Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 86
Ástkona Churchills Winston Churchill þótti ekki mikill kvenna- maður og almennt hefur verið álitið að hann hafi verið trúr eiginkonu sinni, Clementine. Í breskri heimildarmynd er upplýst um ástar- samband Churchills og Doris Castlerosse sem stóð í nokkur ár á fjórða áratug 20. aldar. Clementine Churchill, hina ráðagóða eiginkona forsætisráðherrans. Myndin var tekin árið 1915 og þau Church­ ill höfðu verið gift í nokkur ár. Winston Church ill sigur­ reifur árið 1943. Doris Castlerosse var glæsileg kona sem heillaði Churchill. NORDICPHOTOS/GETTY Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is Leikarinn Gary Oldman hampaði á dögunum Óskars­v e r ð ­launum f y r i r frábæra túlkun sína á Win­ ston Church­ ill í Darkest Hour. Nokkr­ um klukku­ stundum áður en þau úrslit voru ljós s ý n d i breska sjón­ v a r p s ­ s t ö ð i n Channel 4 heim­ ildarmynd um ástar­ samband for­ sætisráðherr­ ans og Doris Castlerosse. Churchill var ekki annálaður kvennamaður og almennt hefur verið álitið að hann hafi verið trúr eiginkonu sinni, Clementine, en þau gengu í hjónaband árið 1908 og eignuðust fimm börn. Hjóna­ band Churchills og Clementine var stormasamt á köflum. Hann var ólíkindatól, hafði ofsafengið skap og missti oft stjórn á sér. Sagt hefur verið að Clementine hafi verið eina manneskjan sem var aldrei hrædd við hann. Uppljóstrun í viðtali Í hljóðrituðu viðtali árið 1987 sagði John Colville, sem var einkaritari Churchills á forsætisráðherraárum hans, að Churchill hefði gert mis­ tök í einkalífi, en bara einu sinni og þá í stuttan tíma þegar hann átti í ástarsambandi við Doris Castlerosse. Fjölmargar ævisög­ ur Churchills hafa verið ritaðar síðan viðtalið var tekið við Col­ ville en höfundar þeirra bóka virðast ekki hafa hlustað á viðtalið eða þá einungis hluta þess. Viðtalið þykir víst afar leiðinlegt, fyrir utan uppljóstranirnar um framhjáhaldið. Árið 2016 var fræðimaðurinn Warren Dockter að viða að sér efni um forsætisráðherra og einka­ ritara þeirra og hlustaði á viðtalið frá upphafi til enda. Dockter fór með upplýsingarnar til Richards Toye, þekkts Church ill­sérfræðings, og úr varð myndin Churchill’s Secret Affair sem Channel 4 sýndi á dögunum. Í myndinni kemur fram að ástarsam­ bandið stóð frá 1933 og lauk árið 1937. Sautján ára aldursmunur var á Churchill og Castlerosse en hún var fædd árið 1900. Doris Castlerosse var afar fögur og glæsileg kona. Faðir hennar var verslunareigandi og móðirin hús­ móðir. Dóttirin þráði snemma að búa við velmegun og árið 1928 giftist hún til fjár Castlerosse greifa en hjóna­ bandið stóð ekki lengi. Hún átti fjölda ríkra og áhrifamikilla elskhuga sem sáu fyrir henni og áður en hún kynnt­ ist Winston Churchill átti hún í stuttu sambandi við son hans, Randolph. Clementine og listaverkasalinn Churchill og Castlerosse kynntust þegar bæði voru í sumafríi á Frönsku rívíerunni og eyddu þar síðan saman nokkrum sumrum. Samband Church­ ill­hjónanna var stirt á þessum tíma og Clementine íhugaði um tíma að sækja um skilnað. Í utanlands­ ferð árið 1934 eignaðist hún náinn vin, Terence Philip, sem var listaverkasali. Church ill­sérfræðingar eru ekki sammála um hvort þar var um ástar­ samband að ræða eða einungis fal­ lega vináttu þar sem látið var nægja að haldast í hendur. Phi­ lip var að áliti margra s a m k y n h n e i g ð u r . Hver sem sannleikur­ inn er í því máli þá voru kynni Clement­ ine og Philips stutt en góð. Dapurleg örlög Winston Church­ ill var prýðilegur málari og málaði þrjár myndir af ást­ konu sinni. Sam­ bandi þeirra lauk, að því er talið er að frum­ kvæði Churchills, árið 1937. Castlerosse flutti til Bandaríkjanna árið 1940 og hafði með sér málverk sem Church ill hafði málað af henni. Hún var einmana og skuldum vafin í Bandaríkjunum og þráði að snúa heim. Hún hafði vanist því að karl­ maður sæi um hana og nú var enginn til þess. Hún sá enga leið til að sjá fyrir sér. Árið 1942 sneri Doris Castlerosse aftur til Bretlands þar sem fyrrverandi eiginmaður hennar tók á móti henni. Tveimur mánuðum síðar fannst hún látin á hótelherbergi, 42 ára gömul. Hún hafði tekið inn of stóran skammt svefnlyfja. Talið er að um slys hafi verið að ræða. Ekki er vitað hvernig Churchill brást við fréttum af dauða hennar. Önur saga án Clementine Eiginkona Churchills, Clementine, stóð sem klettur við hlið manns síns á erfiðum stríðstímum. Hún hafði ætíð lag á Churchill sem enginn annar hafði og þegar hann stóð frammi fyrir erfiðum ákvörðunum leitaði hann til hennar eftir ráðgjöf. Hann mat hana mikils og sagði eitt sinn að sér hefði tekist best upp þegar hann kvæntist henni og að hann hefði ekki getað unnið starf sitt á stríðsárunum án hennar. Starfs­ mannastjóri Churchills, Ismay her­ foringi, sagði að án Clementine hefði saga Winstons Churchill og heimsins orðið önnur en hún varð. Churchill lést árið 1965. Það var ekki fyrr en nokkrum árum seinna sem Clem entine frétti af framhjá­ haldi manns síns forðum daga og brenndi bréf sem Castlerosse hafði sent Church ill. Clementine sagði við sameiginlegan vin þeirra hjóna að hún hefði alltaf haldið að eiginmaður sinn hefði verið sér trúr. Vinurinn hughreysti hana með því að sambandið við Castlerosse hefði staðið stutt og ekki skipt Churchill miklu máli en hjónabandið hefði varað í áratugi. 1 0 . M A R S 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R38 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 6 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 6 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 9 -E 4 1 8 1 F 2 9 -E 2 D C 1 F 2 9 -E 1 A 0 1 F 2 9 -E 0 6 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.