Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 10
Orkumál Rangárvallalína 1, raflína
frá Blönduvirkjun að Rangárvöllum
ofan Akureyrar, flutti rafmagn yfir
stöðugleikamörkum helming árs-
ins í fyrra sem eykur líkurnar á raf-
orkutruflunum til muna á svæðinu.
Eyfirðingar búa enn við afar tak-
markað framboð á raforku á svæðinu
og hafa fyrirtæki þurft frá að hverfa á
síðustu árum vegna skorts á raforku
á svæðinu.
Málþing Byggðastofnunar um raf-
orkumál á Íslandi var haldið í Hofi í
fyrradag.
Átta einstaklingar, þar af sjö karlar,
fluttu erindi um raforkumálin í víðu
samhengi en umfjöllunarefnið var
um orkuþörf og afhendingaröryggi
raforku.
Verkfræðiskrifstofan Lota vann
fyrir Atvinnuþróunarfélag Eyja-
fjarðar skýrslu um raforkuskort við
Eyjafjörð. Þar kom fram að raforku-
notkun var yfir 80 MW í tæplega
25.000 klukkustundir eða 42 prósent
þess tíma sem skoðaður var í fyrra.
Flutningurinn inn til Rangárvalla fór
yfir 100 MW í heila tvo sólarhringa.
„Aflflutningur hefur ítrekað farið
upp að og yfir stöðugleikamörk
línunnar. Þetta ástand býður hætt-
unni heim fyrir raforkukerfið í heild
sinni og kemur einnig í veg fyrir að
hægt sé að mæta nýrri eða aukinni
eftirspurn eftir raforku á svæðinu án
þess að ganga á raforkuöryggi,“ segir
í skýrslu Lotu.
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráð-
herra byggðamála, setti málþing
Byggðastofnunar. Sagði hann mikil-
vægt að tryggja aðgang landsmanna
allra að raforku og það sé kirfi-
lega sett í stjórnarsáttmála ríkis-
stjórnarinnar að forgangsverkefni
sé að nýta þá orku sem þegar hefur
verið virkjuð. Í þeim tilgangi þurfi að
treysta betur flutnings- og dreifikerfi
raforku í landinu, tengja betur lykil-
svæði og tryggja afhendingaröryggi
raforku um land allt.
Guðmundur Ingi Ásmundsson,
framkvæmdastjóri Landsnets, sagði í
erindi sínu á þinginu að raforka væri
uppseld nánast alls staðar annars
staðar en á suðvesturhorni landsins
einungis vegna getuleysis kerfisins
til að dreifa raforku nægilega um
landið.
Sagði Guðmundur Ingi að með
tilkomu nýrrar Blöndulínu 3 frá
Blöndu til Akureyrar, Kröflulínu
sem tengir Kröflu við Fljótsdalsstöð
ásamt Hólasandslínu áfram til Akur-
eyrar, myndi staðan strax batna.
sveinn@frettabladid.is
Tryggja þarf
dreifingu orku
Alveg einstakt tækifæri!
Hólanesvegur 11 er til sölu eða leigu.
Skagaströnd vex og dafnar, meðal annars vegna
aukinnar ferðaþjónustu. Með fjölbreyttri
afþreyingu, útivist og aukinnar eftirspurnar
ferðamanna, teljum við kosti eignarinnar augljósa.
Hafirðu áhuga á eða reynslu af ferðaþjónustu og
veitingarekstri og vilt njóta þess að starfa og búa á
Norðurlandi er í boði bjálkahús sem er afar
athyglisvert. Hvort sem þú kýst að kaupa eða
leigja Hólanesveg 11 er þetta einstakt tækifæri.
Bæði grunnskóli og leikskóli eru á Skagaströnd. Námsstofa fyrir
m.a. háskólaborgara, góð líkamsræktarstöð, sundlaug,
félagsheimili, bókasafn, verslun, apótek og heilsugæsla.
Um eignina: 2 hæðir, 383 m2
Byggingarár er 1998
Nánari upplýsingar í síma 869-1709 eða 847-6622
tölvupóstur - gshal0306@gmail.com
Hólanesvegur 11 er til sölu eða leigu.
Skagaströnd vex og dafnar, meðal annars vegna aukinnar ferðaþjónustu,
því ný gisting hefur hafið starfsemi í bænum. Með fjöl reyttri afþreyingu,
útivist og aukinnar eftirspurnar ferðamanna, teljum við kosti eignarinnar
augljósa.
Hafirðu áhuga á eða reynslu af ferðaþjónustu og veitingarekstri og vilt
njóta þess að starfa og búa á Norðurlandi er í boði bjálkahús sem er afar
athyglisvert. Hvort sem þú kýst að kaupa eða leigja Hólanesveg 11 er
þetta einstakt tækifæri.
