Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 70
70 fólk 16. febrúar 2018 Hverjum líkist þú mest? Við litla systir mín erum mjög líkar. Gamlar hjásvæfur hafa ruglast á okkur á barnum. Vandræðalegt. Samt nokkuð gott fyrir mig, þar em hún er níu árum yngri en ég. Hvað finnst þér að eigi að kenna í skólum sem er ekki kennt þar núna? Að smíða skemmtiatriði. Fólk lærir svo mikið um sjálft sig í svoleiðis ferli. Ef þú mættir velja eitt lag sem yrði alltaf spilað um leið og þú gengir inn í herbergi allt þitt líf, hvaða lag myndirðu velja? Bolero eftir Ravel. Ef þú þyrftir að dansa til að bjarga lífinu, undir hvaða lagi myndirðu vilja dansa? Á hverjum degi dansa ég til að bjarga lífi mínu við Time Warp. Smá „inside info“: Þetta er örlítið meira en bara eitt hopp út á hlið. Hvaða bíómynd hefurðu séð oftast? The Court Jester með Danny Kaye, því það er einfaldlega besta mynd í heimi. Hvað var í tísku þegar þú varst yngri en er það ekki lengur? Sikk sakk-skipting. Sakna hennar, þetta var alveg ídeal fyrir hárið mitt. Yfir hverju getur þú alltaf hlegið? Börn- um í grímubúningum. Þessi vika er sem sagt uppáhaldsvika ársins hjá mér. Hvert er versta hrós sem þú hefur fengið? Að ég sé hugrökk fyrir að sýna á mér líkamann, hvort sem ég er að dansa magadans eða sýna burlesque. Hann er ekki svo ógeðslegur eða óæskilegur að það þurfi hugrekki til. Segðu frekar að ég sé góð í því sem ég geri frekar en að væna mig um hugrekki. Hverju laugstu síðast? Að ég hefði orðið bensínlaus við Valsheimilið á leiðinni í vinnuna til að reyna að fá manninn minn til að fá samviskubit yfir því að hafa ekki keypt bensín. Hann sá auðvitað í gegnum það og hló að mér í nokkra daga. Um hvað geta allir í heiminum verið sammála? Að pítsa er góð. Hvaða einstakling finnst þér þú þekkja, þótt þú hafir aldrei hitt hann? Ungfrú Svínku því hún er ég og ég er hún. Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á þér? Þegar fólk er að nota naglaþjöl. Líður eins og það sé verið að þjala niður á mér tennurnar. Hver er mest kynæsandi teiknimynda- persónan? Múfasa. Ábyrgur, hlýr, góður faðir, valdamikill og með góðan makka. Hvað er löglegt í dag en verður það líklega ekki eftir 25 ár? Að vera asnalegur og leiðinlegur. Hvert er þitt stærsta líkamlega afrek í lífinu? Að hafa komist í danshópinn í Rocky Horror. Hvaða kvikmynd þætti þér helst við hæfi að breyta í söngleik? Eilífðardrykkurinn (Death Becomes Her). Ef þú yrðir handtekin án skýringa, hvað myndu vinir þínir og fjölskylda halda að þú hafir gert af þér? Kýlt karókígest sem henti hljóðnemanum í gólfið og eyðilagði hann. Hvaða teiknimyndapersónu myndirðu vilja eiga sem vin? Línu Langsokk, en það er eiginlega það sama að eiga Sögu Garðars að vinkonu. Hvað ættu allir að prófa að minnsta kosti einu sinni í lífinu? Mmmm. Pítsa. Mjö godd. Nú gengur mörgæs með kúrekahatt inn um dyrnar hjá þér. Hvað segir hún og af hverju er hún þarna? „Heyrðu, ég tók bara flæbössinn.“ Hún er að koma til að koma fram með Reykjavík Kabarett. Er með línudans- og djögglatriði. Hvað er framundan um helgina? Föstudag er kósítími með Rocky Horror-fólkinu þar sem mér skilst að Páll Óskar ætli að sýna gamlar B- myndir og alls kyns reffa sem við erum að nota í uppsetningunni. Ég er svo að skemmta á árshá- tíð ÍSAM á laugardagskvöld og fer svo beinustu leið að DJ-a á Hverfisgötu 12 og setja landsins bestu kokkteila í andlitið á mér. Á sunnudaginn ætla ég að hlæja að manninum mínum. „Gamlar hjásvæfur hafa ruglast á okkur á barnum“ Veislustjórinn, magadansmærin og skemmtikrafturinn Margrét Erla Maack hefur í nægu að snúast þessa dagana, því auk þess að stjórna veislum, kenna og sýna dans, æfir hún nær daglega ásamt góðum hópi fyrir Rocky Horror sem frumsýnt verður 16. mars í Borgarleikhúsinu. Hún gaf sér þó tíma til að setjast niður og sýna lesendum DV á sér hina hliðina og svara nokkrum undarlegum spurningum. Lítt þekkt ættartengsl Andstæðingar og frændfólk Í vikunni var tilkynnt, með pompi og prakt, að Vigdís Hauksdóttir yrði borgar­ stjóraefni Miðflokksins í komandi sveitarstjórnar­ kosningum. Fréttunum var misjafn­ lega tekið, eins og von var, enda er engin logn­ molla í kringum Vigdísi. Hún