Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 8
 Opið hús 12. mars 2018 Mánudaginn 12. mars nk. verður opið hús í Kvennaskólanum í Reykjavík fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra frá kl. 17:00 til 18:30. Kynnt verður námsframboð, félagslíf og fleira. Þá gefst einnig tækifæri til að skoða húsnæði skólans að Fríkirkjuvegi 9 (Aðalbygging), Fríkirkjuvegi 1 (Miðbæjarskóli) og í Þingholts- stræti 37 (Uppsalir). Verið velkomin, skólameistari. mIÐBÆJARSKÓLINN AÐALByggINg UppSALIR Helga Ingólfsdóttir - 3. sæti Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 10. mars 2018 Hafnarfjörður - Besti bærinn Helga 3. sæti „Höldum áfram með verkefnin“ www.facebook.com/1312.is/Helga Ingólfsdóttir Bæjarfulltrúí MenntaMál Guðríður Arnardóttir sigraði í formannskjöri Félags fram­ haldsskólakennara og er kjörin til ársins 2022. Atkvæðagreiðslu lauk klukkan tvö í gær. Guðríður gaf kost á sér til endurkjörs en hún hefur gegnt embætti formanns síðast­ liðin fjögur ár. Auk hennar var Guð­ mundur Björgvin Gylfason, fram­ haldsskólakennari í Fjölbrautaskóla Suðurlands, í framboði til formanns. Þá hafa þau Guðjón Hreinn Hauksson, Sigrún Lilja Guðbjörns­ dóttir, Helga Jóhanna Baldursdóttir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir verið kjörin í stjórn Félags fram­ haldsskólakennara. Þeir Baldvin Björgvinsson, Óli Njáll Ingólfs­ son og Simon Cramer Larsen voru kjörnir varamenn. Ný stjórn tekur formlega við á aðalfundi félagsins í apríl. – jhh Guðríður verður áfram formaður HúsnæðisMál „Það er ekkert slíkt í gangi hjá okkur. Við eigum alveg nóg með að útvega fólki félagslegt hús­ næði í gegnum Félagsbústaði,“ segir Bjarni Brynjólfsson, upplýsinga­ stjóri Reykjavíkurborgar, aðspurður Garðabær sér á báti með leigulaus afnot Hvorki Reykjavíkurborg, Kópavogur né Hafnarfjörður veita íþróttafélögum sínum leigulaus afnot af íbúðum í eigu sveitarfélaganna líkt og Garðabær. Þekkt er að félög leigi íbúðir fyrir leikmenn og starfsmenn án aðkomu sveitarstjórna. HúsnæðisMál Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækk­ að um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðings og deildar­ stjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúða­ lánasjóði á ráðstefnu Verks og vits. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum. Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðis­ skorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einn­ ig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum hús­ næðisskorts. Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara að líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja þyrfti upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu. – jhh Sjötíu prósent hækkun á 5 árum Guðríður Arnardóttir. Garðabær sér Stjörnunni fyrir tveimur einbýlishúsum og einni íbúð, leigulaust. FréttAblAðið/Vilhelm hvort borgin útvegi íþróttafélögum í hverfum borgarinnar íbúðarhúsnæði til að hýsa íþróttamenn eða starfsfólk félaganna. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær þá leigir Garðabær íþrótta­ félaginu Stjörnunni íbúðarhúsnæði í eigu bæjarins endurgjaldslaust til að hýsa afreksíþróttamenn og starfsfólk á vegum félagsins. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, lét hafa eftir sér að litið væri á hina endurgjaldslausu leigu sem styrk til íþróttafélagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ hefur krafist svara við því hvers vegna fasteignirnar þrjár, auk ellefu annarra í eigu bæjarins, séu leigðar út á almennum markaði á félagshúsnæðisverði á meðan biðlisti sé eftir félagslegu húsnæði. Gunnar sagði fasteignirnar, tvö einbýlishús og íbúð, ekki henta til félagslegrar útleigu. Fréttablaðið sendi fyrirspurn til nágrannasveitarfélaganna Reykja­ víkurborgar, Hafnarfjarðar og Kópavogs til að kanna hvort svona nokkuð tíðkaðist þar. Svo reyndist ekki vera. Geir Bjarnason, íþrótta­ og tóm­ stundafulltrúi Hafnarfjarðar, segir að bærinn feli íþróttafélögum að reka mörg íþróttamannvirki í bænum, en þau megi ekki nota þau sem íbúð eða gististað. „Bærinn á félagslegar íbúðir og leigir slíkar fyrir skjólstæðinga sína en það er ekki í neinum tengslum við íþróttafélög heldur ætlað lág­ tekjufólki, öryrkjum og þeim sem eru staddir illa félagslega. Fjölskyldu­ þjónusta bæjarins sér um það kerfi.“ Ekkert í líkingu við fyrirkomulagið í Garðabæ tíðkist í Hafnarfirði. „Hins vegar veit ég að íþróttafélög hafa leigt fyrir sitt fólk íbúðir úti í bæ, en það er ótengt okkur.“ Svar Sigríðar Bjargar Tómasdóttur, almannatengils Kópavogsbæjar, var stutt og laggott, þvert nei við spurn­ ingunni um hvort bærinn leigði félögum húsnæði. Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa boðað að fyrirspurn Maríu Grétars­ dóttur, bæjarfulltrúa M­lista fólks­ ins í bænum, um ráðstöfun fast­ eigna bæjarins verði svarað á fundi bæjarráðs næstkomandi þriðjudag. mikael@frettabladid.is Una Jónsdóttir. „Við höfum fært þetta sem styrki. Þetta er húsnæði sem við erum ekki að leigja almennt út og er tímabundið. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar 1 0 . M a r s 2 0 1 8 l a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 0 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 9 -C 1 8 8 1 F 2 9 -C 0 4 C 1 F 2 9 -B F 1 0 1 F 2 9 -B D D 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.