Alveg
einsta t tækifæri!
B ði grun skóli og leiks óli eru á Skag strönd. Námsstofa
fyrir m.a. háskólaborgara, góð líkamsræktarstöð, sundlaug,
félagsheimili, bókasafn, verslun, apótek og heilsugæsla.
Um eignina: 2 hæðir, 383 m2
Byggingarár er 1998
Nánari upplýsingar í síma 869-1709 eða 847-6622 tölvupóstur -
gshal0306@gmail.com
Flokkur fólksins
Flokkur fólksins óskar eftir áhugasömum einstaklingum sem vilja í
framboð fyrir flokkinn í komandi sveitastjórnakosningum.
Ef þú telur þig eiga samleið með okkur og hefur brennandi áhuga á
pólitísku starfi, þá hvetjum við þig til að senda upplýsingar um þig
ásamt ferilskrá, á flokkurfolksins@flokkurfolksins.is
Farið verður með allar upplýsingar af virðingu og trúnaði.
Skilafrestur er til og með 19. mars n.k
Flokkur fólksins er flokkurinn þinn
www.flokkurfolksins.is
Reykjavíkurborg
Umhverfis- og skipulagssvið
Þórhildur
Þórhallsdóttir
Borgir þenjast út eða þéttast og breytast.
En geta þær þróast án skipulags? Erum við að
skipuleggja of mikið? Hverjir eru kostir og gallar
skipulagðrar byggðar? Hvert er samhengið í
skipulaginu? Breytir skipulag lífi fólks? Breytir
skipulagsfræðin borgarmenningu? Hvar er
fagurfræði óreiðunnar? Er skipulagsleysi andstætt
hagsmunum almennings? Getur skipulag útilokað
hópa? Hvernig getur skipulag lagt grunn að
farsælu lífi borgarbúa?
Til að ræða málin munu taka til máls: Ásdís Hlökk
Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar,
Þórhildur Þórhallsdóttir, landslagsarkitekt hjá
Landmótun, Haraldur Sigurðsson, skipulags-
fræðingur og deildarstjóri aðalskipulags hjá
umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar
ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis-
og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.
Allir velkomnir. Heitt á könnunni.
Haraldur Sigurðsson
Til hvers skipulag?
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir gagnrýninni
og hressilegri fundarröð um þróun og mótun borgarinnar
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
Þriðjudaginn 13. mars 2018 kl. 20 á Kjarvalsstöðum
Ásdís Hlökk
Theodórsdóttir
Hjálmar Sveinsson
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra byggðamála, sagði það mikilvægt að á
þessu kjörtímabili yrði mikið lagt til raforkumála. FréttablaðIð/auðunn
alþjóðamál Blaðakonan Vanessa
Beeley flytur í dag fyrirlestur í Safna-
húsinu um átökin í Sýrlandi og
fréttaflutning af stríðinu. Byggir hún
á eigin reynslu af vettvangi á undan-
förnum árum að því er segir í til-
kynningu.
„Vanessa heldur því fram að
fréttaflutningur frá Sýrlandi sé mjög
tengdur hagsmunum stórveldanna
og er hún þá sérstaklega gagnrýnin á
Vesturveldin, Sádi-Arabíu og banda-
lagsríki þeirra í Mið-Austurlöndum,
ekki síst Ísrael. Segir hún þessi ríki
einskis hafa svifist til að koma á
stjórnarskiptum í Sýrlandi og hafi
öfgahópum og herjum málaliða
verið beitt í því skyni. Færir hún fyrir
þessu rök og tilgreinir dæmi.“
Fundurinn hefst klukkan tólf.
Fundarstjóri er Ögmundur Jónasson,
fyrrverandi innanríkisráðherra. – gar
Varpar ljósi á
Sýrlandsstríðið
Raforka er uppseld víð
ast hvar á landinu vegna
getuleysis flutningskerfis
raforku. Rangárvalla
lína 1 flutti rafmagn yfir
stöðugleikamörkum
helming ársins í fyrra.
Ráðherra segir að efla
þurfi dreifikerfið.
Blaðakonan heldur því
fram að fréttaflutningur frá
Sýrlandi sé mjög tengdur
hagsmunum stórveldanna.
1 0 . m a r s 2 0 1 8 l a u G a r D a G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
0
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
9
-B
C
9
8
1
F
2
9
-B
B
5
C
1
F
2
9
-B
A
2
0
1
F
2
9
-B
8
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
1
2
0
s
_
9
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K