Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 63
menning 6316. febrúar 2018 Vinsælast í bíó Helgina 9. til 11. febrúar 1 Fifty Shades Freed 2 Lói - Þú flýgur aldrei einn 3 Darkest Hour 4 Maze Runner: The Death Cure (2018) 5 Paddington 2 6 Jumanji 7 Winchester 8 The 15:17 to Paris 9 Three Billboards Outside Ebbing, Missouri 10 The Post 1 Floni - Floni 2 JóiPé & Króli - GerviGlingur 3 Herra Hnetusmjör - KÓPBOI 4 Migos - Culture II 5 Ýmsir - The Greatest Showman 6 Ed Sheeran - ÷ 7 Sam Smith - The Thrill Of It All 8 Post Malone - Stoney 9 Camila Cabello - Camila 10 Justin Timberlake - Man of the Woods Vinsælustu plöturnar Vikuna 4. til 10. febrúar Ef fangar fengju að semja lög „Föngum í íslensk- um fangelsum býðst nánast engin að- staða til tónlistariðkun- ar. Fangelsin eiga bara tvö hljóðfæri, eitt píanó á Kvíabryggju og eitt á Litla-Hrauni. Það eru þó nokkur dæmi um að fangar í íslenskum fangelsum hafi samið eða tekið upp tónlist þegar þeir sátu inni. Það eru þó fáar hljómsveitir sem hafa verið stofnaðar og starfað að öllu leyti innan rimlanna – kannski sú eina, eða að minnsta kosti sú allra þekktasta, er hljómsveitin Fjötrar sem gaf út plötuna Rimlarokk árið 1982. „Bubbi kom einhvern tímann í heimsókn á Litla-Hraun og var svona ofboðslega ánægður með hvað það var mikil tónlistar- gróska í fangelsinu. Hann fór að tala um að hann þyrfti nú að fá einhverja fanganna með sér á næstu plötu. Svo varð eitthvað lítið um efndir í þessum efnum og fangarnir voru orðnir langþreyttir á að bíða eftir símtali frá Bubba svo þeir fóru bara sjálfir í að stofna hljómsveit,“ segir Þráinn. „Það var mikið komið móts við þá. Svo var öll umgjörðin unnin af föngum, umslagið og allt gert inni á Litla-Hrauni. Í viðtali við DV lýsir Sævar Ciesielski gítarleikari tónlistarlífinu í fangelsinu og það virðist vera sem nánast hver einasti maður sé að gutla á hljóðfæri eða pæla í tónlist. Þetta virðist vera það sem menn hafa fyrir stafni þegar það er frítími. Páll Winkel fangelsismálastjóri, sem er einn viðmælenda minna í ritgerðinni, segir að ástandið á Litla-Hrauni hafi breyst mik- ið frá þessum tíma. Hann segir að það sé „miklu harðari kjarni“ sem sé í fangelsinu og aðstæðurnar í því öðru vísi. Ég hugsa reyndar líka að aðgangur að afþreyingu sé orðinn allt annar í dag. Árið 1982 var ekki einu sinni sjónvarp á fimmtudögum. Í dag geta menn verið í tölvuleikjum og öðru slíku. Ég held að þetta spili stóran þátt.“ Upptökuver í fangelsinu Fangar í Halden-fangelsinu taka upp og gefa út eigin tónlist Víða erlendis reyna fangelsisyfirvöld að virkja betrunarmátt tónlistarinnar fyrir fanga. Eitt besta dæmið er líklega hið stórmerkilega Halden-öryggisfangelsi í Noregi – sem hef- ur stundum verið kallað „besta fangelsi í heimi.“ Þar er ýmis aðstaða sem nýtist föngum til ýmiss konar sköpunar. Þar er ekki bara boðið upp á námskeið og vinnusmiðjur, heldur er þar einnig fullbúið hljóðver sem fangarnir geta nýtt sér til að taka upp tónlist eða senda út útvarpsþætti. Tónlist fanganna er svo gefin út hjá þeirra eigin útgáfufyrirtæki, sem nefnist Criminal Records. Malavískir fangar vöktu mikla athygli fyrir tónlist sína Það vakti nokkra athygi þegar platan I have no everything here var tilnefnd til Grammy-verðlaunanna árið 2016. Það sem var sérstakt við plötuna var að tónlistin var öll samin og flutt af föngum í hinu yfirfulla Zomba-öryggisfangelsi í Malaví. Í tón- listinni, sem var tekin upp af upptökustjór- anum Ian Brennan, fengu raddir fanganna að heyrast og þeir fengu möguleika til að segja heiminum sögu, sína sem er – eðli málsins samkvæmt – oft harmræm og dramatisk, með lagatitlum á borð við „Ég drep ekki aftur“ og „Ég sé heiminn farast úr eyðni.