Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 14
14 16. febrúar 2018fréttir F áum hefur dulist að inn- brotahrina gengur nú yfir suðvesturhluta landsins og virðist sem einstök hverfi séu tekin fyrir á ákveðnum tíma. Lögreglan hefur til dæmis sagt frá því að mörg innbrot hafi verið framin í Garðabæ og Laugarnes- hverfi í Reykjavík undanfarið og er þá um skipulagða glæpastarfsemi að ræða, hugsanlega með erlend- ar tengingar. Að lenda í innbroti er áfall sem snýst ekki eingöngu um tap fjármuna heldur hefur fólk lýst hversu mikil áhrif þetta hefur á sálina. Öryggið hverfur í einu vet- fangi. DV ræddi við fólk sem hef- ur nýlega lent í slíkum aðstæðum. Dóttirin kom fyrst heim: „Það er einhver inni í húsinu“ Svava Björg Harðardóttir býr í ein- býlishúsi í Hæðahverfi í Garðabæ ásamt manni sínum og tveimur dætrum. Þann 19. janúar var brot- ist inn hjá þeim og lögreglan telur að þrír menn hafi verið að verki. Svava segir: „Yngsta dóttir mín kom heim úr skólanum og hringdi þá strax í mig í vinnuna í miklu uppnámi. Það fyrsta sem hún sagði var „Það er einhver inni í húsinu“ og var hræðilegt að heyra óttann í rödd hennar.“ Sem betur fer voru þjófarnir þá farnir. „Þeir hafa greini- lega fylgt okkur eftir og séð hvenær við förum til vinnu og skóla.“ Svava og maður hennar drifu sig heim og hringdu á lögregluna. Farið hafði verið inn um svefnher- bergisglugga og tekin flest verð- mæti í húsinu, skartgripir, spjald- tölvur, peningar og fleira. Inni í svefnherbergi var falið öryggis- hólf, borað inn í steypuvegg. Þegar fjölskyldan kom að lá hólfið opið og tómt á gólfinu. „Ég veit ekki hvernig í ósköpunum þeir hafa farið að því að opna þetta. Þeir höfðu greinilega réttu tækin og kunnáttuna til þess.“ Fjölskyldan er með öryggiskerfi frá Securitas en þennan dag hafði gleymst að setja það í gang. „Merk- in frá Securitas stoppuðu þá ekki og þeir gátu ekki vitað að slökkt væri á kerfinu. Ég er líka með hund á heimilinu, engan varðhund heldur lítinn kjölturakka sem var ein taugahrúga eftir þetta.“ Svava segir innbrotið hafa svipt fjölskylduna öryggistilfinningunni. „Þetta er mikið áreiti á tilfinn- ingalífið og maður verður lamað- ur eftir þetta. Það eru börnin sem hljóta mesta skaðann af þessu. Yngsta dóttir mín hefur þurft að sofa uppi í hjá mér eftir þetta og er nýfarin að sofa aftur í sínu herbergi. Það var líka búið að stela spjald- tölvum dætra minna og snjallúr- um.“ Svava veit að brotist hefur ver- ið inn í að minnsta kosti 20 hús í Garðabænum undanfarið. „Það eru mörg börn sem eru hrædd og vilja ekki lengur vera heima hjá sér. Þeim finnst ekkert öryggi þar leng- ur.“ Málið er óupplýst og Svava veit ekki hvort um útlendinga eða Ís- lendinga sé að ræða en ljóst er að þetta er vel skipulögð starfsemi. Hún segir lögregluna telja að um erlenda aðila sé að ræða. Tóku þjóðbúning og bílinn tveimur dögum síðar Brotist var inn á heimili Indriða Ívarssonar og Kristjönu Steinþórs- dóttur í Húsahverfinu í Grafarvogi 2. febrúar. Þau búa ein í einbýlis- húsi og voru erlendis þegar inn- brotið átti sér stað. Sonur þeirra aðgætti með húsið kvöldið áður en um hádegisbil fékk Indriði hringingu frá Securitas um að ekki næðist samband við kerfið í hús- inu. Þá kom í ljós að innbrot hafði verið framið um nóttina og var lögreglu þá gert viðvart. Indriði segir: „Þeir höfðu farið inn í bílskúrinn og tekið kerfið úr sambandi og síðan brotið rúðu og farið inn í húsið. Þetta var greini- lega mjög skipulagt og þeir hafa vitað að við vorum í útlöndum. Annaðhvort hafa þeir fylgst með eða keypt upplýsingar um það.“ Indriði og Kristjana komust ekki til landsins fyrr en 6. febrúar og þau vita enn ekki nákvæmlega hverju var stolið. „Hér var brotin rúða, allt á rúi og stúi og búið að hella úr öllum skúffum. Við vit- um að þeir tóku skartgripi, raftæki og dýran þjóðbúning. Þeir hafa greinilega gott verðskyn.