Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 56
56 16. febrúar 2018 Frumsýnd: 2. febrúar 2018 Leikstjórn: Joe Wright Leikarar: Gary Oldman, Lily James, Ben Mendelsohn, John Hurt, Kristin Scott Thom- as, Stephen Dillane, Philip Martin Brown, Jeremy Childs, Ronald Pickup, Charley Palmer Rothwell Handrit: Anthony McCarten Í upphafi seinni heimsstyrjaldar-innar hvíla örlög hins frjálsa heims á öxlum nýkjörins for- sætisráðherra Bretlands, Winstons Churchills. Hann stendur frammi fyrir því að þurfa að semja við Hitler, eða að þrauka og berjast áfram þar til yfir lýkur. Myndin gerist öll í maí 1940 og lýsir fyrstu dögum Churchills í embætti, en óhætt er að segja að hann hafi tekið við erfiðu búi. Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Frakkland og áttu síðar í mánuðin- um eftir að króa Bandamenn af í Dunkirk þar sem 400 þúsund hermenn horfðu fram á að verða stráfelldir tækist ekki að ferja þá yfir Ermarsundið í tíma. Réttur maður á réttum stað Ögurstund, eða The Darkest Hour eins og hún heitir á frummálinu, er virkilega áhrifarík mynd en í sögunni eru raktir atburði sem skiptu gríðarlega miklu máli fyrir allan hinn vestræna heim. Ef Winston Churchill hefði ekki verið réttur maður á réttum stað og tíma eru talsverðar líkur á að heimsmyndin væri önnur en sú sem við þekkjum í dag. Á þessum örlagaríku dögum vorið 1940 tók- ust á tvær fylkingar; þeir sem vildu semja við Hitler og þeir sem vildu ekki semja við Hitler, eða töldu það sama og tap að gera friðarsamn- inga við hann. Ekki þarf að taka fram að Churchill var í síðar- nefndu fylkingunni. Þótt Churchill hafi verið glámskyggn maður að sumu leyti, yfirsást honum aldrei hvaða mann Adolf Hitler hafði að geyma. Hann varaði við honum í ræðu og riti allt frá því hann komst til valda. Gary Oldman leikur Churchill af mikilli snilld enda hlaut hann Golden Globe-verð- launin fyrir sitt framlag sem besti leikari í dramamynd. Við semjum aldrei við Hitler, við gefumst aldrei upp! Höfundur handritsins tekur sér skáldaleyfi við að segja söguna, en það gerir hana ekki minna hríf- andi. Senan þar sem Churchill tek- ur sér far með neðanjarðarlest er sérlega eftirminnileg. Þar tók hann púlsinn á þjóðinni og niðurstaðan var einróma: Við semjum aldrei við Hitler. Við berjumst gegn þeim á höfunum, við berjumst gegn þeim með síauknum þrótti í loftinu, við verjum eylandið okkar, hvað sem það kostar. Við munum berjast á ströndunum, við munum berjast á flugvöllunum, við munum berjast á engjunum og götunum, við munum berjast í fjöllunum; við gefumst aldrei upp! Að lokum er gaman að geta þess að það var hugmynd Churchills að fá báta og fley til að bjarga hermönnunum sem voru fastir í Dunkirk en um þá viðburði var gerð samnenfd verð- launamynd sem var nýverið sýnd í kvikmyndahúsum. Einróma lof gagnrýnenda Darkest Hour hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og Gary Old- man er tilnefndur sem besti leik- arinn í aðalhlutverki. The Darkest Hour er einnig tilnefnd til fjölda Bafta-verðlauna eða átta. Hún fær til að mynda tilnefningu sem besta myndin og Oldman er tilnefndur sem besti leikarinn. Þá var hann valinn besti leikari í dramamynd á Golden Globe. The Darkest Hour er sýnd í Sambíóunum. Sigurgeir Orri Sigurgeirsson Winston Churchill á ögurstund KviKmyndir: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson fjallar um The Darkest Hour Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.