Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 18
18 16. febrúar 2018fréttir Holly Allir voru stjörnur í Þ eir sem voru upp á sitt besta á áttunda og níunda áratugnum muna eflaust eftir því að hafa skemmt sér í Hollywood eða „Hollý“ eins og staðurinn var gjarnan kallaður. Þar voru allir stjörnur, fullt var út úr dyrum á hverju kvöldi og diskótónlistin réð ríkjum. Álitlegar stúlkur áttu möguleika á að vera kosnar Ungfrú Hollywood og þeir sem voru heppnir fengu mynd af sér upp á vegg. Hollywood var opnaður 2. mars 1978 og var fullt út úr dyrum frá fyrsta degi. Á þessum árum voru utanlandsferðir fátíðar, aðeins var boðið upp á eina sjónvarpsrás og myndbandstækin voru ekki enn komin inn á heimilin. Bjórinn var ekki leyfður og lítið framboð var af skemmtistöðum. Unga fólkið vantaði afþreyingu. Ólafur Laufdal rak staðinn ásamt Kristínu Ketils- dóttur, eiginkonu sinni, og samtali við blaðamann DV rifjar hann upp þennan eftirminnilega tíma. „Þetta var á þeim tíma þegar diskóið var að byrja, bíómyndin Saturday Night Fever var nýkom- in út, klúbburinn Stúdíó 54 var úti í New York og alls staðar í heim- inum var verið að opna diskóklúbba. Ég ferðaðist mik- ið erlendis á alls konar sýningar til að kynna mér það nýjasta í ljósi og hljóði. Hollywood var fyrsti staður- inn til að vera með ljósadansgólf og myndbandstæki og svo vorum við með nokkur sjónvörp á staðnum sem sýndu tónlistar- myndbönd. Þetta var algjörlega nýtt, fólk hafði aldrei séð þetta áður. Liðið stóð bara og gapti á þetta.“ Troðfullt um hverja helgi Staðurinn var opnað- ur klukkan átta á kvöldin og að sögn Ólafs var hús- ið yfirleitt orðið troðfullt um tíu leytið. Langar rað- ir myndust fyrir utan og lét unga fólkið sig hafa það að bíða tímunum saman í vetrarfrostinu. „Í miðri viku voru lágmark sex hundruð manns og um helg- ar, þegar böllin voru, vorum við að selja upp í fimmtán hundruð miða. Við vorum með dagskrá á hverju kvöldi, keppnin um stelpu kvöldsins, spurningakeppni og svo var vinsældalisti Hollywood birtur vikulega.“ Plötusnúðar á borð við Leó- pold Sveinsson, Ásgeir Tómasson og Gísla Svein Loftsson þeyttu skífum í diskóbúrinu og vinsælt var að fá þá til að senda ástar- og afmæliskveðjur yfir dansgólfið. Hægt var að kaupa sælgæti, sokkabux- ur og snyrtidót í lítilli verslun á staðnum auk þess sem gest- um bauðst að kaupa þar ísmola til að taka með í eftirpartíin en staðnum var lokað á slaginu þrjú. „Svo tróðu þarna upp skemmtikraftar eins og Bald- ur Brjánsson og Laddi. Samtök- in Módel '79 voru þarna líka, al- veg gríðarlega vinsæl, og stóðu fyrir tískusýningum á fimmtudög- um og sunnudögum. Svo var Ung- frú Hollywood valin og stelpurnar fengu bíl í verðlaun eða ferð til Hollywood í Ameríku.“ Þegar líða tók á ní- unda áratuginn breyttist skemmti- staðamenningin í Reykjavík, gestum fjölgaði á vínveitingahús- um og krám en fækkaði á stór- um skemmtistöðum. Ólafur seldi reksturinn árið 1987 og var staðn- um þá breytt í veitingahúsið Broa- dway. Hann minnist þó tímans í Hollywood með mikilli hlýju. „Ég minnist þess varla að hafa séð vín á nokkrum manni, hvað þá slagsmál eða ólæti, það var ekki þannig lýður sem kom á staðinn. Þarna kom ungt og fallegt og lífs- glatt fólk sem vildi skemmta sér og sýna sig og sjá aðra. Það myndaðist þarna afskaplega góð stemming.“ n Meðfylgjandi ljósmyndir voru teknar af Birni G. Sigurðssyni sem stundaði staðinn á sínum tíma. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is myndir BjÖrn G. SiGurðSSon Vinsælasti skemmtistaður Íslands á áttunda og níunda áratugnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.