Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2018, Síða 18
18 16. febrúar 2018fréttir
Holly
Allir voru stjörnur í
Þ
eir sem voru upp á sitt
besta á áttunda og níunda
áratugnum muna eflaust
eftir því að hafa skemmt
sér í Hollywood eða „Hollý“ eins
og staðurinn var gjarnan kallaður.
Þar voru allir stjörnur, fullt var
út úr dyrum á hverju kvöldi og
diskótónlistin réð ríkjum. Álitlegar
stúlkur áttu möguleika á að vera
kosnar Ungfrú Hollywood og þeir
sem voru heppnir fengu mynd af
sér upp á vegg.
Hollywood var opnaður 2. mars
1978 og var fullt út úr dyrum frá
fyrsta degi. Á þessum árum voru
utanlandsferðir fátíðar, aðeins var
boðið upp á eina sjónvarpsrás og
myndbandstækin voru ekki enn
komin inn á heimilin. Bjórinn var
ekki leyfður og lítið framboð var
af skemmtistöðum. Unga fólkið
vantaði afþreyingu. Ólafur Laufdal
rak staðinn ásamt Kristínu Ketils-
dóttur, eiginkonu sinni, og samtali
við blaðamann DV rifjar hann upp
þennan eftirminnilega tíma.
„Þetta var á þeim tíma þegar
diskóið var að byrja, bíómyndin
Saturday Night Fever var nýkom-
in út, klúbburinn Stúdíó 54 var úti
í New York og alls staðar í heim-
inum var verið að
opna diskóklúbba.
Ég ferðaðist mik-
ið erlendis á alls
konar sýningar til
að kynna mér það
nýjasta í ljósi og
hljóði. Hollywood
var fyrsti staður-
inn til að vera með
ljósadansgólf og
myndbandstæki og
svo vorum við með
nokkur sjónvörp
á staðnum sem
sýndu tónlistar-
myndbönd. Þetta
var algjörlega nýtt,
fólk hafði aldrei
séð þetta áður. Liðið stóð
bara og gapti á þetta.“
Troðfullt um hverja helgi
Staðurinn var opnað-
ur klukkan átta á kvöldin
og að sögn Ólafs var hús-
ið yfirleitt orðið troðfullt
um tíu leytið. Langar rað-
ir myndust fyrir utan og lét
unga fólkið sig hafa það að bíða
tímunum saman í vetrarfrostinu.
„Í miðri viku voru lágmark sex
hundruð manns og um helg-
ar, þegar böllin voru, vorum við
að selja upp í fimmtán hundruð
miða. Við vorum með dagskrá á
hverju kvöldi, keppnin um stelpu
kvöldsins, spurningakeppni og
svo var vinsældalisti Hollywood
birtur vikulega.“
Plötusnúðar á borð við Leó-
pold Sveinsson, Ásgeir
Tómasson og Gísla Svein
Loftsson þeyttu skífum í
diskóbúrinu og vinsælt
var að fá þá til að senda
ástar- og afmæliskveðjur
yfir dansgólfið. Hægt var
að kaupa sælgæti, sokkabux-
ur og snyrtidót í lítilli verslun
á staðnum auk þess sem gest-
um bauðst að kaupa þar ísmola
til að taka með í eftirpartíin en
staðnum var lokað á slaginu
þrjú.
„Svo tróðu þarna upp
skemmtikraftar eins og Bald-
ur Brjánsson og Laddi. Samtök-
in Módel '79 voru þarna líka, al-
veg gríðarlega vinsæl, og stóðu
fyrir tískusýningum á fimmtudög-
um og sunnudögum. Svo var Ung-
frú Hollywood valin og stelpurnar
fengu bíl í verðlaun
eða ferð til Hollywood
í Ameríku.“
Þegar líða tók á ní-
unda áratuginn breyttist skemmti-
staðamenningin í Reykjavík,
gestum fjölgaði á vínveitingahús-
um og krám en fækkaði á stór-
um skemmtistöðum. Ólafur seldi
reksturinn árið 1987 og var staðn-
um þá breytt í veitingahúsið Broa-
dway. Hann minnist þó tímans í
Hollywood með mikilli hlýju.
„Ég minnist þess varla að hafa
séð vín á nokkrum manni, hvað
þá slagsmál eða ólæti, það var ekki
þannig lýður sem kom á staðinn.
Þarna kom ungt og fallegt og lífs-
glatt fólk sem vildi skemmta sér og
sýna sig og sjá aðra. Það myndaðist
þarna afskaplega góð stemming.“ n
Meðfylgjandi ljósmyndir voru
teknar af Birni G. Sigurðssyni sem
stundaði staðinn á sínum tíma.
Auður Ösp Guðmundsdóttir
audur@dv.is
myndir BjÖrn G. SiGurðSSon
Vinsælasti skemmtistaður Íslands
á áttunda og níunda áratugnum