Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 102
hér sit ég í hádeg-
inu marga daga
ársins, þegar ég hef tök á,
og hitti félaga mína.
Ég er búinn að mála lengi og þar er ég ekki að finna upp hjólið, stundum er ég að rifja
upp eitthvað sem ég hef gert áður
og en ég er líka í leit,“ segir mynd-
listarmaðurinn Daði Guðbjörnsson
sem sýnir ný verk sín á kaffihúsinu
Mokka á Skólavörðustíg. Sýningin
ber heitið Eftirleit. Meðal mynda á
sýningunni er ein sem heitir Eitill og
sýnir samnefndan Hrút úr Aðventu
eftir Gunnar Gunnarsson. „Í þeirri
sögu fer karlinn einmitt í eftirleit,“
segir Daði og bætir við: „Það má
líka túlka þessa mynd á annan hátt.
Í nútímanum á karlmennskan undir
högg að sækja og karlmönnum, sér-
staklega eldri karlmönnum, er oft
líkt við hrúta.“
Daði segir að myndlist sín teng-
ist að hluta til andlegri leit. „Þótt
maður sé búinn að öðlast tilfinn-
ingalegt jafnvægi þá hættir hin
andlega leit aldrei. Ég tengi listina
alltaf við sálarlíf og tilfinningar. Mér
finnst að listin sé til fyrir tilfinninga-
líf okkar. Þessi sýning mín held ég
að endurspegli andlega ró. Það er
ákveðið jafnvægi í verkunum og þau
eru hnitmiðaðri en áður.“
Blaðamaður hefur á orði að áber-
andi gleði sé í þessum myndum
Daða og hann samsinnir því. „Ef
maður finnur sig andlega verður
maður miklu sáttari við sjálfan sig
og umhverfið. Uppsprettan í okkur
er gleði og jákvæðni. Ég hef sótt
mjög mikið í þessa gleði og vil koma
henni til skila í myndum mínum.“
Litadýrð er við völd og þar er blái
liturinn sem fyrr mjög áberandi.
„Ætli við séum ekki öll með ein-
hvern lit í uppáhaldi og hjá mér er
það blái liturinn,“ segir Daði.
Strax sautján ára gamall fékk Daði
þá hugmynd að sýna á Mokka. Ég
sagði Hring Jóhannessyni mynd-
listarmanni frá þeirri hugmynd en
hann réð mér frá því. Þetta voru holl
og fín ráð sem ég fór eftir. Þannig að
það liðu áratugir þar til ég hélt fyrst
sýningu á Mokka. Ég hef haldið
einkasýningar í stórum sölum, eins
og Kjarvalsstöðum, og þá sýni ég
stórar myndir. En mér finnst líka
afskaplega gaman að sýna smærri
myndir í almenningsrými, eins og
hér á Mokka. Svo er engin tilviljun
að ég sýni hérna því hér sit ég í
hádeginu marga daga ársins, þegar
ég hef tök á, og hitti félaga mína.“
kolbrunb@frettabladid.is
Listin er til fyrir tilfinningar okkar og sálarlíf
daði guðbjörnsson segir að myndlistarsýning hans á mokka endurspegli andlega ró og jafnvægi.
fékk sautján ára gamall þá hugmynd að sýna á mokka en hringur Jóhannesson fékk hann ofan af því.
Það er ákveðið jafnvægi í verkunum og þau eru hnitmiðaðri en áður, segir Daði. Fréttablaðið/anton brink
TónlisT
söngtónleikar
HHHHH
Sigríður Freyja Ingimarsdóttir
mezzósópran og Ástríður Alda
Sigurðardóttir píanóleikari fluttu
tónlist eftir ýmsa höfunda.
kaldalón í Hörpu
fimmtudaginn 8. mars
Kaldalón í Hörpu er fallegur, lítill salur sem hentar prýði-lega fyrir raftónleika. Endur-
ómunin er afar lítil og því er ekkert
við salinn sjálfan sem truflar hljóm-
gæðin. Bergmál er erfitt við að eiga,
það bjagar tónlist úr hátölurum.
Fyrir órafmagnaðan, klassískan
söng er Kaldalón hins vegar ekki
góður salur. Söngur þarf endur-
ómun til að öðlast nauðsynlega
fyllingu. Án hennar er hann nakinn
og hrár.
Það er til marks um hæfileika
Sigríðar Freyju Ingimarsdóttur
mezzósóprans, að henni tókst að
lyfta a.m.k. sumum lögunum upp í
hæstu hæðir á tónleikum á fimmtu-
dagskvöldið án þess að takmarkanir
salarins trufluðu of mikið.
Sigríður hóf tónlistarferilinn sem
píanóleikari, en hún starfar sem
píanókennari við Tónlistarskóla
Garðarbæjar. Hún hefur þó einnig
menntað sig í söng, bæði við New
England Conservatory í Boston og
undir handleiðslu Alinu Dubik. Ekki
er ljóst hvort tónleikarnir sem hér
um ræðir voru svokallaðir debút-
tónleikar, en undirritaður hefur
a.m.k. ekki heyrt í henni áður.
