Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 4
Umboðsaðili Jeep - Þverholti 6 - 270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.jeep.is
www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
®
ALLT SEM ÞÚ ÞARFT Í JEPPA
LITLI BRÓÐIR GRAND CHEROKEE
DÍSEL 2.0L 140 HÖ. EÐA 170 HÖ. 9 GÍRA SJÁLFSKIPTING
ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF MEÐ 4 DRIFSTILLINGUM
VERÐ FRÁ 5.890.000 KR.
Select-TerrainTM fjórhjóladrif með 4 drifstillingum, árekstravörn, akgreinaaðstoð,
leður/tau áklæði, hiti í stýri og framsætum, hraðastillir, snertiskjár, regnskynjari,
LED ljós að framan og aftan,Bluetooth, leðurklætt aðgerðarstýri, varadekk í fullri
stærð, 17” álfelgur o.fl. Einnig fáanlegur með 170 hö. bensínvél, sjálfskiptur.
Sólveig Anna Jónsdóttir,
nýkjörinn formaður Eflingar,
boðar breytingar í
verkalýðsbarátt-
unni. Hún tók
fram að raun-
sönn kröfugerð
í kjaraviðræðum
yrði ekki lögð
fram nema stjórnin
væri búin að ráðfæra sig við félags-
menn. Kröfurnar ættu að berast
frá þeim. Framboð Sólveigar og
félaga hennar á B-listanum fékk
80 prósent greiddra atkvæða í
kosningum til stjórnar Eflingar.
Sigríður Á. Andersen
dómsmálaráðherra
stóð af sér van-
trauststillögu
Samfylkingar og
Pírata á Alþingi.
Gagnrýndu
flokkarnir
vinnubrögð ráð-
herra við skipan
dómara í Landsrétt og bentu á
að Hæstiréttur hefði komist að
þeirri niðurstöðu að dómsmála-
ráðherrann hefði með vinnu-
brögðum sínum brotið lög.
Sigríður kvaðst hafa fylgt lagabók-
stafnum við skipan dómaranna.
Valgerður Sverrisdóttir
fyrrverandi ráðherra
kvaðst hafa
þekkt séra Ólaf
Jóhannsson,
sem er sekur um
siðferðisbrot að
mati úrskurðar-
nefndar þjóð-
kirkjunnar, að góðu
einu. Rifjað var upp að í bréfi til
brotaþola hafi Valgerður skrifað
að séra Ólafur hefði séð um „litlu
jólin“ í klúbbi í Vesturbæjarlaug-
inni ár hvert og hefði hann gert
það mjög vel.
Þrjú í fréttum
Breytingar og
vantraust
TÖLUR VIKUNNAR 04.03.2018 TIL 10.03.2018
16.290
krónur á tímann fá þeir sem sitja í
kjararáði. Laun þeirra hafa hækkað
um 62,9 prósent á 10 árum.
24,9%
var raunhækkun á íbúðaverði hér
á landi frá þriðja ársfjórðungi 2016
til þriðja ársfjórðungs 2017.
Á evrusvæðinu var raunhækkunin
2,9 prósent.
56%
kvenna
43%
karla
á aldrinum 25-64 ára á höfuð-
borgarsvæðinu voru með háskóla-
menntun árið 2017. Utan höfuð-
borgarsvæðisins var 41 prósent
kvenna með háskólamenntun en
20 prósent karla.
16,3 milljörðum
króna nam hagnaður Orkuveitu
Reykjavíkur í fyrra. Árið 2016
nam hagnaðurinn tæplega
13,4 milljörðum.
var aukning lands-
framleiðslu að
raungildi á árinu 2017. Einkaneysla
og fjárfesting vógu þyngst í vexti
landsfram leiðslunnar en alls jukust
þjóðarútgjöld um 6,8 prósent.
Einka neysla jókst um 7,8 prósent,
samneysla um 2,6 prósent og fjár-
festing um 9,3 prósent.
1.428
3,6%
einstaklingar höfðu í lok janúar
beðið lengur en 90 daga eftir að-
gerð á Landspítalanum en alls biðu
þá 3.400 eftir aðgerð.
