Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 32
Við eigum nokkuð af bókum. Reyndar svo mikið að nú verðum við eiginlega að fara að hætta að kaupa þær, en þegar maður
kemur á þennan markað lætur
maður alltaf freistast,“ segir Hreinn
Bergsveinsson sem mættur er á
svæðið ásamt Valgerði Pálsdóttur.
Meðal bóka sem vekja áhuga þeirra
er ritsafn Þorsteins frá Hamri og
barnabækur, þar á meðal Vaknaðu,
Sölvi eftir Eddu Heiðrúnu Backman
og Þórarin Eldjárn og Stígvélaði
kötturinn. „Við erum með barnabarn
sem verður þriggja ára nú í mars,
heldurðu að hann verði ekki að fara
að lesa,“ segir Hreinn kankvís.
Hafsteinn Guðjónsson og Anna
Helgadóttir eru einnig í bóka
kaupum og sömuleiðis með börnin
í huga. „Það er mikilvægt að börn
lesi,“ segir Anna og sýnir blaða
manni stafla af bókum um hinn
skemmtilega Skúla skelfi. Orð að
sönnu eftir Jón G. Friðjónsson er
einnig í körfunni. „Ég hef gaman af
slíkum bókum og kaupi þær oft,“
segir Hafsteinn. Anna valdi sér
Snarkið í stjörnunum eftir Jón Kal
man Stefánsson sem er höfundur
sem hún hefur mikið dálæti á. Smá
sögur heimsins, Rómanska Ameríka
er einnig með í bókakaupunum.
„Við erum nýbúin að vera í Perú
þannig að okkur finnst freistandi að
lesa sögur frá þessum heimshluta,“
segja þau.
Lifandi bækur
Blaðamaður rekst á Svein Einarsson,
fyrrverandi þjóðleikhússtjóra. Eigin
kona hans, Þóra Kristjánsdóttir, er
skammt frá niðursokkin í að skoða
bækur. Sveinn segist hafa komið á
bókamarkaðinn frá unga aldri. „Það
er svo gaman að vera innan um
bækur, þær eru svo lifandi.“ Hann
segir þau hjón eiga mikið af bókum.
„Reyndar svo margar að nú er ég
kominn á það stig í lífinu að ég er að
gefa bækur frá mér. Á seinni árum
hef ég sagt við sjálfan mig þegar ég
mæti á bókamarkaðinn: Nú kaupi
ég ekkert því við eigum svo mikið
af bókum, en hef alltaf svikið það.
Alltaf geng ég út af markaðnum
með fullt af bókum.“ Meðal bóka í
kerrunni hjá Sveini er Orð að sönnu.
„Ég hef svo gaman af orðaleikjum
og spakmælum og er alltaf að geta
mér þess til hvernig orðatiltæki hafa
orðið til,“ segir hann.
Ármann Schelander er að skoða
bókina Eitt þúsund tungumál þegar
blaðamaður ónáðar hann. Hann
Maður lætur alltaf freistast
Því fylgir ætíð nokkur tilhlökkun að mæta á hinn árlega bókamarkað og sú tilfinning var ráðandi hjá þeim gestum
sem blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins mættu í stúkubyggingu Laugardalsvallar á dögunum.
Hafsteinn og Anna eru ekki síst með börnin í huga við val sitt á bókum.
Nóg er af fræðibókum á markaðnum
og slíkar bækur heilla Ármann
Schelander.
Sveinn Einarsson segir gaman að
vera innan um bækur því þær séu
svo lifandi.
Hreinn og Valgerður láta alltaf freistast á bókamarkaðnum.
Síðasti opnunardagur bókamarkaðarins er nú á sunnudag þannig að bókaunnendur sem eiga eftir að leggja leið sína þangað hafa ekki langan tíma til stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Á SEINNI ÁRUM HEF ÉG
SAGT VIÐ SJÁLFAN MIG
ÞEGAR ÉG MÆTI Á BÓKA-
MARKAÐINN: NÚ KAUPI
ÉG EKKERT ÞVÍ VIÐ EIGUM
SVO MIKIÐ AF BÓKUM, EN
HEF ALLTAF SVIKIÐ ÞAÐ.
Sveinn Einarsson
↣
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrun@frettabladid.is
1 0 . M A R S 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
0
-0
3
-2
0
1
8
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
2
9
-8
B
3
8
1
F
2
9
-8
9
F
C
1
F
2
9
-8
8
C
0
1
F
2
9
-8
7
8
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
0
s
_
9
_
3
_
2
0
1
8
C
M
Y
K