Fyrst á dagskránni voru þrjú lög
eftir Rakhmanínoff. Túlkun Sigríðar
var hrífandi, full af myrkum tilfinn-
ingum. Röddin einkenndist af mjög
öru en fókuseruðu víbratói. Radd-
hljómurinn var fallega mótaður,
fínlegur og mjúkur, með kraftmikilli
hæð. Meðleikur Ástríðar Öldu Sig-
urðardóttur var hér, sem og í öðrum
atriðum efnisskrárinnar, þéttur og
hreinn, og fylgdi söngnum fullkom-
lega.
Næst í röðinni voru þrjú íslensk
lög, Betlikerlingin eftir Sigvalda
Kaldalóns, Í fjarlægð eftir Karl Ó.
Runólfsson og Vor hinsti dagur eftir
Jón Ásgeirsson. Lögin voru frábær-
lega flutt, söngurinn var þrunginn
einlægni og næmri tilfinningu
fyrir inntaki ljóðanna. Hver einasti
tónn, hvert einasta orð var þrungið
merkingu. Sömu sögu er að segja um
íslensku lögin eftir hlé, sem og tvö
sænsk lög.
Tvö sígaunalög eftir Dvorák, sem
og aríur úr Il trovatore eftir Verdi,
Samson og Dalilu eftir Saint-Saëns
og Dido og Aeneas eftir Purcell voru
hins vegar ekki eins sannfærandi.
Hér vantaði stærðina, bæði í hljóm
salarins, sem og í röddina sjálfa.
Volduga rödd þarf í slíka tónlist,
kraftmikla og breiða. Sigríður hefur
hana ekki enn á valdi sínu, ef marka
má frammistöðuna á þessum einu
tónleikum. Þess má þó geta að einir
tónleikar eru ekki alltaf marktækir!
En söngvarar þurfa ekki allir að
vera eins. Sumir eru einfaldlega ekki
óperusöngvarar, ljóðasöngur hentar
þeim miklu betur. Það var þetta
litla og einfalda sem Sigríður gerði
svo vel að maður gleymir því varla í
bráð. Vonandi kemur hún fram með
þannig efnisskrá í betri sal næst, og
helst sem fyrst.
Jónas Sen
niðursTaða: Túlkunin einkenndist af
fágun og listfengi en dagskráin hentaði
röddinni misvel.
Dásamleg lög, dásamlega sungin
lögin voru frábærlega flutt, söngurinn var þrunginn einlægni og næmri til-
finningu fyrir inntaki ljóðanna” segir í dómi um flutning Sigríðar Freyju.
Næturljóð er yfirskrift tónleika
Camerarctica í 15.15 tónleikaröð
Norræna hússins á morgun, 11. mars.
Verkin bera keim af húmi næturinn-
ar, að sögn Ármanns Helgasonar,
klarínettuleikara og kennara, sem er
einn flytjenda.
„Þetta eru allt stemningsverk,
mjög ólík þó þau hafi öll tengingu
við nóttina. Það er kyrrð og ró
yfir sumum þeirra en líka andstæður,
eins og fuglasöngur og villtur tangó-
rytmi í síðasta verkinu,“ segir hann
og lýsir dagskránni nánar.
„Elsta verkið er nætursöngur eftir
Max Bruch, unaðslega falleg tónlist,
en stærsta verkið er kvartett eftir
Paul Hindemith, þungamiðja tón-
leikanna og ótrúlega flottur, með því
besta sem ég hef heyrt eftir meistara
Hindemith, við fluttum hann 1995
á 100 ára ártíð tónskáldsins. Eðal
kammertónlist.“
Sjálfur leikur Ármann einleiks-
sóló í verkinu Hyldýpi fuglanna
eftir Oliv ier Messiaen. „Það verk er
samið í seinni heimsstyrjöldinni
þegar tónskáldið dvaldi í fanga-
búðum nasista. Gert fyrir klarín-
ettu, selló, fiðlu og píanó og í miðju
verkinu birtist þessi einleiksþáttur
sem fjallar um tímann og eilífðina
en á móti kemur fuglasöngur, tákn
um frelsi og tímaleysi hjá höfund-
inum,“ lýsir Ármann. „Svo endum
við á seiðandi tangó eftir Miguel del
Aquila, þar er suðuramerískur rytmi
og mikið fjör.“
Tónleikarnir hefjast klukkan 15.15
og taka um klukkutíma. Miðaverð
er 2.000 krónur en 1.000 fyrir eldri
borgara, öryrkja og námsmenn. – gun
Ólík verk en öll tengjast nóttinni
Camerarctica skipa að þessu sinni þau ingunn Hildur Hauksdóttir, Hildigunn-
ur Halldórsdóttir, Sigurgeir agnarsson, og Ármann Halldórsson.
svo endum við á
seiðandi tangó
eftir miguel del aquila
1 0 . m a r s 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r54 m e n n i n G ∙ F r É T T a B l a ð i ð
menning
1
0
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
2
9
-9
E
F
8
1
F
2
9
-9
D
B
C
1
F
2
9
-9
C
8
0
1
F
2
9
-9
B
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
1
2
0
s
_
9
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K