Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.03.2018, Blaðsíða 32
Við eigum nokkuð af bókum. Reyndar svo mikið að nú verðum við eiginlega að fara að hætta að kaupa þær, en þegar maður kemur á þennan markað lætur maður alltaf freistast,“ segir Hreinn Bergsveinsson sem mættur er á svæðið ásamt Valgerði Pálsdóttur. Meðal bóka sem vekja áhuga þeirra er ritsafn Þorsteins frá Hamri og barnabækur, þar á meðal Vaknaðu, Sölvi eftir Eddu Heiðrúnu Backman og Þórarin Eldjárn og Stígvélaði kötturinn. „Við erum með barnabarn sem verður þriggja ára nú í mars, heldurðu að hann verði ekki að fara að lesa,“ segir Hreinn kankvís. Hafsteinn Guðjónsson og Anna Helgadóttir eru einnig í bóka­ kaupum og sömuleiðis með börnin í huga. „Það er mikilvægt að börn lesi,“ segir Anna og sýnir blaða­ manni stafla af bókum um hinn skemmtilega Skúla skelfi. Orð að sönnu eftir Jón G. Friðjónsson er einnig í körfunni. „Ég hef gaman af slíkum bókum og kaupi þær oft,“ segir Hafsteinn. Anna valdi sér Snarkið í stjörnunum eftir Jón Kal­ man Stefánsson sem er höfundur sem hún hefur mikið dálæti á. Smá­ sögur heimsins, Rómanska Ameríka er einnig með í bókakaupunum. „Við erum nýbúin að vera í Perú þannig að okkur finnst freistandi að lesa sögur frá þessum heimshluta,“ segja þau. Lifandi bækur Blaðamaður rekst á Svein Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóra. Eigin­ kona hans, Þóra Kristjánsdóttir, er skammt frá niðursokkin í að skoða bækur. Sveinn segist hafa komið á bókamarkaðinn frá unga aldri. „Það er svo gaman að vera innan um bækur, þær eru svo lifandi.“ Hann segir þau hjón eiga mikið af bókum. „Reyndar svo margar að nú er ég kominn á það stig í lífinu að ég er að gefa bækur frá mér. Á seinni árum hef ég sagt við sjálfan mig þegar ég mæti á bókamarkaðinn: Nú kaupi ég ekkert því við eigum svo mikið af bókum, en hef alltaf svikið það. Alltaf geng ég út af markaðnum með fullt af bókum.“ Meðal bóka í kerrunni hjá Sveini er Orð að sönnu. „Ég hef svo gaman af orðaleikjum og spakmælum og er alltaf að geta mér þess til hvernig orðatiltæki hafa orðið til,“ segir hann. Ármann Schelander er að skoða bókina Eitt þúsund tungumál þegar blaðamaður ónáðar hann. Hann Maður lætur alltaf freistast Því fylgir ætíð nokkur tilhlökkun að mæta á hinn árlega bókamarkað og sú tilfinning var ráðandi hjá þeim gestum sem blaðamaður og ljósmyndari Fréttablaðsins mættu í stúkubyggingu Laugardalsvallar á dögunum. Hafsteinn og Anna eru ekki síst með börnin í huga við val sitt á bókum. Nóg er af fræðibókum á markaðnum og slíkar bækur heilla Ármann Schelander. Sveinn Einarsson segir gaman að vera innan um bækur því þær séu svo lifandi. Hreinn og Valgerður láta alltaf freistast á bókamarkaðnum. Síðasti opnunardagur bókamarkaðarins er nú á sunnudag þannig að bókaunnendur sem eiga eftir að leggja leið sína þangað hafa ekki langan tíma til stefnu. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Á SEINNI ÁRUM HEF ÉG SAGT VIÐ SJÁLFAN MIG ÞEGAR ÉG MÆTI Á BÓKA- MARKAÐINN: NÚ KAUPI ÉG EKKERT ÞVÍ VIÐ EIGUM SVO MIKIÐ AF BÓKUM, EN HEF ALLTAF SVIKIÐ ÞAÐ. Sveinn Einarsson ↣ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@frettabladid.is 1 0 . M A R S 2 0 1 8 L A U G A R D A G U R32 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 3 -2 0 1 8 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F 2 9 -8 B 3 8 1 F 2 9 -8 9 F C 1 F 2 9 -8 8 C 0 1 F 2 9 -8 7 8 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 2 0 s _ 9 _ 3 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.