Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 78
Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Það styttist í St. Patricks day og þá er upplagt að fá sér einn hressandi írskan drykk með Guinnes bjór og vanilluís. Í dag klukkan 13 verður haldin ljósmyndasmiðja í Gerðarsafni undir yfirskriftinni „Tungumál sjálfsmynda – fjölskyldustund óháð tungumáli“ þar sem unnið verður með sjálfsmyndir og ímyndir í tengslum við sýninguna Líkam­ leiki sem stendur yfir í safninu. Umsjón með smiðjunni hafa Anna Karen Skúladóttir ljósmyndari og Hrafnhildur Gissurardóttir, verkefnastjóri fræðslu og við­ burða. „Þetta er ljósmyndasmiðja í tengslum við ljósmyndasýninguna Líkamleiki sem nú stendur yfir á safninu,“ segir Hrafnhildur sem er myndlistarmaður að mennt og er nýráðin verkefnisstjóri hjá Menningarhúsunum í Kópavogi. „Í smiðjunni verður skoðað á hvaða hátt sjálfsmyndir eða sjálfur eru notaðar til þess að varpa ljósi á félagslegt umhverfi okkar, stöðu í samfélaginu og hvernig við skil­ greinum okkur eftir þjóðerni. Við ræðum meðal annars hvað sjálfur geta verið ólíkar og tölum um þær á abstrakt hátt. Svo fá allir tækifæri til að taka sjálfsmynd í ljósmynda­ stúdíói, sem sett verður upp á neðri hæð safnsins, á atvinnuljós­ myndaravél með fjarstýringu og þar verður aðstoð í boði.“ Sjálfusmiðjan er haldin í sam­ starfi við Rauða krossinn í Kópa­ vogi, kennara í bæjarfélaginu og Soumiu I. Georgsdóttur, ráðgjafa fyrir innflytjendur, en fjórar fjölskyldustundir á árinu verða sérstaklega miðaðar við þarfir þeirra sem hafa annað tungumál en íslensku sem móðurmál. Verkefnið er unnið eftir fyrirmynd frá Lou­ isiana­safninu í Danmörku en það verkefni hefur gefið góða raun. Smiðjan verður óháð tungumáli og er ætluð allri fjölskyldunni. „Við erum að reyna að skapa umhverfi þar sem þarfnast ekki orða,“ segir Hrafnhildur og bætir við að á staðn­ um verði leiðbeinendur sem tala Sjálfur segja margt án orða Í Menningarhúsunum í Kópavogi verður boðið upp á fjölskyldustund þar sem verður unnið með sjálfur. Þeir sem hafa annað móðurmál en íslensku eru sérstaklega velkomnir. Sjálfur eru stór hluti af lífinu á samfélags- miðlaöld. Hér sést Hrafnhildur Gissurardóttir, verkefnastjóri hjá Menn- ingarhúsunum í Kópavogi, taka eina slíka. MYND/ ANTON BRINK Æðislegur drykkur eða eftirréttur eftir góða máltíð fyrir fullorðna. Ef þig langar að prófa alveg sérstaklega hressandi full­orðinsdrykk um helgina er upplagt að prófa Guinness bjór með ís, Baileys og súkkulaðisósu. Þetta er auðvitað algjört nammi og skemmtilegur eftirréttur ef þú ert með matarveislu. Þessi drykkur er oft drukkinn á írskum dögum víða um heim, til dæmis á St. Patrick’s Day sem verður núna 17. mars, eða næsta laugardag. Það má búa til ísinn og setja Baileys út í hann en það er vel hægt að kaupa vanilluís. 1 flaska Guinness Sletta af Baileys Vanilluís Súkkulaðisósa Hellið Guinness bjórnum í hátt glas. Setjið eina til tvær ískúlur út í bjórinn, eftir smekk. Dreifið Baileys út á og loks súkkulaðisósu. Njótið síðan vel í góðra vina hópi. Það má líka nota kaffiís í drykkinn og í stað Baileys má nota Irish Cream líkjör. Þessi drykkur er mjög vinsæll og hægt að gera hann á nokkra vegu. Ef fólki líkar ekki bjórinn má nota Baileys sem íssósu út á vanilluís. Annar drykkur í svipuðum stíl inniheldur vodka, Kahlua, Baileys, vanilluís og súkkulaðisósu. Allt sett í blandara og síðan hellt í glas. Hressandi drykkur í góðu veðri. Guinness, Baileys og ís íslensku, arabísku, frönsku, ensku og þýsku. „Sjálfur eru mikið not­ aðar á samskiptamiðlum og sýna svo vel hvernig við viljum sýna okkur sjálf, segja margt um okkur án útskýringa, án orða. Ljósmyndin er orðin svo aðgengileg á tímum snjallsímanna að okkur fannst þetta tilvalin áhersla þar sem fólk getur kynnt sig og kynnst sér og öðrum í leiðinni. Við bjóðum bæði nýjum og „gömlum“ Íslendingum í smiðjuna því eitt markmiðið er að byggja upp samskipti þvert á tungumál og menningarheima, bjóða nýja Íslendinga velkomna og byggja brú milli ólíkra menningar­ heima í krafti myndlistar.“ Í síðustu smiðju var áherslan á teikningar. Hrafnhildur segir smiðjurnar meðal annars ganga út á að prófa mismunandi nálgun að því hvernig hægt er að nota skapandi leiðir til að tjá sig, mynda tengsl og sýna stuðning án þess að nota tungumálið. „Ég bjó sjálf í Berlín síðustu fimmtán árin svo ég hef prófað að vera útlendingur. Þar var flóttamannavandinn mjög sýnilegur og mér hefur fundist skrýtið hversu falinn flóttamanna­ vandinn er hér á Íslandi. Okkur langar svo mörg að leggja okkar af mörkum til að gera heiminn betri og hér er tækifæri til þess.“ Smiðjan er hluti af hinum sívinsælu fjölskyldustundum sem haldnar hafa verið í Menn­ ingarhúsunum í Kópavogi um nokkurt skeið en þar er boðið upp á fjölbreytta menningartengda viðburði, svo sem listsmiðjur, upplestur, tónleika og fleira fyrir fjölskyldur alla laugardaga frá klukkan 13. Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 14-28 Mikið úrval af fallegum fatnaði sjáðu úrvalið í netverslun www.curvy.is eða komdu í verslun Curvy að Fákafeni 9 STÆRÐIR 14-28 EÐA 42-56 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 0 . M A R S 2 0 1 8 L AU G A R DAG U R 1 0 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F 2 9 -F C C 8 1 F 2 9 -F B 8 C 1 F 2 9 -F A 5 0 1 F 2 9 -F 9 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.