„Ég mun láta reyna á allt fyrir dóm-
stólum. Ég mun gera allt sem ég get
til þess að reyna að sameina þessa
fjölskyldu,“ segir Stefán Karl Krist-
jánsson, lögmaður foreldra sem
standa frammi fyrir forsjársviptingu
yfir tveimur dætrum þeirra af þrem-
ur, vegna ásakana um vanrækslu.
Stúlkurnar eru sextán ára, þriggja
ára og fjögurra mánaða. Tvær yngstu
hafa verið teknar af foreldrum
sínum, þar af var önnur þeirra
aðeins tveggja daga þegar farið var
með hana á annað heimili. Foreldr-
arnir fá að hitta börnin í einn og
hálfan tíma í senn á mánaðarfresti,
og að sögn Stefáns er miðjubarnið
farið að tapa móðurmáli sínu.
Foreldrarnir, Arleta Kilichowska
og Adam Lechowicz, eru meðal
annars sakaðir um að hafa í nokkur
skipti sent miðjubarnið með nætur-
bleyju á leikskólann, með þeim
afleiðingum að barnið brann á
bleyjusvæðinu.
Arleta fullyrðir að barnið sé með
viðkvæma húð og hún hafi bent
leikskóla og barnavernd á það
ítrekað. Þá eru börnin sögð hafa
verið þreytt og gráleit í framan á
morgnana, og steininn tók svo úr
þegar elsta stúlkan sakaði móður
sína um líkamlegt ofbeldi. Stúlkan
dró þann framburð síðar til baka.
Hún býr enn hjá foreldrum sínum.
„Samskipti mín og elstu dóttur
minnar voru oft erfið. Hún er á
þeim aldri sem unglingar fara oft í
uppreisn, og ég veit ég gerði mörg
mistök,“ segir Arleta. Hún segir þær
mæðgur hafa rifist mikið því dóttir
hennar hafi stöðugt farið til Reykja-
víkur í leyfisleysi. „Dóttir mín fór að
segja alls konar lygasögur. En hún sá
ekki að sögurnar gætu haft þessar
afleiðingar.“
Stefán Karl gagnrýnir vinnu-
brögð Barnaverndar. Hann segist
sérstaklega ósáttur við þá ákvörðun
nefndarinnar að hafna beiðni um að
börnin yrðu vistuð hjá föðurfjöl-
skyldu þeirra.
„Það er alltaf ástæða fyrir því að
barnavernd fer út í svona mál. Það
er ekki til hið fullkomna foreldri. En
síðan er það spurning hvernig mál
þróast. Í þessu tilviki erum við að
tala um fólk sem er ekki í neyslu og
á ekki við drykkjuvanda að stríða.
Þau eru ekki fullkomin en þessar
ásakanir og aðgerðir sem lagt er upp
með eru langt frá því að vera það
sem eðlilegt getur talist,“ segir hann.
„Ég veit ekki hvernig við myndum
samþykkja að svona yrði farið með
íslenska ríkisborgara erlendis, að
vera vistaðir í umhverfi þar sem þeir
geta ekki ræktað íslenska tungu.
Þetta er óskaplega ljótt mál og við
myndum aldrei samþykkja svona
framkomu.“
Ítarlega er rætt við foreldrana á
nýjum vef Fréttablaðsins frettabla-
did.is, bæði í hljóði og mynd.
sunnakaren@frettabladid.is
Börnin að tapa móðurmálinu
Pólskir foreldrar heyja baráttu við barnavernd um að fá tvö börn sín til baka. Annað barnið er farið að tapa
móðurmáli sínu og á erfitt með að tjá sig við fjölskyldu sína. Lögmaður þeirra gagnrýnir málsmeðferðina.
Arleta og Adam fluttu hingað til lands árið 2014 og eru nú búsett á Hellu. FréttAblAðið/SteFán
Þau eru ekki
fullkomin en þessar
ásakanir og aðgerðir sem lagt
er upp með eru langt frá því
að vera það sem
eðlilegt getur
talist.
Stefán Karl Krist-
jánsson lögmaður
1 0 . m A R s 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R4 f R é T T I R ∙ f R é T T A B L A ð I ð
1
0
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
9
-9
A
0
8
1
F
2
9
-9
8
C
C
1
F
2
9
-9
7
9
0
1
F
2
9
-9
6
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
9
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K