Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Blaðsíða 62
62 16. febrúar 2018 Menning „Hann var snillingur“- Breski leikstjórinn James Marsh minnist Jóhanns Jóhannsonar tónskálds í viðtali við Entertainment Weekly, en þeir höfðu unnið saman að kvikmyndunum The Theory of Everything og The Mercy. Ef fangar fengju að semja lög n Tónlistariðkun hefur sannað gildi sitt fyrir fanga n Nánast engin aðstaða til tónlistarsköpunar í fangelsum landsins n Stendur til að opna tónlistarherbergi á Sogni Þ að eru mörg vannýtt tæki- færi í notkun tónlistar fyr- ir betrun fanga og það er nánast engin aðstaða til tónlistariðkunar í íslenskum fang- elsum. Þetta er niðurstaða Þráins Þór- hallssonar, nema í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands, sem hefur að undanförnu skoðað aðstöðu íslenskra fanga og möguleika til tónlistariðkunar, auk þess sem hann hefur kynnt sér árangur ým- issa tónlistartengdra verkefna sem unnin hafa verið í erlendum fang- elsum. Sem hluta af lokaritgerð sinni ræddi hann við nokkra tónelska fanga, fulltrúa fangelsisyfirvalda og tónlistarkennara, og voru niðurstöður ritgerðarinnar kynnt- ar á ráðstefnunni Hugarflug í LHÍ í síðustu viku. Betra en góður sálfræðitími Fyrir utan hin jákvæðu áhrif tón- listariðkunar á fanga – hvernig tónlistin getur aukið lífsgæði, haft góð áhrif á sálræna heilsu, verið valdeflandi og stuðlað að ýmsum eiginleikum sem nýtast þegar snúið er aftur út í samfélagið – segir Þráinn mega velta fyrir sér hvort það sé ekki hluti af réttind- um einstaklinga að fá að iðka tón- list í fangavistinni. „Fangar hafa rétt til náms, og eins og ég skil það ættu þeir líka – samkvæmt mann- réttindasáttmálunum – að hafa rétt til tónlistarnáms,“ segir hann í samtali við blaðamann DV. Aðstaða til tónlistarsköpun- ar í íslenskum fangelsum er hins vegar langt frá því að vera ásætt- anleg að hans mati. „Föngum í ís- lenskum fangelsum býðst nánast engin aðstaða til tónlistariðkunar. Fangelsin eiga bara tvö hljóðfæri, eitt píanó á Kvíabryggju og eitt á Litla-Hrauni. Og mér skilst að þau séu afskaplega lítið not- uð af föngunum,“ segir Þráinn. Enn fremur eru engin form- leg tónlistarverk- efni eða -nám í boði fyrir fanga um þessar mund- ir en þeir mega þó – í ákveðnum tilvikum – taka með sér hljóðfæri og nota í fangelsinu. Hann segir að einhverjir nýti sér þetta og njóti góðs af. „Þeir sem hafa eitthvað verið að fást við tónlist sækja ef- laust í hana, en vandamálið er auðvitað fyrir þá sem myndu vilja byrja – það er erfiðara.“ Þráinn leggur áherslu á hin já- kvæðu, sálrænu áhrif tónlistariðk- unar og vitnar þar meðal annars í tvo fanga sem hann ræddi við: „Viðmælendur mínir segja að þeir sæki mikið í hljóðfærin sín, gítar og upptökuforrit og fleira. Þeir tala báðir um að með því kom- ist þeir alveg í nýj- an heim, gleymi öllum áhyggj- um, stað og stund – þarna fái þeir sem sagt ákveðið frelsi. Annar fanganna lýsir því að tón- listariðkunin sé betri en góður sál- fræðitími.“ Sjálfstraust, stolt og bætt samskipti Þráinn nefnir að svokallaðar tón- listarsmiðjur hafi sannað gildi sitt í mörgum erlendum fangelsum og nefnir meðal annars rannsókn- ir sem bresku samtökin Music Behind Bars hafa framkvæmt: „Rannsóknir á áhrifum tónlistar- vinnusmiðja í fangelsum erlendis sýna að þær skila ótrúlega miklum árangri. Árangurinn felst aðallega í betri líðan fanga, auknu sjálfs- trausti og betri sjálfsmynd. Þessi námskeið hafa líka bætt samskipti fanganna, bæði þeirra á milli og gagnvart starfsmönnum, en svo líka við fjölskyldu og vini utan múranna.“ Er eitthvað hægt að segja um af hverju tónlistarsmiðjurnar hafa þessi áhrif? „Allar listasmiðjur eiga það sameiginlegt að þær hvetja fólk til að skapa eitthvað nýtt, mað- ur er að taka við upplýsingum og bregðast við þeim til að skapa eitthvað nýtt. Þetta er gott í sjálfu sér. Eitt af því sem tónlistin hef- ur svo fram yfir aðra listsköpun er að hún byggist oft upp á hóp- vinnu. Ef menn eru í skartgripa- gerð vinnur hver og einn að sínum hlut, en þarna sameinast allir um að búa eitthvað til í sameiningu. Þá þarf að vinna saman og komast að einni sameiginlegri niðurstöðu, hver og einn er háður því að hinir geri sitt vel. Þetta er mjög gott upp á samskipti. Í tónlistinni er líka vettvangur til að segja sögu – það eru svo ótal margar sögur sem þessir einstak- lingar geta sett fram í formi tón- listar. Í þessum smiðjum er oft unnið að einu lagi í sameiningu og svo þegar traustið er komið hafa fangar getað komið með sínar eig- in hugmyndir – þar þurfa menn að opna sig og læra að treysta öðrum fyrir einhverju. Þetta eru alveg nýj- ar aðstæður fyrir marga fanga. Tónlistarsmiðjurnar enda svo yfirleitt á tónleikum. Þá fær fólk að miðla þessari sköpun sinni. Það gefur þátttakendunum bæði stolt og hugrekki.“ Í gegnum tíðina hafa verið nokkur vel heppnuð tónlistarver- kefni í íslenskum fangelsum að sögn Þráins. Hann bendir á hljóm- sveitina Fjötra sem var stofnuð af föngum á Litla-Hrauni snemma á níunda áratugnum og gaf út plötuna Rimlarokk árið 1982, en öll umgjörð hennar var unnin af föngum. Þá var Fangakórinn, kór skipaður átta til tíu föngum, starfræktur á Litla-Hrauni frá 2004 til 2006. Árið 2006 kom Sig- rún Sævars dóttir með hóp nem- enda úr Listaháskóla Íslands sem vann tónlistarverkefni með föng- um – verkefnið var svo endurtekið tveimur árum síðar að frumkvæði fanganna sjálfra. Skortur á fjármagni Þráinn segir fangelsisyfirvöld vita af árangri þessara smiðja og þau séu mjög opin og spennt fyrir slík- um verkefnum, það sé ekki við þau að sakast heldur liggi vandamálið annars staðar. „Ástæðan fyrir því að þetta hef- ur ekki verið í boði er kannski tví- þætt,“ segir hann. „Í fyrsta lagi er það skortur á peningum. Fangelsin hafa varla „Annar fanganna lýsir því að tónlistar iðkunin sé betri en góður sálfræðitími. Þráinn Þórhallsson nemi í tónsmíðum hefur rann- sakað aðstæður fanga til tónlistariðkunar í íslenskum fangelsum. Mynd Einar ragnar Kristján guðjónsson kristjan@dv.is TE iK n in g : g .B Er g .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.