ próf sem verður þýtt og sent út.“ Eva og maðurinn henn­ ar ákváðu að ættleiða barn frá Tékklandi og segir hún að ferlið taki allt frá tveimur og upp í fjögur ár. „Það má því segja að þetta sé löng meðganga ef svo má að orði komast. Við eigum engin börn fyrir og því er þetta barn sem við verðum pöruð við mjög vel­ komið. Ferlið hefur verið algjör tilfinningarússíbani en við hugsum í lausnum og erum jákvæð með fram­ haldið. Við erum ekki mikið að vorkenna okkur fyrir að eiga ekki barn núna held­ ur reynum við að njóta þess að vera tvö á meðan við get­ um. En við erum afar heppin því við eigum nóg af yndislegum frændsystkinum sem koma nánast daglega í heimsókn eða pössun til okkar. En ég verð að segja að ég er svo spennt eftir því að fá símtalið stóra, þegar að því kemur, að ég get eiginlega ekki beðið.“ Tjáir sig opinberlega á Snapchat Eva segir að það hafi hjálpað þeim mikið að fá að fara á fundi og fyrir­ lestra hjá Íslenskri ættleiðingu sem og að fá að kíkja í heimsókn til fólks sem hefur ættleitt. Eva tók ákvörðun um að opna sig um ættleiðingarferlið á Snapchat því henni finnst það hjálpa henni að ræða um það opin berlega. „Ég vona að það hjálpi öðrum líka og vonandi sjá fleiri að það er til svo mikið af góðum lausnum til þess að eignast barn og þetta er ein af þeim.“ n Hægt er að fylgjast með ætt- leiðingarferli Evu á Snapchat und- ir notandanafninu: evanadia Eva Dögg hefur misst fóstur þrisvar sinnum n Talar opinskátt á Snapchat n Ákváðu að ættleiða barn frá Tékklandi Aníta Estíva Harðardóttir anita@pressan.is „Það má segja að þetta sé löng meðganga Geta vart beðið Eva Dögg með eiginmanni sínum. Alltaf elskað börn Eva Dögg Guðmundsdóttir á giftingardaginn. Húsráð gegn tárvotum augum í laukskurði Laukur er ríkur af B-, C- og G-vítamínum, próteinum, sterkju og lífsnauðsynlegum frumefnum. Hann er því virkilega hollur fyrir okkur en það sem við borgum fyrir kosti lauksins eru tárin sem við fellum þegar við skerum hann niður. Það eru þó til nokkur góð húsráð til þess að draga úr táraflóðinu: Hægt er að hita laukinn áður en hann er skorinn niður til dæmis með því að setja hann í örbylgjuofninn í um 30–40 sekúndur. Einnig er gott ráð að frysta laukinn áður en hann er skorinn niður. Best er að afhýða laukinn og leyfa honum að liggja í frystinum í um það bil hálftíma. Þriðja ráðið hljómar kannski furðulega en það virkar. Áður en þú hefst handa við að skera niður laukinn settu þá brauðsneið upp í þig og leyfðu henni að hanga á milli varanna. Brauðið virkar eins og svampur og mun það draga í sig megnið af efninu sem fær okkur til þess að gráta áður en það kemst upp að nefi þínu og augum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.