Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 6
sauðárkrókur „Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skaga- fjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur sam- þykkt drög að samningi við Sýndar- veruleika ehf. um uppsetningu á sýn- ingu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða  utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja  upp sýningu byggða á Sturl- ungaslóðum í Skagafirði og Örlygs- staðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður ein- stök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitar- félagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitar- stjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélags- ins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitar- félagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í stað- inn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitar- félagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitar- félagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun stand- setja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 millj- óna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildar- framlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollin- um,“ segir byggðaráðsformaðurinn. gar@frettabladid.is Huliðshjúpi slegið yfir sýndarveruleikasafn Ónefndir fjárfestar hyggjast setja á fót á Sauðárkróki sýndarveruleikasafn byggt á Sturlungu og Örlygsstaðabardaga. Mjög spennandi segir formaður byggðaráðs en fulltrúi minnihlutans gagnrýnir leyndarhjúp yfir kostnaði sveitarfélagsins. Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . Frá kr. 254.995 m/hálfu fæði o.fl. Innifalið: Flug og flugvallarskattar til og frá Agadir, innrituð 23 kg taska og 10 kg handfarangur. Gisting á 4* hótelum í 11 nætur m/ hálft fæði innifalið. Hádegisverður daga 2, 3, 4, 6 og 8. Akstur og kynnisferðir samkvæmt ferðatilhögun. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Íþessari ferð gefst farþegum tækifæri til að skyggnast inn í framandi heim Marokkó. Komdu með og upplifðu borgirnar Marrakech, Essaouira og Agadir í Marokkó! Marrakech er forn konungsborg sem á rætur sínar að rekja til 11. aldar en dvalið er þar fyrstu 5 næturnar. Í dag er borgin fjórða stærsta borg Marokkó eftir Casablanca, Fez og Tanger. Í borginni er mikið um að vera, þá sérstaklega á miðbæjartorginu Djemaa El Fna en þar er einstök stemming. Sagt er að hvergi í Marokkó finnist betur þessi samruni gamla tímans og nútíma en í Marrakech, borgin dáleiði, töfri og kryddi upplifun þess sem sæki hana heim! Frá Marrakech er ekið til sjávarþorpsins Essaouira, þar sem gist er í 3 nætur. Essaouira er ein af elstu hafnarborgum Marokkó og í borginni er að finna vel varðveitt borgarvirki frá 18. öld sem er á heimsminjaskrá Unesco. Á slóðum Essaouria fóru fram tökur Orson Welles á kvikmyndinni Óþelló og upp úr 1970 fóru hippar að flykkjast í borgina. Í bænum er gaman að rölta um gamla bæjarhlutann en ólíkt Marrakech er auðvelt að rata um borgina. Essouira er einnig þekkt fyrir áhugaverðar verslanir og hér hefur þróast sérstakur s.k. „naive“ myndstíll sem kallast Gnawa og finna má á markaðnum og í galleríum. Eftir dvölina í Essaouria er svo ekið til Agadir. Agadir borgin er við strandlengju Marokkó en Agadir er stærsti sólstrandarstaður Marokkó. Við dveljum síðustu 3 næturnar í Agadir og þegar komið er til borgarinnar heimsækjum við „Kasbah“ sem eru rústir af borgarmúr sem byggður var árið 1540 til varnar Portúgölum. Frá borgarmúrnum er gott útsýni yfir alla borgina. Í Agadir er bæði upplagt njóta alls þess sem borgin hefur upp á að bjóða ásamt því að slaka á í sólinni, fara í arabískt Hammam nudd / gufubað og njóta góða veðursins! TÖFRANDI BORGIR MAROKKÓ Agadir – Marrakech – Essaouira Fararstjóri: Vilborg Halldórsdóttir 9. maí í 11 nætur Frá kr. 254.995 m/hálfu fæði o.fl. E N N E M M / S IA • N M 86 14 3 Allt að 10.000 kr. afsláttur á mann Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikil- vægt fyrir sveitarstjórnarfull- trúa að geta farið yfir það með sínu samstarfsfólki. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra 1 0 . m a r s 2 0 1 8 L a u G a r D a G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð Segðu aaa … Það fór vel á með dýrahirðinum í Schönbrunn dýragarðinum í Vín í Austurríki og suðurameríska sæljóninu, þegar sá fyrrnefndi glennti upp ginið á dýrinu. Bæði fagna þau því að hitinn er kominn yfir frostmark í Austurríki og vel það, ólíkt því sem var í síðustu viku. Dýragarðurinn í Vín er sá elsti í heimi. Fréttablaðið/EPa 1 0 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 9 -A D C 8 1 F 2 9 -A C 8 C 1 F 2 9 -A B 5 0 1 F 2 9 -A A 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.