Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 44
44 16. febrúar 2018 Tímavélin Gamla auglýsinginDV, 8. febrúar 2003 Rauða Reykjavík F reymóður Jóhannsson var listmálari og tónskáld sem notaði gjarnan listamanns- nafnið Tólfti september. Árið 1970 vakti hann töluverða athygli fyrir staðfasta baráttu sína gegn sýningum kvikmynda sem hann taldi vera klámefni, en þá var hann kominn á áttræðisaldur. Kærði Hafnarbíó Vixen!, brjóstamynd úr safni Russ Meyer, frá árinu 1968 var sýnd í Hafnarbíói tveimur árum síðar við litla hrifningu Freymóðs. Svo litla reyndar að hann kærði sýningarn- ar til ríkissaksóknara. Krafðist hann þess að sýningarnar yrðu stöðvaðar „í nafni siðmenningar- innar og íslenzkra laga.“ Eins og aðrir víðsýnismenn dæmdi Freymóður kvikmyndina ekki út frá kápunni einni held- ur fór hann sjálfur í bíó. Í sam- tali við Morgunblaðið sagði hann myndina hafa haft viðbjóðsleg áhrif á sig og að Alþingi yrði að grípa í taumana. Kærunni var hins vegar hafnað á þeim grundvelli að kynfæri væru ekki sett fram á áber- andi hátt í Vixen! Hafði Freymóð- ur þó fengið fregnir af því að önn- ur kvikmynd, Ur kärlekens språk, yrði sýnd í þessu sama bíóhúsi og þar yrði enginn skortur á kynfæra- sýningum. Pallborðsumræður um klám Ur kärlekens språk, eða Táknmál ástarinnar, sem var talin hispurs- laus fræðslumynd um kynlíf, fór sigurgöngu um heiminn en sýn- ingar á henni mættu þó víða and- stöðu. Til dæmis í London þar sem 30 þúsund manns mótmæltu henni á Trafalgartorgi, þar á með- al tónlistarmaðurinn Cliff Richard. Freymóður var einn þeirra sem mótmæltu sýningum myndar- innar hér á landi hvað ákafast og sat í pallborði á borgarafundi þar sem myndin var rædd. Freymóður Kynlíf í símanum Erótíska símaþjónustan Rauða torgið var opnuð árið 1995 og starfrækt í hartnær 20 ár. Á lín- um torgsins var hægt að fá alls kyns hljóðræna kynlífsþjón- ustu, svo sem erótísk samtöl, erótískar upptökur og kynlífs- sögur. Síðar bauð torgið upp á einkamálaþjónustu á vef- síðu sinni og símastefnumót, fyrir gagn- og samkynhneigða. Stefnumótalínan var ókeypis fyrir konur en karlmenn þurftu að greiða til að hlusta á auglýs- ingar frá konum. Fleiri aðilar buðu upp á erótíska símaþjón- ustu en Rauða torgið var sú stærsta á íslenskum markaði. Þjónustan var ekki óumdeild og til dæmis gerði þingmaður Þjóðvaka það að umtalsefni á Alþingi árið 1996 að Póstur og sími innheimti fyrir slíkt „klám“ og að börn og unglingar gætu hlustað á það. Jóhanna njósnaði um ástandskonur Þegar Ísland var hernumið 1940 streymdu hingað þús- undir breskra og síðar banda- rískra hermanna og eins og gengur og gerist slógu fjöl- margar íslenskar stúlkur sér upp með þeim. Íslensk stjórnvöld höfðu áhyggjur af „ástandinu“ og töldu að ungar stúlkur, allt niður í 12 ára, væru að stunda vændi. Jóhanna Knudsen lögreglukona hafði yfir umsjón með njósnum um allt að þúsund íslenskar konur og voru þær upplýsingar inn- siglaðar fram á þessa öld. Ein færsla úr gögnunum segir um tiltekna konu: „Er með hverj- um sem er, sést með Bretum í skúmaskotum, ýmist fín í pels eða drusla, oft tekin úr skip- um, alræmd skækja.“ Ástands- skýrsla, byggð á rannsóknum Jóhönnu, var gerð árið 1941 og í kjölfarið var unglingaheimil- um fyrir ástandsstúlkur komið á fót. n Herör Freymóðs gegn klámi n Taldi kynfræðslu fráleita hugmynd „Eiga kannski að vera samfarir í skólastofunum?