“ Rimlarokk á Hrauninu Rokksveitin Fjötrar var einungis skipuð föngum á Litla-Hrauni Fangar tilnefndir til Grammy nægt fjármagn í grunnkostnað til að reka fangelsið, og þurfa þá að réttlæta hverja einustu krónu sem er notuð aukalega og sýna fram á árangur. Þarna skapast svo ákveðin sjálfhelda. Það þarf strax að vera hægt að að sýna fram á árangur áður en fjármagn fæst í verk efnið. Þannig þarf einhver annar að kosta verkefnið fyrst og sýna fram á árangurinn bara til þess að eiga einhvern möguleika á fjárveitingu – það eru fáir sem stökkva á þetta,“ útskýrir Þráinn. „Hitt vandamálið er að það þarf að vera mjög ákveðin týpa sem getur séð um þetta, þú geng­ ur ekki bara inn í fangelsi og byrjar með listasmiðju, þetta þarf að vera mjög skýr einstaklingur – með regluverkið á hreinu – en líka mjög skemmtilegur og áhugaverður. Listamenn og aðrir þeir sem hafa menntun til að gera þetta velja sér hins vegar mun frekar einhvern auðveldari starfsvettvang, vinnu með börnum eða annað slíkt.“ Þráinn segir þó ýmis teikn á lofti hvað varðar aðstöðu fanga og til standi að Lionsklúbburinn í Mosfellsbæ gefi fangelsinu á Sogni hljóðfæri sem verði aðgengileg í kennslustofunni þar. Gjöfin, sem er að undirlagi Andrésar Arnalds, verkefnastjóra hjá Landgræðsl­ unni og föður tónlistarmanns­ ins Ólafar Arnalds, mun gjörbylta aðstöðu fanganna til tónlistariðk­ unar, að sögn Þráins. Hún mun til að mynda gera tónlistarkennslu og tónlistarsmiðjur mögulegar á Sogni í framtíðinni. n Ahhh... í Tjarnarbíói H vernig þeim í RaTaTaM leikflokknum datt í huga að klæða ljóðin henn­ ar Elísabet­ ar Jökulsdóttur í búning kaba­ rettsins er undravert – reyndar frá­ bær hugmynd. Og hvernig henni Charlottu Böving hefur tek­ ist að útfæra þessa frumlegu hugmynd á sviði Tjarnarbíós er ómetanlegt bæði fyrir okk­ ur sem unnum leiklist og hina, sem nú munu (væntanlega) flykkjast í Tjarnarbíó. Það fer ekki hjá því, að Charlotta, sem er alin upp í annars konar umhverfi og annars konar leikhúsi, komi með eitthvað nýtt og ferskt í farteskinu inn í okkar heim. Hvernig hún spinnur saman ljóð og liti, gaman og alvöru, til­ brigði ástarinnar og fangbrögð greddunnar, heillar okkur upp úr skónum og blæs okkur lífsanda á ný – eftir allt þung­ lyndið og drungann. Það er erfitt að gera upp á milli leikaranna. Öll fjögur, þau Albert, Guðmundur Ingi, Hall­ dóra Rut og Laufey, eru veisla fyrir augað, hvert á sinn máta. Þau geisla af orku og gleði. Það er ekki heiglum hent að gera allt í senn: koma til skila ljóð­ rænum texta, spila á hljóð­ færi og svífa í lausu lofti eins og fuglar himinsins og dansa á ærlsafenginn og kómískan hátt. Trúðsdansinn á hnjánum var til dæmis óborganlegur. Hildur Magnúsdóttir á aldeilis hrós skilið – en hún er skráð fyrir hreyfingum leikaranna. Ég tók eftir því, að fólk var fremur grámyglulegt og þung­ brýnt, þegar það tíndist inn í Tjarnarbíó fyrir upphaf sýn­ ingar. En ég lýg því ekki, að flest voru skrafhreifin og með bros á vör, þegar þau héldu á brott – aftur út í myrkrið og slydduna. Það segir sína sögu. Gagnrýnina má lesa í heild sinni á dv.is/menning Bryndís Schram ritstjorn@dv.is Leikhús Bókin á náttborðinu „Á náttborðinu undanfarna daga hefur verið bókin Weight Bias and Social Work Practice. Kannski furðu- leg lesning fyrir háttinn en ég er í óða önn að undirbúa málstofu um fitufordóma og líkamsvirðingu fyrir Félagsráðgjafaþingið í dag, föstudag, og sá undirbúningur á hug minn allan. Ef ég er ekki að vinna í einhverju líkamsvirðingartengdu má yfirleitt finna Yrsu, Camillu Läckberg eða Dan Brown á náttborðinu mínu.“ - Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.