Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 36
Konudagurinn 16. febrúar 2018KYNNINGARBLAÐ Litríkir og fjölbreyttir blómvendir á konudaginn BjarkarBlóm Verslunin Bjarkarblóm er staðsett við nýja innganginn í Smáralind og er í eigu Berg- þóru Bjargar karlsdóttur en hún rekur auk þess verslun með sama nafni í Þorlákshöfn. Hjá Bjarkarblómum er lögð mikil áhersla á framúrskarandi úrval af ferskum blómum auk fjöl- breyttrar gjafavöru þar sem íslensk hönnun skipar stóran sess. „rómantíkin ræður ríkjum hjá okkur á konudaginn og hér er alltaf mikið að gera á þessum degi sem á sér svo ríka hefð á Íslandi,“ segir Bergþóra. „Við höfum alltaf fjölbreyttara úrval af blómvöndum á konudaginn. rósirnar eru langvinsælastar en við erum líka með mikið úrval af fallegum blómvöndum sem við gerum dagana á undan. Undirbúningur fyrir konu- daginn er sannkölluð vertíð hjá okkur blómaskreytum.“ Það er áralöng hefð fyrir því hjá karlmönnum að færa sinni heittelsk- uðu blóm á konudaginn og að sögn Bergþóru er sá góði siður síst á undanhaldi heldur virðist hann fremur sækja í sig veðrið. Verslanir Bjarkarblóma í Smáralind og Þorlákshöfn eru opnar frá kl. 8 til 18 á konudaginn. Það er um að gera að fullkomna konudaginn með því að koma við í Bjarkarblómum og velja litríkan og fallegan blómvönd handa ástinni sinni. Segðu það með blóm- um! Sjá nánar á bjarkarblom.is. Rómantískur konudagur á Lækjarbrekku Töluverðar áherslubreytingar hafa orðið á hinum gróna og rómaða veitingastað lækjar- brekku frá því að nýir rekstraraðilar tóku við staðnum, fyrir um ári. „Við leggjum mikla áherslu á ferskt hráefni og að vinna allt á staðnum. Við kaup- um ekki tilbúna matvöru né berum við slíkt á borð fyrir okkar gesti. Þá er matreiðslan orðin öll nútímalegri og tekur meira mið af nýjum straumum og stefnum,“ segir Stefán Stefánsson, framkvæmdastjóri lækjarbrekku. Staðurinn nýtur mikilla vinsælda, gestahópurinn er afar fjölbreyttur og úrvalið af réttum er mikið með jafn- mikilli áherslu á kjöt og fisk auk þess sem vegan-réttir koma sterkir inn. Það verður rómantísk stemning næstkomandi sunnudagskvöld, á sjálfum Valentínusardeginum, þar sem mörg pör munu eiga ógleymanlega stund. Til að fá örugglega borð borgar sig að panta sem fyrst en bæði er hægt að bóka borð í síma 551-4430 eða á vefsíðunni laekjarbrekka.is. Sérstakur fjögurra rétta matseðill verður í boði á konudeginum: Fyrsta er nauta-carpaccio, síðan tekur við reykt ýsa, réttur sem vakið hefur mikla athygli og fengið frábærar viðtökur; í þriðja rétt er val um steiktan þorsk og lambafille og í eftirrétt er manjari- súkkulaðimús með dökku súkkulaði, jarðarberjum og skyrís. Sjá nánar á laekjarbrekka.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.