“ T íu árum áður en Bóhem, fyrsti íslenski nektarstað- urinn, var opnaður við Vitastíg sýndu ungmenni í Pan-hópnum svokallaða nær- föt og hjálpartæki ástarlífsins á skemmtistöðum, í félagsheimilum og einkasamkvæmum. Sýningarn- ar voru upphaflega hugsaðar sem kynning fyrir Póstverslunina Pan sem flutti inn hjálpartæki ástar- lífsins frá Bretlandi en fljótlega öðluðust þær sitt eigið líf. Áhugi Íslendinga á hinum goðsagna- kennda Pan-hópi varð fljótlega gríðarlegur enda hafði enginn kynnst neinu sambærilegu. Reyndar höfðu stöku fatafellur komið til landsins og sýnt listir sínar á skemmtistöðum, en heill hópur af stelpum og strákum sem stripluðust um á leðurpjötlum og sýndu framandi hjálpartæki ástar- lífsins, slíkt var með öllu framandi á Íslandi árið 1986. Saumaklúbbar kraumuðu með sögum af krökk- unum í Pan-hópnum og sumt var satt en annað logið. Kynntu víbratora fyrir Íslendingum Haukur Haraldsson, annar stofn- enda Pan, starfaði sem verslunar- stjóri í kjötverslun áður en hann varð landsþekktur fyrir sölu á hjálpartækjum ástarlífsins og sem kynnir líflegra sýninga Pan-hóps- ins. Í samtali við DV segist Haukur hafa rambað inn á þennan mark- að fyrir tilviljun þegar hann hóf að flytja inn notuð sjónvarpstæki frá Bretlandi. Í einni ferðinni árið 1985 slóst Guðmundur Ásmunds- son pípari í för með honum og fengu þeir þá hugmynd að flytja inn smokkasjálfsala. „Þá var þessi umræða um alnæmi að byrja. Þessir sjálfsalar voru inni á öllum börum og brautarstöðvum sem við komum á.“ Þeir fóru til Birmingham þar sem þeim var sagt að hægt væri að kaupa slíka sjálfsala. Þar hittu þeir konu á miðjum aldri sem vildi að þeir tækju sýnishorn af öðrum vörum verslunarinnar með heim til Íslands en það voru víbratorar og kynæsandi nærföt. „Ég tók þá með tvö dúsín af venjulegum hvít- um juðurum og bæklinga. Þegar við komum heim reyndum við að selja apótekunum þetta en það var bara hlegið að okkur.“ Settu þeir þá auglýsingu í einkamáladálk DV og opnuðu pósthólf til að taka við pöntunum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa því daginn eftir höfðu þeim borist um 300 bréf. „Það var eins og við hefðum komið til landsins með mat fyrir hungraðan heim.“ Þar með varð til Póstversl- unin Pan með hjálpartæki ástar- lífsins til og félagarnir flugu aftur út til að kaupa meira. Jón langi, Ástríður og Stobbi fjölhraðall Fóru nú að birtast hressilegar auglýsingar með vörum sem Ís- lendingar voru ekki vanir að sjá, víbratorar af ýmsum stærðum og gerðum, gervipíkur, dúkkur og fleira. „Hamingja ykkar er okkar fag“ var slagorðið. Tólin fengu ís- lensk nöfn sem gladdi væntanlega alla málfriðunarmenn. Mátti þar til dæmis sjá víbrator- ana Jón langa, Barnaskellinn með mismunandi hraðastillingu og Stobba fjölhraðal, „tíu tommu flykki, sérhannaðan fyrir konur af stærri gerðinni.“ Einnig Jöfur jöfra „tveggja gaura skelfi sem titrar og snýst. Mjög hentugan fyrir tvær af veikara kyninu.“ Dúkkurnar fengu einnig nöfn. Uppblásna og útlimalausa ambáttin Ástríður og Cheryl með ekta hár og tíu tommu djúp. „Sum- ir segja reyndar að hún sé betri en Pan-hópurinn setti upp villtar sýningar Haukur Haraldsson „Ég vissi það ekki þá og það var ekkert vændi á sýningunum.“ Pan-hópurinn Tíminn, mars 1986. „Ég reyndar frétti það seinna að ein stelpan hefði verið að selja sig. Kristinn Haukur Guðnason Margrét H. Gústavsdóttir kristinn@dv.is / margret@dv.is n Auglýstu hjálpartæki ástarlífsins n Vændi stundað n Ungar fyrirsætur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.