Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 56
56 16. febrúar 2018
Frumsýnd:
2. febrúar 2018
Leikstjórn: Joe Wright
Leikarar: Gary Oldman,
Lily James, Ben Mendelsohn,
John Hurt, Kristin Scott Thom-
as, Stephen Dillane, Philip
Martin Brown, Jeremy Childs,
Ronald Pickup, Charley
Palmer Rothwell
Handrit: Anthony McCarten
Í upphafi seinni heimsstyrjaldar-innar hvíla örlög hins frjálsa heims á öxlum nýkjörins for-
sætisráðherra Bretlands, Winstons
Churchills.
Hann stendur frammi fyrir því
að þurfa að semja við Hitler, eða að
þrauka og berjast áfram þar til yfir
lýkur. Myndin gerist öll í maí 1940
og lýsir fyrstu dögum Churchills
í embætti, en óhætt er að segja
að hann hafi tekið við erfiðu búi.
Þjóðverjar höfðu ráðist inn í
Frakkland og áttu síðar í mánuðin-
um eftir að króa Bandamenn af
í Dunkirk þar sem 400 þúsund
hermenn horfðu fram á að verða
stráfelldir tækist ekki að ferja þá
yfir Ermarsundið í tíma.
Réttur maður á réttum stað
Ögurstund, eða The Darkest Hour
eins og hún heitir á frummálinu,
er virkilega áhrifarík mynd en í
sögunni eru raktir atburði sem
skiptu gríðarlega miklu máli fyrir
allan hinn vestræna heim.
Ef Winston Churchill hefði ekki
verið réttur maður á réttum stað
og tíma eru talsverðar líkur á að
heimsmyndin væri önnur en sú
sem við þekkjum í dag. Á þessum
örlagaríku dögum vorið 1940 tók-
ust á tvær fylkingar; þeir sem vildu
semja við Hitler og þeir sem vildu
ekki semja við Hitler, eða töldu það
sama og tap að gera friðarsamn-
inga við hann. Ekki þarf að taka
fram að Churchill var í síðar-
nefndu fylkingunni. Þótt Churchill
hafi verið glámskyggn maður að
sumu leyti, yfirsást honum aldrei
hvaða mann Adolf Hitler hafði að
geyma. Hann varaði við honum í
ræðu og riti allt frá því hann komst
til valda. Gary Oldman leikur
Churchill af mikilli snilld enda
hlaut hann Golden Globe-verð-
launin fyrir sitt framlag sem besti
leikari í dramamynd.
Við semjum aldrei við Hitler, við
gefumst aldrei upp!
Höfundur handritsins tekur sér
skáldaleyfi við að segja söguna, en
það gerir hana ekki minna hríf-
andi. Senan þar sem Churchill tek-
ur sér far með neðanjarðarlest er
sérlega eftirminnileg. Þar tók hann
púlsinn á þjóðinni og niðurstaðan
var einróma: Við semjum aldrei
við Hitler. Við berjumst gegn
þeim á höfunum, við berjumst
gegn þeim með síauknum þrótti
í loftinu, við verjum eylandið
okkar, hvað sem það kostar. Við
munum berjast á ströndunum, við
munum berjast á flugvöllunum,
við munum berjast á engjunum
og götunum, við munum berjast
í fjöllunum; við gefumst
aldrei upp!
Að lokum er gaman
að geta þess að það var
hugmynd Churchills að fá báta og
fley til að bjarga hermönnunum
sem voru fastir í Dunkirk en um þá
viðburði var gerð samnenfd verð-
launamynd sem var nýverið sýnd í
kvikmyndahúsum.
Einróma lof gagnrýnenda
Darkest Hour hefur hlotið einróma
lof gagnrýnenda og er tilnefnd til
sex Óskarsverðlauna, þar á meðal
sem besta myndin og Gary Old-
man er tilnefndur sem besti leik-
arinn í aðalhlutverki. The Darkest
Hour er einnig tilnefnd til fjölda
Bafta-verðlauna eða átta. Hún fær
til að mynda tilnefningu sem besta
myndin og Oldman er tilnefndur
sem besti leikarinn. Þá var hann
valinn besti leikari í dramamynd á
Golden Globe. The Darkest Hour
er sýnd í Sambíóunum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
Winston Churchill á ögurstund
KviKmyndir:
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson fjallar um The Darkest Hour
Sætoppur ehf. l Lónsbraut 6 l 220 Hafnarfirði l Sími 551 7170 l www.saetoppur.is