hefur ekki beint lagt það í vana sinn að standa í vinahjali við pólitíska andstæðinga sína. Einn slíkur pólitískur andstæðingur er náfrændi Vigdísar. Það er Vilhjálmur Þorsteinsson, fjár­ festir og fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar. Vilhjálmur sagði af sér sem gjaldkeri í kjöl­ far fréttaflutnings í kringum Panama­skjölin í mars 2016 en þá kom í ljós að hann átti eign­ ir í aflandsfélögum. Hann er þó enn áhrifamaður innan flokks­ ins og mun vafalaust láta til sín taka í borgarstjórnarkosningun­ um sem framundan eru. Faðir Vilhjálms er Þorsteinn Vil­ hjálmsson, pró­ fessor emeritus við HÍ. Þorsteins, Kristín María Gísladóttir, og faðir Vigdísar, Haukur Gísla­ son, voru systkin. Frikki og Andrea Athafnamaðurinn Friðrik Weisshapp- el og fjölmiðlakonan Andrea Róberts- dóttir voru eitt heitasta par landsins á tíunda áratug síðustu aldar og fastagestir á síðum dagblaða. Friðrik hefur gert það gott sem veitingamað- ur, bæði hérlendis sem og í Danmörku, og unnið marga sigra. Þau leiðinlegu tíðindi bárust hins vegar í vikunni að Friðrik hygðist loka Laundromat Café í miðbæ Reykjavíkur því ekki hefði náðst samkomulag um áfram- haldandi samstarf við leyfishafa. Tíðindin af Andreu voru öllu gleðilegri en hún var ráðin framkvæmdastjóri Kaffitárs á dögunum. hin hLiðin Stórfenglegt ævintýri The Shape of Water fjallar um einmanaleikann og tilfinn­ inguna að vera öðruvísi, óhefð­ bundna vináttu og ást. Hún er fallegur og hugljúfur óður til ástarinnar og gullfalleg fyrir augu og eyru. Mynd sem spilar á tilfinningarnar og fær mann til að trúa að einhvers stað­ ar sé einhver fyrir hvert okkar, hversu sérstök sem við erum. - RG – Sjáðu meira á dv.is Þau voru einu sinni par G eir Konráð Theódórsson, leikari og uppfinningamað­ ur, stefnir á að opna upp­ lifunarsvæði í þjóðlegum stíl í Borgarnesi, sem mun nefn­ ast „Under the Turf“. Þar getur fólk upplifað þjóðlega menningu í torf­ bæ án þess að hlutirnir séu tekn­ ir of alvarlega. „Það verður enginn sagnfræðingur á svæðinu til að segja til um hvernig allt var í raun og veru. Þarna verða þursar, tröll og álfar og fleira í þeim stíl. Fólk fær að sitja við bál og horfa á grísling heilsteikjast á meðan það drekkur úr horni og hlustar á þjóðsögu.“ Geir hefur hins vegar tekið eft­ ir því að margir kunna illa við bragðið af þjóðlegum íslenskum mat. Sér í lagi ungmenni sem finnst pína að borða súrmat, svið og fleira í þeim dúr og vilja held­ ur pítsur eða hamborgara. „Ég held að það séu margir í þeim sporum að þora varla að fara á þorrablót vegna hætt­ unnar á því að æla og verða sér til skammar innan um allt gamla fólkið sem dæmir allt.“ Ber sem gera súrt sætt Þá mundi hann eftir mynd­ bandi um ber sem áttu að geta breytt súru bragði yfir í sætt og pantaði töflu­extrakt af þeim á Amazon. Berin eru kölluð krafta­ verkaber (Synsepalum dilcificum) og eru upprunnin í Vestur­Afríku. Efni úr berjunum festist við bragð­ laukana og breytir bragðskyni fólks, úr súru eða beisku yfir í sætt. Geir prófaði þetta með félögum sínum í hlað­ varpinu Gráa svæð­ ið og allir voru á einu máli, þetta snarvirkar. „Taflan þarf að leysast upp í munninum í fjórar eða fimm mínútur og virkn­ in helst í hálftíma til klukkutíma. Þá verður bragðskynið alveg á haus.“ Eftir að hafa borðað töflurnar smakkaðist súrmaturinn eins og sætt kjöt, hamborgarhryggur eða eitthvað í þeim dúr. „Allt þetta súra bragð hverfur og í staðinn kemur vægt, sætt bragð, næstum því eins og einhver eftirréttur.“ Geir varar hins vegar við því að borða eitthvað sem fyrir er sætt. „Þá verður þetta eins og að hafa munninn fullan af sírópi.“ Sjálfur segist Geir borða súrmat og annað sem sett er fyrir framan hann. En hann telur að ef fólk fréttir af þessum berj­ um geti margir farið óhræddir á þorrablótin. n „Bragðskynið fer alveg á haus“ n Ber sem gera súrt sætt n Þorramaturinn verður sælgæti Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Samúel Halldórsson og Geir Konráð Theódórsson Segja berin geta bjargað þorrablótinu. „Fólk fær að sitja við bál og horfa á grísling heilsteikjast á meðan það drekkur úr horni og hlustar á þjóð- sögu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.