“ Hvaða tilfinningar vakna? „Kristjana er alveg eyðilögð yfir þessu en ég hef verið fljótari að jafna mig. Maður finnur auðvitað fyrir miklu öryggisleysi og er var um sig. Sérstaklega af því að þeir tóku alla lykla sem þeir fundu.“ Tveimur dögum eftir innbrot- ið komu þjófarnir aftur og tóku þá Ssangyong-bifreið hjónanna sem þeir höfðu lyklana að. Sonur þeirra fann hins vegar bílinn við Iðufell í Breiðholti degi seinna. Var ekki hægt að ná þjófunum þá? „Þeir voru þá hvergi sjáanlegir og lögreglan mat það svo að best væri að taka bílinn. Það voru engin verðmæti í bílnum en hann var illa farinn að innan.“ Indriði segist von- svikinn yfir því hversu auðvelt reyndist fyr- ir þjófana að aftengja öryggiskerfið og hann er ekki vongóður um að þýfið komi í leitirn- ar. Mestu skiptir að fá þjóðbúninginn aftur, því auk þess að vera verðmætur hefur hann mik- ið tilfinningalegt gildi. Ekki mannskapur til að rannsaka Inga Pála Eiríksdóttir býr á jarð- hæð í blokkaríbúð í Ásbrú í Reykjanesbæ ásamt tveimur son- um sínum. Í byrjun desember á síðasta ári var brotist inn á mann- laust heimilið þegar þau skruppu burt um kvöldmatar leytið. Inga segir: „Ég fór út klukkan sex og kom aftur heim klukkan níu.“ Þá sá hún strax að brotist hafði ver- ið inn. „Ég gleymi því aldrei hvað ég var óörugg þegar ég gekk inn í íbúðina, þá með yngsta drenginn með mér. Ég var ekki viss um að þjófurinn væri farinn og hringdi strax á Neyðarlínuna og lögreglan var mjög fljót á staðinn.“ Brotist hafði verið inn í gegnum glugga í svefnherbergi annars sonar henn- ar og var glugginn ónýtur. Hvað var tekið? „Aðallega áfengi og tóbak á meðan leikjatölvur, vasar og önn- ur verðmæti voru ósnert. Til dæmis hurfu flöskur af Amarula og vodka en við hliðina á þeim var dýrt koníak sem var látið í friði. Þannig að þetta var ekki þjófur með góðan smekk.“ Þó að Inga hafi verið ánægð að sjá hversu snöggir lögreglu- mennirnir voru á staðinn þá olli rannsóknarferlið henni vonbrigð- um. Bæði hafði lögreglan ekki mannskap í að rannsaka málið og þær upplýsingar sem hún veitti skiluðu sér illa. „Ég var nýbúin að pússa glugg- ann sem brotist var inn um og ég sagði lögreglunni að það gætu ekki verið nein önnur fingraför á honum en mín og þjófsins. Þeir tóku samt ekki fingraför af glugg- anum. Daginn eftir fann ég ham- ar fyrir aftan íbúðina og lét lög- regluna vita. Þá var mér sagt að ekki væri nægur mannskapur til að sinna þessu.“ Hafðir þú tekið eftir einhverju grunsamlegu áður? „Já, ákveðinn einstaklingur hafði verið að sniglast hérna í kring. Eftir þetta hef ég ekki séð hann. Nágrannar höfðu einnig samband og sögðu mér frá ferðum hans. Ég lét lögregluna vita hvern ég grunaði og hann var síðar yfir- heyrður. Ég hef ekkert frétt meira.“ Nokkuð hefur verið um innbrot í hverfinu líkt og í mörgum hverf- um á suðvesturhorninu. Inga seg- ist hafa grun um að í Reykjanesbæ hafi bæði hælisleitendur og ung- lingagengi staðið að innbrotum. Hún telur að sá sem framdi verkn- aðinn á hennar heimili gæti til- heyrt einu unglingagengi. n n Aftengdu öryggiskerfi n Þjóðbúningur tekinn n Öryggishólf brotið úr vegg „Hræðilegt að heyra óttann í rödd hennar“ Innbrotahrinan: Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is „Þeir hafa greini- lega fylgt okkur eftir og séð hvenær við förum til vinnu og skóla. Kristjana Steinþórsdóttir Þjóðbún- ingurinn hefur tilfinningalegt gildi. Svava Björg Harðardóttir „Merkin frá Securitas stoppuðu þá ekki“ Inga Pála Eiríksdóttir „Þá var mér sagt að ekki væri nægur mannskapur til að sinna þessu.“ Gluggi brotinn upp „Ég gleymi því aldrei hvað ég var óörugg þegar ég gekk inn í íbúðina, þá með yngsta drenginn með mér.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.